Skaðabótamál í undirbúningi 8. desember 2004 00:01 Bæði einstaklingar og fyrirtæki undirbúa skaðabótamál á hendur olíufélögunum vegna meints verðsamráðs. Lögfræðingur, sem tekið hefur málið að sér fyrir Neytendasamtökin, segir hvern þann sem getur sýnt fram á að hann hafi átt viðskipti við félögin geta látið reyna á rétt sinn. Á þriðja tug manna hefur sett sig í samband við Neytendasamtökin vegna úrskurðar Samkeppnisráðs um að olíufélögin hafi haft með sér verðsamráð frá árunum 1993 til 2001. Að sögn formanns Neytendasamtakanna hefur stjórn samtakanna ekki endanleg ákvörðun um málsókn ekki verið tekin, þótt allt bendi til þess að forsenda sé fyrir henni. Eggert B. Ólafsson héraðsdómslögmaður hefur verið fenginn til verksins en hann segist ekki geta skotið á það hve háar skaðabótakröfur fólksins gætu orðið. Fólkið myndi höfða skaðabótamál í eigin nafni en Neytendasamtökin taka skellinn, eða kostnaðinn, sem af slíku dómsmáli kynni að hljótast. Málshöfðun byggir á því hvað viðkomandi hefði átt að borga hefðu félögin ekki haft með sér verðsamráð og því er nauðsynlegt að nótur um bensínkaup á tímabilinu liggi fyrir. Það gæti því fjölgað í hópnum. Eggert segir að allir sem hafa eitthvað í höndunum til að styðja sínar kröfur, og hægt er að reikna meint tjón út frá, geti látið reyna á málshöfðun gegn olíufélögunum. Búast má við að langur tími líði áður en niðurstaða fæst í málið en væntanlega verður látið reyna á 53. ákvæði EES samningsins sem bannar verðsamráð og markaðsskiptingu En það eru ekki bara einstaklingar sem eru að kanna réttarstöðu sína gagnvart olíufélögunum þessa dagana því það sama er uppi á teningnum hjá mörgum fyrirtækjum. Hjá þeim gæti verið um verulegar fjárhæðir að ræða en kannski ekki hjá hinum almenna neytenda. Þar má geta sér til að gremja eða siðferðiskennd ráði för. Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Veður Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent Fleiri fréttir Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sjá meira
Bæði einstaklingar og fyrirtæki undirbúa skaðabótamál á hendur olíufélögunum vegna meints verðsamráðs. Lögfræðingur, sem tekið hefur málið að sér fyrir Neytendasamtökin, segir hvern þann sem getur sýnt fram á að hann hafi átt viðskipti við félögin geta látið reyna á rétt sinn. Á þriðja tug manna hefur sett sig í samband við Neytendasamtökin vegna úrskurðar Samkeppnisráðs um að olíufélögin hafi haft með sér verðsamráð frá árunum 1993 til 2001. Að sögn formanns Neytendasamtakanna hefur stjórn samtakanna ekki endanleg ákvörðun um málsókn ekki verið tekin, þótt allt bendi til þess að forsenda sé fyrir henni. Eggert B. Ólafsson héraðsdómslögmaður hefur verið fenginn til verksins en hann segist ekki geta skotið á það hve háar skaðabótakröfur fólksins gætu orðið. Fólkið myndi höfða skaðabótamál í eigin nafni en Neytendasamtökin taka skellinn, eða kostnaðinn, sem af slíku dómsmáli kynni að hljótast. Málshöfðun byggir á því hvað viðkomandi hefði átt að borga hefðu félögin ekki haft með sér verðsamráð og því er nauðsynlegt að nótur um bensínkaup á tímabilinu liggi fyrir. Það gæti því fjölgað í hópnum. Eggert segir að allir sem hafa eitthvað í höndunum til að styðja sínar kröfur, og hægt er að reikna meint tjón út frá, geti látið reyna á málshöfðun gegn olíufélögunum. Búast má við að langur tími líði áður en niðurstaða fæst í málið en væntanlega verður látið reyna á 53. ákvæði EES samningsins sem bannar verðsamráð og markaðsskiptingu En það eru ekki bara einstaklingar sem eru að kanna réttarstöðu sína gagnvart olíufélögunum þessa dagana því það sama er uppi á teningnum hjá mörgum fyrirtækjum. Hjá þeim gæti verið um verulegar fjárhæðir að ræða en kannski ekki hjá hinum almenna neytenda. Þar má geta sér til að gremja eða siðferðiskennd ráði för.
Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Veður Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent Fleiri fréttir Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sjá meira