Litlar vangaveltur um breytingar 7. desember 2004 00:01 Stjórnarandstaðan virðist lítið hafa velt fyrir sér hugsanlegum breytingum á stjórnarskránni en forsætisráðherra óskaði tilnefninga í stjórnarskrárnefnd í gær. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra sendi formönnum stjórnmálaflokkanna í gær bréf og óskaði eftir tilnefningum þeirra í stjórnarskrárnefnd. Eins og fram kom í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi taldi Halldór rétt að tekið yrði tillit til frjórrar umræðu ársins, eins og hann orðaði það. Hann ljáði einnig máls á ákvæði í endurskoðri stjórnarskrá sem gerði almenningi kleift að knýja fram þjóðaratkvæðagreiðslu, og það vekur óneitanlega spurningar um hlutverk forseta Íslands og málskotsrétt hans. Halldór sagðist þó hingað til ekki hafa viljað leggja embættið niður. Stjórnarandstaðan virðist enn sem komið er ekki hafa velt breytingum á stjórnarskránni fyrir sér, og var á viðmælendum fréttastofunnar í morgun að skilja að bréf forsætisráðherra hefði jafnvel komið flatt upp á marga þingmenn. Lúðvík Bergvinsson, þingmaður Samfylkingar, segir þingmenn flokksins ekki hafa rætt málið í þaula en eins og venjulega útiloki þeir ekki neitt. Kjarninn í hugmyndum Samfylkingarinnar sé hins vegar, hér eftir sem hingað til, að tryggt verði að hægt sé að bera undir þjóðina ákvarðanir Alþingis líkt og nú er í 26. grein stjórnarskrárinnar. Af hugsanlegum breytingum sem æskilegt sé að kanna nefnir Lúðvík eflingu stöðu þingsins gagnvart framkvæmdavaldinu. Níu fulltrúar verða í stjórnarskrárnefndinni: þrír frá Sjálfstæðisflokki, tveir frá Samfylkingu og Framsóknarflokki og einn frá Vinstri-grænum og Frjálslyndum. Nefndinni til fulltingis verður sérfræðinganefnd. Eiríkur Tómasson lagaprófessor fer fyrir henni en með honum starfa Kristján Andri Stefánsson, lögfræðingur í forsætisráðuneytinu, Gunnar Helgi Kristinsson stjórnmálafræðiprófessor og Björg Thorarenssen, lagaprófessor. Halldór leggur áherslu á að nefndin skili áliti sínu snemma árs 2007 svo að almenningur eigi þess kost að kjósa um breytingatillögurnar í þingkosningum sem eiga að fara fram þá um vorið. Alþingi Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Sjá meira
Stjórnarandstaðan virðist lítið hafa velt fyrir sér hugsanlegum breytingum á stjórnarskránni en forsætisráðherra óskaði tilnefninga í stjórnarskrárnefnd í gær. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra sendi formönnum stjórnmálaflokkanna í gær bréf og óskaði eftir tilnefningum þeirra í stjórnarskrárnefnd. Eins og fram kom í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi taldi Halldór rétt að tekið yrði tillit til frjórrar umræðu ársins, eins og hann orðaði það. Hann ljáði einnig máls á ákvæði í endurskoðri stjórnarskrá sem gerði almenningi kleift að knýja fram þjóðaratkvæðagreiðslu, og það vekur óneitanlega spurningar um hlutverk forseta Íslands og málskotsrétt hans. Halldór sagðist þó hingað til ekki hafa viljað leggja embættið niður. Stjórnarandstaðan virðist enn sem komið er ekki hafa velt breytingum á stjórnarskránni fyrir sér, og var á viðmælendum fréttastofunnar í morgun að skilja að bréf forsætisráðherra hefði jafnvel komið flatt upp á marga þingmenn. Lúðvík Bergvinsson, þingmaður Samfylkingar, segir þingmenn flokksins ekki hafa rætt málið í þaula en eins og venjulega útiloki þeir ekki neitt. Kjarninn í hugmyndum Samfylkingarinnar sé hins vegar, hér eftir sem hingað til, að tryggt verði að hægt sé að bera undir þjóðina ákvarðanir Alþingis líkt og nú er í 26. grein stjórnarskrárinnar. Af hugsanlegum breytingum sem æskilegt sé að kanna nefnir Lúðvík eflingu stöðu þingsins gagnvart framkvæmdavaldinu. Níu fulltrúar verða í stjórnarskrárnefndinni: þrír frá Sjálfstæðisflokki, tveir frá Samfylkingu og Framsóknarflokki og einn frá Vinstri-grænum og Frjálslyndum. Nefndinni til fulltingis verður sérfræðinganefnd. Eiríkur Tómasson lagaprófessor fer fyrir henni en með honum starfa Kristján Andri Stefánsson, lögfræðingur í forsætisráðuneytinu, Gunnar Helgi Kristinsson stjórnmálafræðiprófessor og Björg Thorarenssen, lagaprófessor. Halldór leggur áherslu á að nefndin skili áliti sínu snemma árs 2007 svo að almenningur eigi þess kost að kjósa um breytingatillögurnar í þingkosningum sem eiga að fara fram þá um vorið.
Alþingi Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Sjá meira