Sjö tonn kæst hjá Hafliða Björn Þór Sigbjörnsson skrifar 20. desember 2004 06:00 Helgi og skatan. Stuðst er við áratuga gamla kæsingaraðferð í Fiskbúð Hafliða. Afi Helga stofnaði fyrirtækið og fjórði ættliðurinn er þar við störf. Vísir/GVA "Hér ilmar allt af skötu," segir Helgi Helgason í Fiskbúð Hafliða og brosir. Hann er vanur lyktinni, sem sumir kalla fýlu, enda staðið í skötuverkun um árabil. Afi hans, Hafliði Baldvinsson, stofnaði fyrirtækið árið 1927 og eru Helgi og bróðir hans þriðji ættliðurinn í rekstrinum. Og fjórði ættliðurinn hóf störf fyrir áratug. Skötuverkunin er byggð á gömlum grunni og eins og gengur er aðferðin leyndarmál. "Hún kemur vestan úr Djúpi, þaðan sem afi er," segir Helgi og er ófáanlegur til að segja meira um hvernig málum er háttað, utan hvað mikilvægt er að skatan komist aldrei í snertingu við vökvann því þá vatnsúldnar hún sem vitaskuld er ómögulegt. Þó dregst upp úr honum að kæsing standi í þrjá mánuði. Helgi og félagar í Fiskbúð Hafliða kæsa heil sjö tonn af skötu þetta árið og segir hann nokkurn stíganda í neyslunni. "Þetta fer hægt og sígandi upp á við. Unga fólkið er ekkert voðalega hrifið fyrst en það er svo merkilegt að þetta lærist eins og annað." Sjálfur borðar Helgi skötuna af bestu lyst en lætur duga að gera það einu sinni á ári. "Þetta er bara hluti af jólunum og auðvitað fylgi ég straumnum. Ég gæti hins vegar ekki borðað hana oftar út af börnunum mínum," segir hann. Kröfur nútímans banna að skötunni sé skellt í fiskborð stórmarkaðanna eins og var og því er henni pakkað í loftþéttar umbúðir svo lyktin smitist ekki í aðrar vörur. Helgi fullyrðir að gæðin tapist ekki þó þannig sé að málum staðið, allt bragð sé á sínum stað. Annars gælir hann við að geta eldað skötuna fyrir fólk og komið henni haganlega fyrir í neytendavænum umbúðum þannig að hægt sé að stinga henni beint í örbylgjuna í mínútu eða svo til að hita upp. Væri það í takt við aðra þróun í matvælaframleiðslu þar sem stefnan er að spara neytendum vinnu í eldhúsinu. Stefnir hann á að bjóða skötuna með þessum hætti eftir ár eða tvö. Unga fólkið er margt hvert nútímalegt og ber skötuna fram með hvítlauk og steinselju en sjálfur borðar Helgi hana með vestfirskum hnoðmör uppá gamla mátann. Innlent Jólamatur Menning Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Sjá meira
"Hér ilmar allt af skötu," segir Helgi Helgason í Fiskbúð Hafliða og brosir. Hann er vanur lyktinni, sem sumir kalla fýlu, enda staðið í skötuverkun um árabil. Afi hans, Hafliði Baldvinsson, stofnaði fyrirtækið árið 1927 og eru Helgi og bróðir hans þriðji ættliðurinn í rekstrinum. Og fjórði ættliðurinn hóf störf fyrir áratug. Skötuverkunin er byggð á gömlum grunni og eins og gengur er aðferðin leyndarmál. "Hún kemur vestan úr Djúpi, þaðan sem afi er," segir Helgi og er ófáanlegur til að segja meira um hvernig málum er háttað, utan hvað mikilvægt er að skatan komist aldrei í snertingu við vökvann því þá vatnsúldnar hún sem vitaskuld er ómögulegt. Þó dregst upp úr honum að kæsing standi í þrjá mánuði. Helgi og félagar í Fiskbúð Hafliða kæsa heil sjö tonn af skötu þetta árið og segir hann nokkurn stíganda í neyslunni. "Þetta fer hægt og sígandi upp á við. Unga fólkið er ekkert voðalega hrifið fyrst en það er svo merkilegt að þetta lærist eins og annað." Sjálfur borðar Helgi skötuna af bestu lyst en lætur duga að gera það einu sinni á ári. "Þetta er bara hluti af jólunum og auðvitað fylgi ég straumnum. Ég gæti hins vegar ekki borðað hana oftar út af börnunum mínum," segir hann. Kröfur nútímans banna að skötunni sé skellt í fiskborð stórmarkaðanna eins og var og því er henni pakkað í loftþéttar umbúðir svo lyktin smitist ekki í aðrar vörur. Helgi fullyrðir að gæðin tapist ekki þó þannig sé að málum staðið, allt bragð sé á sínum stað. Annars gælir hann við að geta eldað skötuna fyrir fólk og komið henni haganlega fyrir í neytendavænum umbúðum þannig að hægt sé að stinga henni beint í örbylgjuna í mínútu eða svo til að hita upp. Væri það í takt við aðra þróun í matvælaframleiðslu þar sem stefnan er að spara neytendum vinnu í eldhúsinu. Stefnir hann á að bjóða skötuna með þessum hætti eftir ár eða tvö. Unga fólkið er margt hvert nútímalegt og ber skötuna fram með hvítlauk og steinselju en sjálfur borðar Helgi hana með vestfirskum hnoðmör uppá gamla mátann.
Innlent Jólamatur Menning Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Sjá meira