Fordæmi fyrir íhlutun stjórnvalda 16. desember 2004 00:01 Georg Lárusson, forstjóri Útlendingastofnunar, segir fordæmi fyrir því að stjórnvöld hér á landi hafi beitt sér fyrir því að útlendingar fái fyrirgreiðslu hjá stofnuninni, líkt og í tilfelli Bobbys Fishers. Framsalssamningur er í gildi á milli Íslands og Bandaríkjanna og hann reiknar með að gengið hafi verið frá þeim málum áður en íslensk stjórnvöld ákváðu að verða við beiðni Fishers um dvalarleyfi. Útlendingastofnun hefur gefið út staðfestingu á dvalarleyfi Fishers að ósk utanríkis- og dómsmálaráðherra. Telja má harla ólíklegt að skákmeistarinn hefði fengið dvalarleyfi ef til afskipta þeirra hefði ekki komið, enda ekki hlaupið að því fyrir vegabréfalausa útlendinga að fá slíkt leyfi hér á landi. Georg segir þó nokkur dæmi þess að menn hafi fengið dvalarleyfi án vegabréfs hér á landi, en þau séu ekki mörg. Í staðfestingu Útlendingastofnunar kemur ekki fram hvers kyns dvalareyfi er um að ræða, né heldur lengi það verður í gildi. Leiða má að því líkur að ef Fisher óskar eftir flóttamannahæli hér á landi, þurfi stjórnvöld enn á ný að koma að máli því í reglum um hælisveitingu segir að flóttamenn skuli teljast þeir sem í heimalandi sínu séu ofsóttir vegna kynþáttar, trúarbragða, þjóðernis og aðildar að félagasamtökum eða stjórnmálaflokkum. Frá árinu 1998 hafa 380 sótt um en aðeins einn fengið. Meðaltalið er einn af hverjum tíu í Evrópu. Georg segir að fljótt á litið uppfylli Bobby Fischer ekki skilyrði til þess að fá hér pólitískt hæli, en hins vegar sé í lagi að veita honum dvalarleyfi, enda sé þar stór munur á. Eins og kunnugt er hafa Bandaríkjamenn krafist þess að japönsk stjórnvöld framselji Fisher. Framsalssamningur í gildi milli Bandaríkjanna og Íslands og því má ætla að ákvörðun um að veita Fisher dvalarleyfi hér hafi verið tekin með með vitund og samþykki bandarískra stjórnvalda. Georg segir þó sér sé ekki kunnugt um það, en hann gerir ráð fyrir að búið hafi verið mað ganga frá þeim málum. Í jafnræðisreglu Útlendingastofnunar er kveðið á um að einstaklingar standi jafnfætis gangvart þeirri þjónustu sem stofnunin veitir. Í Útlendingalögum segir þó að Útlendingastofnun skuli framfylgja stefnu stjórnvalda hverju sinni. Georg segir það oft hafa komið fyrir að íslensk stjórnvöld hafi komið að máli einstaklinga líkt og nú, en vill þó ekki nefna nein dæmi þar um. Þegar og ef skáksnillingurinn kemur hingað til lands fær hann svokallað útlendinga vegabréf, sem gerir honum kleift að ferðast til annarra landa. Aðgang að heilbrigðiskerfi og tryggingakerfi Íslendinga fær hann lögum samkvæmt eftir sex mánaðar Íslandsdvöl. Bobby Fischer Fréttir Innlent Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Fleiri fréttir Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Sjá meira
Georg Lárusson, forstjóri Útlendingastofnunar, segir fordæmi fyrir því að stjórnvöld hér á landi hafi beitt sér fyrir því að útlendingar fái fyrirgreiðslu hjá stofnuninni, líkt og í tilfelli Bobbys Fishers. Framsalssamningur er í gildi á milli Íslands og Bandaríkjanna og hann reiknar með að gengið hafi verið frá þeim málum áður en íslensk stjórnvöld ákváðu að verða við beiðni Fishers um dvalarleyfi. Útlendingastofnun hefur gefið út staðfestingu á dvalarleyfi Fishers að ósk utanríkis- og dómsmálaráðherra. Telja má harla ólíklegt að skákmeistarinn hefði fengið dvalarleyfi ef til afskipta þeirra hefði ekki komið, enda ekki hlaupið að því fyrir vegabréfalausa útlendinga að fá slíkt leyfi hér á landi. Georg segir þó nokkur dæmi þess að menn hafi fengið dvalarleyfi án vegabréfs hér á landi, en þau séu ekki mörg. Í staðfestingu Útlendingastofnunar kemur ekki fram hvers kyns dvalareyfi er um að ræða, né heldur lengi það verður í gildi. Leiða má að því líkur að ef Fisher óskar eftir flóttamannahæli hér á landi, þurfi stjórnvöld enn á ný að koma að máli því í reglum um hælisveitingu segir að flóttamenn skuli teljast þeir sem í heimalandi sínu séu ofsóttir vegna kynþáttar, trúarbragða, þjóðernis og aðildar að félagasamtökum eða stjórnmálaflokkum. Frá árinu 1998 hafa 380 sótt um en aðeins einn fengið. Meðaltalið er einn af hverjum tíu í Evrópu. Georg segir að fljótt á litið uppfylli Bobby Fischer ekki skilyrði til þess að fá hér pólitískt hæli, en hins vegar sé í lagi að veita honum dvalarleyfi, enda sé þar stór munur á. Eins og kunnugt er hafa Bandaríkjamenn krafist þess að japönsk stjórnvöld framselji Fisher. Framsalssamningur í gildi milli Bandaríkjanna og Íslands og því má ætla að ákvörðun um að veita Fisher dvalarleyfi hér hafi verið tekin með með vitund og samþykki bandarískra stjórnvalda. Georg segir þó sér sé ekki kunnugt um það, en hann gerir ráð fyrir að búið hafi verið mað ganga frá þeim málum. Í jafnræðisreglu Útlendingastofnunar er kveðið á um að einstaklingar standi jafnfætis gangvart þeirri þjónustu sem stofnunin veitir. Í Útlendingalögum segir þó að Útlendingastofnun skuli framfylgja stefnu stjórnvalda hverju sinni. Georg segir það oft hafa komið fyrir að íslensk stjórnvöld hafi komið að máli einstaklinga líkt og nú, en vill þó ekki nefna nein dæmi þar um. Þegar og ef skáksnillingurinn kemur hingað til lands fær hann svokallað útlendinga vegabréf, sem gerir honum kleift að ferðast til annarra landa. Aðgang að heilbrigðiskerfi og tryggingakerfi Íslendinga fær hann lögum samkvæmt eftir sex mánaðar Íslandsdvöl.
Bobby Fischer Fréttir Innlent Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Fleiri fréttir Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Sjá meira