Útgerðin krefur olíufélögin bóta 22. desember 2004 00:01 Stjórn Landssambands íslenskra útvegsmanna hefur farið fram á viðræður við olíufélögin um skaðabætur vegna verðsamráðs þeirra. Þetta var ákveðið á fundi stjórnarinnar fyrir skömmu þar sem álit lögfræðings á möguleikum útgerðarmanna á skaðabótum var lagt fram. Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ, segir að samkvæmt álitinu geti útgerðirnar farið í skaðabótamál telji þær sig geta sýnt fram á að hafa orðið fyrir tjóni vegna samráðsins. Einnig komi þar fram að fordæmi séu fyrir því að svipuð mál hafi verið dæmd að álitum, það er eftir mati á tjóninu. Friðrik segist vona að viðræður við olíufélögin hefjist fljótlega. Þá komi í ljós hvort þau séu tilbúin til að ljúka málinu með samkomulagi. Það sé ósk útvegsmanna. Ef það gangi ekki verði þeir hins vegar að skoða næsta skref. Útgerðarfélög eru líklega stærsti viðskiptavinur olíufélaganna og hefur LÍÚ um árabil gagnrýnt verðlagningu á skipaolíu og talið verð á henni óeðlilega hátt í samanburði við verð í nágrannalöndunum. Félögin hafa því reynt að knýja fram lækkun, meðal annars með því að versla við norska olíufélagið Statoil. Fram kemur í niðurstöðu samkeppnisráðs að íslensku olíufélögin þrjú hafi þvingað Statoil til að hækka olíuverð til íslenskra skipa í Færeyjum svo þau hættu að kaupa olíu þar. Friðrik J. Arngrímsson hefur sagt ljóst að útvegsmenn hafi tapað miklum fjármunum á samráði olíufélaganna. Í samtali við Sjónvarpið í haust sagði hann að verðsamráð olíufélaganna eins og það birtist í niðurstöðu samkeppnisráðs virtist á köflum reyfarakennt og sér fyndist málið sorglegt. Olíufélögin þyrftu því að reyna að byggja upp traust gagnvart viðskiptavinum sínum að nýju. Fréttir Innlent Lög og regla Samráð olíufélaga Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Sigríður Björk segir af sér Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Innlent Fleiri fréttir Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Sjá meira
Stjórn Landssambands íslenskra útvegsmanna hefur farið fram á viðræður við olíufélögin um skaðabætur vegna verðsamráðs þeirra. Þetta var ákveðið á fundi stjórnarinnar fyrir skömmu þar sem álit lögfræðings á möguleikum útgerðarmanna á skaðabótum var lagt fram. Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ, segir að samkvæmt álitinu geti útgerðirnar farið í skaðabótamál telji þær sig geta sýnt fram á að hafa orðið fyrir tjóni vegna samráðsins. Einnig komi þar fram að fordæmi séu fyrir því að svipuð mál hafi verið dæmd að álitum, það er eftir mati á tjóninu. Friðrik segist vona að viðræður við olíufélögin hefjist fljótlega. Þá komi í ljós hvort þau séu tilbúin til að ljúka málinu með samkomulagi. Það sé ósk útvegsmanna. Ef það gangi ekki verði þeir hins vegar að skoða næsta skref. Útgerðarfélög eru líklega stærsti viðskiptavinur olíufélaganna og hefur LÍÚ um árabil gagnrýnt verðlagningu á skipaolíu og talið verð á henni óeðlilega hátt í samanburði við verð í nágrannalöndunum. Félögin hafa því reynt að knýja fram lækkun, meðal annars með því að versla við norska olíufélagið Statoil. Fram kemur í niðurstöðu samkeppnisráðs að íslensku olíufélögin þrjú hafi þvingað Statoil til að hækka olíuverð til íslenskra skipa í Færeyjum svo þau hættu að kaupa olíu þar. Friðrik J. Arngrímsson hefur sagt ljóst að útvegsmenn hafi tapað miklum fjármunum á samráði olíufélaganna. Í samtali við Sjónvarpið í haust sagði hann að verðsamráð olíufélaganna eins og það birtist í niðurstöðu samkeppnisráðs virtist á köflum reyfarakennt og sér fyndist málið sorglegt. Olíufélögin þyrftu því að reyna að byggja upp traust gagnvart viðskiptavinum sínum að nýju.
Fréttir Innlent Lög og regla Samráð olíufélaga Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Sigríður Björk segir af sér Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Innlent Fleiri fréttir Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Sjá meira