Fuglaflensa í fleiri dýrategundir 8. desember 2004 00:01 Veira sú, sem veldur fuglaflensu í Asíulöndum, er ekki lengur bundin við hænsnfugla, heldur virðist hún hafa aukið sýkingarmátt sinn í öðrum dýrategundum, svo sem spendýrum, að því er nýjustu rannsóknir benda til. Þetta á við um ketti og önnur dýr af kattakyni, sem áður höfðu ekki verið talin móttækileg fyrir inflúensu. Þetta kom meðal annars fram í viðtali Fréttablaðsins við Davíð Á. Gunnarsson ráðuneytisstjóra í heilbrigðisráðuneytinu og formann framkvæmdastjórnar Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar um stöðu fuglaflensuvírussins illræmda, sem menn óttast nú mjög að geti valdið skæðum faraldri á heimsbyggðinni. Heilbrigðisyfirvöld um víða veröld gera nú allt sem í þeirra valdi stendur til að undirbúa hugsanlegar varnaraðgerðir gegn inflúensufaraldrinum sem menn telja fullvíst að fari af stað af völdum fuglaflensuvírussins. Davíð sagði, að engin merki væri á lofti um að veiran væri farin að smitast á milli manna, en faraldurinn færi ekki af stað fyrr en það gerðist. Að vísu hefði borist tilkynning frá Taílandi þess efnis að smit hefði borist á milli manna í fjölskyldu. Það hefði ekki verið staðfest, né nein önnur smit á milli manna þrátt fyrir afar strangt eftirlit. Hann sagði enn fremur að í fyrstu hefði fólk veikst af fuglaflensuvírusnum í Kína, Tælandi og Víet Nam. Þá hefði fólk tekið að veikjast í Indónesíu og í ágúst hefði Malasía tilkynnt um veikindi í fólki þar af völdum fuglaflensuvírussins. Það hefði verið níunda Asíulandið sem sent hefði frá sér tilkynningu þess efnis. Dánartíðni þeirra sem veikst hefðu væri um 72 prósent. Davíð sagði enn fremur að um miðjan nóvember hefði Alþjóða heilbrigðismálastofnunin efnt til fundar með forsvarsmönnum allra helstu framleiðenda bóluefnis í heiminum til að ræða möguleika á framleiðslu bóluefnis gegn inflúensufaraldri af völdum veirunnar. Þar hefðu verið settar fram hugmyndir um hvernig haga mætti baráttunni gegn henni. Á tveggja daga aukafundi framkvæmdastjórnar Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, sem hefst í Reykjavík í dag, er meðal annars fyrirhugað að fjalla um hugsanlegar afleiðingar og viðbrögð við flensufaröldrum á borð við drepsóttir fyrri ára, svo sem spænsku veikina og svarta dauða. Meðal þeirra sem sækja fundinn er æðsti yfirmaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar dr. Lee Jong-wook. Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
Veira sú, sem veldur fuglaflensu í Asíulöndum, er ekki lengur bundin við hænsnfugla, heldur virðist hún hafa aukið sýkingarmátt sinn í öðrum dýrategundum, svo sem spendýrum, að því er nýjustu rannsóknir benda til. Þetta á við um ketti og önnur dýr af kattakyni, sem áður höfðu ekki verið talin móttækileg fyrir inflúensu. Þetta kom meðal annars fram í viðtali Fréttablaðsins við Davíð Á. Gunnarsson ráðuneytisstjóra í heilbrigðisráðuneytinu og formann framkvæmdastjórnar Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar um stöðu fuglaflensuvírussins illræmda, sem menn óttast nú mjög að geti valdið skæðum faraldri á heimsbyggðinni. Heilbrigðisyfirvöld um víða veröld gera nú allt sem í þeirra valdi stendur til að undirbúa hugsanlegar varnaraðgerðir gegn inflúensufaraldrinum sem menn telja fullvíst að fari af stað af völdum fuglaflensuvírussins. Davíð sagði, að engin merki væri á lofti um að veiran væri farin að smitast á milli manna, en faraldurinn færi ekki af stað fyrr en það gerðist. Að vísu hefði borist tilkynning frá Taílandi þess efnis að smit hefði borist á milli manna í fjölskyldu. Það hefði ekki verið staðfest, né nein önnur smit á milli manna þrátt fyrir afar strangt eftirlit. Hann sagði enn fremur að í fyrstu hefði fólk veikst af fuglaflensuvírusnum í Kína, Tælandi og Víet Nam. Þá hefði fólk tekið að veikjast í Indónesíu og í ágúst hefði Malasía tilkynnt um veikindi í fólki þar af völdum fuglaflensuvírussins. Það hefði verið níunda Asíulandið sem sent hefði frá sér tilkynningu þess efnis. Dánartíðni þeirra sem veikst hefðu væri um 72 prósent. Davíð sagði enn fremur að um miðjan nóvember hefði Alþjóða heilbrigðismálastofnunin efnt til fundar með forsvarsmönnum allra helstu framleiðenda bóluefnis í heiminum til að ræða möguleika á framleiðslu bóluefnis gegn inflúensufaraldri af völdum veirunnar. Þar hefðu verið settar fram hugmyndir um hvernig haga mætti baráttunni gegn henni. Á tveggja daga aukafundi framkvæmdastjórnar Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, sem hefst í Reykjavík í dag, er meðal annars fyrirhugað að fjalla um hugsanlegar afleiðingar og viðbrögð við flensufaröldrum á borð við drepsóttir fyrri ára, svo sem spænsku veikina og svarta dauða. Meðal þeirra sem sækja fundinn er æðsti yfirmaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar dr. Lee Jong-wook.
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira