Rafmagnsreikningar hækka um áramót 11. desember 2004 00:01 Búist er við rúmlega tíu prósenta hækkun raforkuverðs á höfuðborgarsvæðinu um áramót. Samanlögð gjöld gætu þá hækkað um tæpan milljarð króna. Stjórnir Orkuveitu Reykjavíkur og Hitaveitu Suðurnesja komu saman nýlega og ræddu stöðuna en lög sem voru samþykkt á Alþingi í vor gera ráð fyrir að framleiðsla og dreifing raforkukerfisins verði aðskilin og dreifikerfið verði að bera sig sjálft, án stuðnings frá raforkuframleiðslunni. Ellert Eiríksson, stjórnarformaður Hitaveitu Suðurnesja, segir að það stefni í tíu prósenta hækkun á raforkuverði. "Við vorum sagðir svartsýnir þegar lögin voru í undirbúningi og við vöruðum við mikilli hækkun á raforkuverði en það hefur komið í ljós að við vorum ekki nægilega svartsýnir," segir Ellert. "Við sitjum núna yfir útreikningum og erum að reyna að finna leið til að viðskiptavinir okkar fái sem hagstæðasta útkomu en því miður reynist kostnaðurinn sem er búinn til í þessu nýja kerfi meiri en okkar svartsýnustu spár sögðu til um." Samkvæmt heimildum blaðsins stefnir í að hækkanir Orkuveitu Reykjavíkur verði líka í kringum tíu prósent. Ekki er langt síðan Alfreð Þorsteinsson, stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur, átti fund með Halldóri Ásgrímssyni forsætisráðherra og lýsti yfir áhyggjum af verðhækkunum í kjölfar nýju laganna. Markmið laganna er að jafna orkuverð á landinu og iðnaðarráðherra hefur spurt í pistli á vefsíðu sinni hvort það sé ósanngjarnt að íbúar á suðvesturhorninu taki þátt í jöfnun á orkuverði. Heimili á höfuðborgarsvæðinu greiða að meðaltali í kringum 70 þúsund krónur á ári. Miðað við það má gera ráð fyrir að samanlögð hækkun á höfuðborgarsvæðinu verði á bilinu hálfur til einn milljarður króna. Þórólfur Árnason, fyrrverandi borgarstjóri, sagði fyrr á þessu ári að rætt hefði verið um að greiðslur fyrirtækja og einstaklinga til Orkuveitu Reykjavíkur gætu hækkað um allt að milljarð króna á ári vegna breytinganna. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Skotmennirnir feðgar Erlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Búist er við rúmlega tíu prósenta hækkun raforkuverðs á höfuðborgarsvæðinu um áramót. Samanlögð gjöld gætu þá hækkað um tæpan milljarð króna. Stjórnir Orkuveitu Reykjavíkur og Hitaveitu Suðurnesja komu saman nýlega og ræddu stöðuna en lög sem voru samþykkt á Alþingi í vor gera ráð fyrir að framleiðsla og dreifing raforkukerfisins verði aðskilin og dreifikerfið verði að bera sig sjálft, án stuðnings frá raforkuframleiðslunni. Ellert Eiríksson, stjórnarformaður Hitaveitu Suðurnesja, segir að það stefni í tíu prósenta hækkun á raforkuverði. "Við vorum sagðir svartsýnir þegar lögin voru í undirbúningi og við vöruðum við mikilli hækkun á raforkuverði en það hefur komið í ljós að við vorum ekki nægilega svartsýnir," segir Ellert. "Við sitjum núna yfir útreikningum og erum að reyna að finna leið til að viðskiptavinir okkar fái sem hagstæðasta útkomu en því miður reynist kostnaðurinn sem er búinn til í þessu nýja kerfi meiri en okkar svartsýnustu spár sögðu til um." Samkvæmt heimildum blaðsins stefnir í að hækkanir Orkuveitu Reykjavíkur verði líka í kringum tíu prósent. Ekki er langt síðan Alfreð Þorsteinsson, stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur, átti fund með Halldóri Ásgrímssyni forsætisráðherra og lýsti yfir áhyggjum af verðhækkunum í kjölfar nýju laganna. Markmið laganna er að jafna orkuverð á landinu og iðnaðarráðherra hefur spurt í pistli á vefsíðu sinni hvort það sé ósanngjarnt að íbúar á suðvesturhorninu taki þátt í jöfnun á orkuverði. Heimili á höfuðborgarsvæðinu greiða að meðaltali í kringum 70 þúsund krónur á ári. Miðað við það má gera ráð fyrir að samanlögð hækkun á höfuðborgarsvæðinu verði á bilinu hálfur til einn milljarður króna. Þórólfur Árnason, fyrrverandi borgarstjóri, sagði fyrr á þessu ári að rætt hefði verið um að greiðslur fyrirtækja og einstaklinga til Orkuveitu Reykjavíkur gætu hækkað um allt að milljarð króna á ári vegna breytinganna.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Skotmennirnir feðgar Erlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira