Kaupin á verkum Sigmunds einsdæmi 17. desember 2004 00:01 Samningur upp á 18 milljónir sem forsætisráðuneytið hefur gert við teiknarann Sigmund um kaup á 10 þúsund myndum hans sem birst hafa í Morgunblaðinu hefur vakið talsverða athygli. Fjárhæðin er nærri tvisvar sinnum sú upphæð sem Listasafn Íslands fær á fjárlögum til listaverkakaupa. Ólafur B. Kvaran, forstöðumaður Listasafnsins, segir að sú upphæð hafi farið lækkandi, hafi til skamms tíma verið 12,5 milljónir króna en hafi nú verið lækkuð í 10,8 milljónir. Listfræðingar eru á einu máli um að ekkert fordæmi sé fyrir því að listaverk séu keypt af einum listamanni fyrir slíka fjárhæð. Halldór Björn Runólfsson listfræðingur segir að 18 milljónir séu gríðarlega há fjárhæð í hinum fjárvana íslenska listheimi. Þannig slagar fjárhæðin upp í árlegan rekstrarkostnað Listasafns Akureyrar og er fimm milljjónum hærri en fjárveiting Listasafns Reykjavíkur til listaverkakaupa. Halldór Björn segir að þetta sé út úr öllu korti: "Þegar þetta er borið saman við fjárveitingar ríksins til listaverkakaupa getur maður ekki annað sagt en að þetta sé svívirða." Hannes Sigurðsson, listfræðingur og forstöðumaður Listasafns Akureyrar, segir að engin dæmi séu fyrir slíkum stórkaupum af einum myndlistarmanni: "Sigmund tilheyrir óneitanlega sjónlistum. Var gengið framhjá Listasafni Íslands, sem á lögum samkvæmt að vera til ráðuneytis um listaverkakaup?" Halldór Björn Runólfsson bendir svo á að teikningar Sigmunds hafi birst í Morgunblaðinu og á bókum og upphaflegu teikningarnar hafi ekkert sérstakt gildi. "Þær hafa ekkert ákveðið grafískt gildi." Í fréttatilkynningu forsætisráðuneytisins segir að verk Sigmunds hafi verið keypt í tilefni 60 ára afmælis lýðveldisins Íslands og jafnframt í tengslum við 100 ára afmæli heimastjórnar. Fréttablaðið óskaði eftir viðtali við Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra um þetta mál en hann svaraði ekki skilaboðum þar að lútandi. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Sjá meira
Samningur upp á 18 milljónir sem forsætisráðuneytið hefur gert við teiknarann Sigmund um kaup á 10 þúsund myndum hans sem birst hafa í Morgunblaðinu hefur vakið talsverða athygli. Fjárhæðin er nærri tvisvar sinnum sú upphæð sem Listasafn Íslands fær á fjárlögum til listaverkakaupa. Ólafur B. Kvaran, forstöðumaður Listasafnsins, segir að sú upphæð hafi farið lækkandi, hafi til skamms tíma verið 12,5 milljónir króna en hafi nú verið lækkuð í 10,8 milljónir. Listfræðingar eru á einu máli um að ekkert fordæmi sé fyrir því að listaverk séu keypt af einum listamanni fyrir slíka fjárhæð. Halldór Björn Runólfsson listfræðingur segir að 18 milljónir séu gríðarlega há fjárhæð í hinum fjárvana íslenska listheimi. Þannig slagar fjárhæðin upp í árlegan rekstrarkostnað Listasafns Akureyrar og er fimm milljjónum hærri en fjárveiting Listasafns Reykjavíkur til listaverkakaupa. Halldór Björn segir að þetta sé út úr öllu korti: "Þegar þetta er borið saman við fjárveitingar ríksins til listaverkakaupa getur maður ekki annað sagt en að þetta sé svívirða." Hannes Sigurðsson, listfræðingur og forstöðumaður Listasafns Akureyrar, segir að engin dæmi séu fyrir slíkum stórkaupum af einum myndlistarmanni: "Sigmund tilheyrir óneitanlega sjónlistum. Var gengið framhjá Listasafni Íslands, sem á lögum samkvæmt að vera til ráðuneytis um listaverkakaup?" Halldór Björn Runólfsson bendir svo á að teikningar Sigmunds hafi birst í Morgunblaðinu og á bókum og upphaflegu teikningarnar hafi ekkert sérstakt gildi. "Þær hafa ekkert ákveðið grafískt gildi." Í fréttatilkynningu forsætisráðuneytisins segir að verk Sigmunds hafi verið keypt í tilefni 60 ára afmælis lýðveldisins Íslands og jafnframt í tengslum við 100 ára afmæli heimastjórnar. Fréttablaðið óskaði eftir viðtali við Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra um þetta mál en hann svaraði ekki skilaboðum þar að lútandi.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Sjá meira