Hrun í rækju- og skelfiskveiðum bætt 7. desember 2004 00:01 Sjávarútvegsráðherra úthlutaði í gær 3.200 þorskígilda byggðakvóta til fjörutíu byggðarlaga fyrir yfirstandandi fiskveiðiár. Sjö umsóknum um byggðakvóta var hafnað. Ekki var úthlutað til byggðarlaga með fleiri en 1.500 íbúa. Stykkishólmur og Siglufjörður fengu úthlutað mestum byggðakvóta, 205 þorskígildistonn hvort bæjarfélag. Mikill samdráttur hefur orðið í rækju- og skelfiskveiðum hjá útgerðum í bæjarfélögunum tveimur. Samkvæmt reglugerð ráðherra skal byggðakvótanum úthlutað til minni byggðarfélaga sem hafa lent í vandræðum vegna samdráttar í sjávarútvegi eða til byggðarlaga sem hafa orðið fyrir óvæntri skerðingu á aflaheimildum. Guðjón Hjörleifsson, formaður sjávarútvegsnefndar Alþingis, segir að miðað við þetta fái þau sveitarfélög mestan byggðakvóta sem hafi farið verst út úr breytingum á kvótakerfinu. Enda hafi um það verið rætt þegar kerfinu var breytt með línuívilnun og fleiru. Hann segir byggðakvótann farinn að standa undir nafni þar sem honum sé útdeilt eftir þörfum hvers byggðarlags. Lúðvík Bergvinsson, þingmaður Samfylkingar, segir að byggðakvóti sé tilviljanakennd útdeiling á verðmætum þar sem engum ákveðnum skynsamlegum reglum sé fylgt. Aðeins pólitískur vilji ráði för. Því segist Lúðvík velta því alvarlega fyrir sér hvort það taki því að standa í því að deila út byggðakvóta. Auk þess letji þetta útgerðir í því að efla sig og styrkja innan kvótakerfisins þar sem þeim sé hegnt fyrir það. Magnús Þór Hafsteinsson, þingmaður Frjálslynda flokksins, segir að úthlutun byggðakvótans sýni hversu gallað kvótakerfið sé. Byggðarlög eigi sér ekki viðreisnar von ef veiði leggist niður á einni tegund. Útgerðir geti ekki tekið til við að veiða aðrar tegundir þrátt fyrir að nægur fiskur sé á heimamiðum þessara byggðarlaga. Það telur Magnús vera afleitt. Hins vegar beri að virða það að stjórnvöld sýni ákveðinn vilja til að rétta þessum byggðarlögum hjálparhönd. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Kona réðst á pizzasendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Innlent Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Erlent Fleiri fréttir Kona réðst á pizzasendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Sjá meira
Sjávarútvegsráðherra úthlutaði í gær 3.200 þorskígilda byggðakvóta til fjörutíu byggðarlaga fyrir yfirstandandi fiskveiðiár. Sjö umsóknum um byggðakvóta var hafnað. Ekki var úthlutað til byggðarlaga með fleiri en 1.500 íbúa. Stykkishólmur og Siglufjörður fengu úthlutað mestum byggðakvóta, 205 þorskígildistonn hvort bæjarfélag. Mikill samdráttur hefur orðið í rækju- og skelfiskveiðum hjá útgerðum í bæjarfélögunum tveimur. Samkvæmt reglugerð ráðherra skal byggðakvótanum úthlutað til minni byggðarfélaga sem hafa lent í vandræðum vegna samdráttar í sjávarútvegi eða til byggðarlaga sem hafa orðið fyrir óvæntri skerðingu á aflaheimildum. Guðjón Hjörleifsson, formaður sjávarútvegsnefndar Alþingis, segir að miðað við þetta fái þau sveitarfélög mestan byggðakvóta sem hafi farið verst út úr breytingum á kvótakerfinu. Enda hafi um það verið rætt þegar kerfinu var breytt með línuívilnun og fleiru. Hann segir byggðakvótann farinn að standa undir nafni þar sem honum sé útdeilt eftir þörfum hvers byggðarlags. Lúðvík Bergvinsson, þingmaður Samfylkingar, segir að byggðakvóti sé tilviljanakennd útdeiling á verðmætum þar sem engum ákveðnum skynsamlegum reglum sé fylgt. Aðeins pólitískur vilji ráði för. Því segist Lúðvík velta því alvarlega fyrir sér hvort það taki því að standa í því að deila út byggðakvóta. Auk þess letji þetta útgerðir í því að efla sig og styrkja innan kvótakerfisins þar sem þeim sé hegnt fyrir það. Magnús Þór Hafsteinsson, þingmaður Frjálslynda flokksins, segir að úthlutun byggðakvótans sýni hversu gallað kvótakerfið sé. Byggðarlög eigi sér ekki viðreisnar von ef veiði leggist niður á einni tegund. Útgerðir geti ekki tekið til við að veiða aðrar tegundir þrátt fyrir að nægur fiskur sé á heimamiðum þessara byggðarlaga. Það telur Magnús vera afleitt. Hins vegar beri að virða það að stjórnvöld sýni ákveðinn vilja til að rétta þessum byggðarlögum hjálparhönd.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Kona réðst á pizzasendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Innlent Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Erlent Fleiri fréttir Kona réðst á pizzasendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Sjá meira