Viðræður í skugga afsagnar 15. nóvember 2004 00:01 Óvíst er hvaða áhrif afsögn Colins Powells, utanríkisráðherra Bandaríkjanna hefur á viðræður Íslendinga og Bandaríkjamanna um framtíð varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli. Búist er við að afsögn Powells taki ekki gildi fyrr en á næsta ári. Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra segir að vissulega sé afsögn hans á þessu augnabliki "óþægileg" en þó breyti miklu að Powell sitji áfram þar til eftirmaður hans hefði verið ákveðinn:"Ég á von á því að hver sem gegnir þessu embætti fari eftir þeirri línu sem forseti Bandaríkjanna hefur lagt í málinu. " Fundinum í dag var frestað um fjóra og hálfan tíma, en ekki er vitað hvort sú frestun er í tengslum við afsögnina. Halldór Ásgrímsson segist aldrei hafa átt von á því að fundurinn í Washington í dag skili ákveðinni niðurstöðu. Davíð Oddsson utanríkisráðherra sagði í umræðum um skýrslu ráðherrans á Alþingi að fundurinn miðaði að því að koma viðræðum í fastan farveg og eyða óvissu sem uppi hefur verið um framtíð varnarliðsins. "Lögð er rík áhersla á að hér á landi þurfi að vera varnarviðbúnaður eins og í öllum okkar bandalags- og nágrannaríkjum." Davíð nefndi ekki loftvarnir sérstaklega en Halldór Ásgrímsson segir að markmið Íslands sé óbreytt: "Ég vonast til að hér verði áfram loftvarnir, það er ekkert millistig í því. Það eru lágmarksvarnir að hafa herþotur hér og það nægir ekki að þær séu annars staðar. Um þetta snýst málið." Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar bendir á að bæði Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson hafi notið persónulegra kynna við Powell og úr sumum hlutum hafi verið greitt í símtölum þeirra á milli: "Powell hefur verið okkur Íslendingum hagstæðari en margir til dæmis í bandaríska varnarmálaráðuneytinu. Það er svo ljóst að hann mun ekki taka neinar ákvarðanir í þessu máli sem einhverju máli skipta sem binda hendur eftirmanns hans. " Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Fleiri fréttir Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sjá meira
Óvíst er hvaða áhrif afsögn Colins Powells, utanríkisráðherra Bandaríkjanna hefur á viðræður Íslendinga og Bandaríkjamanna um framtíð varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli. Búist er við að afsögn Powells taki ekki gildi fyrr en á næsta ári. Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra segir að vissulega sé afsögn hans á þessu augnabliki "óþægileg" en þó breyti miklu að Powell sitji áfram þar til eftirmaður hans hefði verið ákveðinn:"Ég á von á því að hver sem gegnir þessu embætti fari eftir þeirri línu sem forseti Bandaríkjanna hefur lagt í málinu. " Fundinum í dag var frestað um fjóra og hálfan tíma, en ekki er vitað hvort sú frestun er í tengslum við afsögnina. Halldór Ásgrímsson segist aldrei hafa átt von á því að fundurinn í Washington í dag skili ákveðinni niðurstöðu. Davíð Oddsson utanríkisráðherra sagði í umræðum um skýrslu ráðherrans á Alþingi að fundurinn miðaði að því að koma viðræðum í fastan farveg og eyða óvissu sem uppi hefur verið um framtíð varnarliðsins. "Lögð er rík áhersla á að hér á landi þurfi að vera varnarviðbúnaður eins og í öllum okkar bandalags- og nágrannaríkjum." Davíð nefndi ekki loftvarnir sérstaklega en Halldór Ásgrímsson segir að markmið Íslands sé óbreytt: "Ég vonast til að hér verði áfram loftvarnir, það er ekkert millistig í því. Það eru lágmarksvarnir að hafa herþotur hér og það nægir ekki að þær séu annars staðar. Um þetta snýst málið." Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar bendir á að bæði Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson hafi notið persónulegra kynna við Powell og úr sumum hlutum hafi verið greitt í símtölum þeirra á milli: "Powell hefur verið okkur Íslendingum hagstæðari en margir til dæmis í bandaríska varnarmálaráðuneytinu. Það er svo ljóst að hann mun ekki taka neinar ákvarðanir í þessu máli sem einhverju máli skipta sem binda hendur eftirmanns hans. "
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Fleiri fréttir Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sjá meira