Hvít jól um allt land 20. desember 2004 00:01 "Spár hafa hægt og sígandi verið að styrkjast í þá átt að það verði hvít jól um allt land og vindur í sæmilegu lágmarki," segir Sigurður Ragnarsson veðurfræðingur, eða Siggi stormur eins og hann er oft uppnefndur. Sigurður segir að eftir skammvinn hlýindi í dag muni snöggkólna og það megi búast við fimbulkulda á Þorláksmessu. "Frostið verður sennilega á bilinu tíu til tuttugu stig, kaldast austur á fjörðum og inn til landsins en ætli við megum ekki glíma við tíu til tólf stiga frost hér í bænum." Sigurður segir að á aðfangadagskvöld sé jafnvel von á fallegum jólasnjó um allt land og hann muni halda sér fram á annan í jólum þegar það hlýnar aftur. "Þá verður reyndar frost fyrir norðan en frostlaust með suðurströndinni." Séra Vigfús Þór Árnason, sóknarprestur í Grafarvogskirkju, fagnar spánni og finnst það hátíðlegt þegar hvít þekja er yfir jörðu á jólunum. "Það snjóaði til dæmis um daginn og ég var að horfa á trén út um gluggann og þau voru óskaplega falleg. Ég held að Ameríkaninn myndi gera mikið til að fá svona "White Christmas" eins og segir í laginu." Vigfús segir að gott veður á jólunum sé ekki alltaf komið undir veðurguðunum. "Það er alltaf gott veður á jólunum sama hvernig viðrar því það er gott veður í lundinni. Fyrir mér koma jólin alltaf þegar kórinn gengur inn á kirkjugólfið í Grafarvogskirkju með kertaljós og syngur Sjá himins opnast hlið. Þá er maður búinn að gleyma hvort það er hvít jörð eða rauð." Séra Vigfús telur að veðurfarið hafi ekki mikil áhrif á kirkjusókn um jólin. "Ég man þegar ég var prestur á Siglufirði og það var slíkt fárviðri að maður kom varla auga á kirkjuna á leið til hennar, en hún var engu að síður full af fólki. Það er alltaf þéttsetið í kirkju á jólum sama hvernig viðrar." VEÐRIÐ UM JÓLIN. Veðrið klukkan 18 á aðfangadag á nokkrum stöðum um landið undanfarin fjögur ár. Fréttir Innlent Veður Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Gjörólíkt gengi frá kosningum Innlent Fleiri fréttir Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sjá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Sjá meira
"Spár hafa hægt og sígandi verið að styrkjast í þá átt að það verði hvít jól um allt land og vindur í sæmilegu lágmarki," segir Sigurður Ragnarsson veðurfræðingur, eða Siggi stormur eins og hann er oft uppnefndur. Sigurður segir að eftir skammvinn hlýindi í dag muni snöggkólna og það megi búast við fimbulkulda á Þorláksmessu. "Frostið verður sennilega á bilinu tíu til tuttugu stig, kaldast austur á fjörðum og inn til landsins en ætli við megum ekki glíma við tíu til tólf stiga frost hér í bænum." Sigurður segir að á aðfangadagskvöld sé jafnvel von á fallegum jólasnjó um allt land og hann muni halda sér fram á annan í jólum þegar það hlýnar aftur. "Þá verður reyndar frost fyrir norðan en frostlaust með suðurströndinni." Séra Vigfús Þór Árnason, sóknarprestur í Grafarvogskirkju, fagnar spánni og finnst það hátíðlegt þegar hvít þekja er yfir jörðu á jólunum. "Það snjóaði til dæmis um daginn og ég var að horfa á trén út um gluggann og þau voru óskaplega falleg. Ég held að Ameríkaninn myndi gera mikið til að fá svona "White Christmas" eins og segir í laginu." Vigfús segir að gott veður á jólunum sé ekki alltaf komið undir veðurguðunum. "Það er alltaf gott veður á jólunum sama hvernig viðrar því það er gott veður í lundinni. Fyrir mér koma jólin alltaf þegar kórinn gengur inn á kirkjugólfið í Grafarvogskirkju með kertaljós og syngur Sjá himins opnast hlið. Þá er maður búinn að gleyma hvort það er hvít jörð eða rauð." Séra Vigfús telur að veðurfarið hafi ekki mikil áhrif á kirkjusókn um jólin. "Ég man þegar ég var prestur á Siglufirði og það var slíkt fárviðri að maður kom varla auga á kirkjuna á leið til hennar, en hún var engu að síður full af fólki. Það er alltaf þéttsetið í kirkju á jólum sama hvernig viðrar." VEÐRIÐ UM JÓLIN. Veðrið klukkan 18 á aðfangadag á nokkrum stöðum um landið undanfarin fjögur ár.
Fréttir Innlent Veður Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Gjörólíkt gengi frá kosningum Innlent Fleiri fréttir Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sjá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Sjá meira