Borgin sameinist ekki Kjósarhreppi 23. desember 2004 00:01 Reykjavíkurborg mælir ekki með því að kosið verði um sameiningu borgarinnar við Kjósarhrepp í allsherjarkosningu um sameiningu sveitarfélaga sem verður eftir fjóra mánuði. Mörg önnur sveitarfélög víða um land hafna einnig sameiningartillögu. Áformað er að stór hluti þjóðarinnar gangi að kjörborðinu þann 23. apríl næstkomandi til að kjósa um sameiningu sveitarfélaga. Sameiningarnefnd lagði fram tillögur í haust sem miða við að sveitarfélögum fækki úr liðlega eitthundrað niður í um fjörutíu. Sveitarstjórnum og almenningi var síðan gefinn frestur til 1. desember til að segja álit sitt á tillögunum. Nefndin situr nú yfir umsögnum en mun síðan um miðjan janúar setja fram endanlegar tillögur sem kosið verður um í vor samkvæmt upplýsingum verkefnisstjóra, Róberts Ragnarssonar. Miðað við framkomnar umsagnir er víða tregða til sameiningar. Samkvæmt upphaflegri tillögu hefði fjölmennasta kosningin farið fram í Reykjavík en gert var ráð fyrir því að kosið yrði um sameiningu Reykjavíkur og Kjósarhrepps. Nú hefur borgarstjóri hins vegar lýst því að hann mæli ekki með því að kosið verði um þá sameiningu. Þá hefur Álftanes hafnað því að kosið verði um sameiningu við Garðabæ. Á Suðurnesjum hefur Reykjanesbær einn líst yfir stuðningi við allsherjarsameiningu þar. Garðurinn hefur þegar hafnað slíkri kosningu og sömuleiðis er talið að andstaða sé í Grindavík og Sandgerði. Á Vesturlandi er byltingarkennsta tillagan sú að sameina Snæfellsnes þannig að Ólafsvík, Grundarfjörður og Stykkishólmur verði öll eitt sveitarfélag en formleg afstaða þeirra liggur ekki fyrir. Á Vestfjörðum telja Tálknfirðingar ekki tímabært að kjósa um sameiningu við Vesturbyggð fyrr en niðurstaða er fengin í hvaða verkefni verða flutt milli ríkis og sveitarfélaga. Súðavíkurhreppur hafnar sameiningu við Ísafjarðarbæ en Bolungarvík gerir ekki athugasemd við að kosið verði um slíka sameiningu. Á Ströndum hafnar Kaldrananeshreppur, en þar er Drangsnes, sameiningu við nærsveitir. Skagabyggð, lítill sveitahreppur milli Blönduóss og Skagastrandar, hafnar sameiningu með þeim orðum að menn eigi að hætta þessu sameiningarbrölti. Í Eyjafirði stefnir í að kosið verði um sameiningu allra sveitarfélaga á svæðinu í eitt, þar með Siglufjarðar og Grímseyjar. Í Þingeyjarsýslum vekur athygli að Öxarfjarðarhreppur og Raufarhafnarhreppur hafna sameiningu þeirra tveggja en vilja þess í stað mun stærri sameiningu við Húsavík og Mývatnssveit. Á Austfjörðum hafna bæði Breiðdalsvík og Djúpvogur sameiningu þeirra tveggja og í Vestur-Skaftafellssýslu hafnar Skaftárhreppur sameiningu við Mýrdalshrepp. Sveitarfélög í Árnessýslu hafa ekki gert athugasemd við að kosið verði um víðtæka sameiningu innan sýslunnar í aðeins tvö sveitarfélög, uppsveitir og lágsveitir, en það myndi þýða að Selfoss, Hveragerði og Þorlákshöfn rynnu saman í eitt. Fréttir Innlent Stj.mál Sveitarstjórnarmál Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Fleiri fréttir Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Sjá meira
Reykjavíkurborg mælir ekki með því að kosið verði um sameiningu borgarinnar við Kjósarhrepp í allsherjarkosningu um sameiningu sveitarfélaga sem verður eftir fjóra mánuði. Mörg önnur sveitarfélög víða um land hafna einnig sameiningartillögu. Áformað er að stór hluti þjóðarinnar gangi að kjörborðinu þann 23. apríl næstkomandi til að kjósa um sameiningu sveitarfélaga. Sameiningarnefnd lagði fram tillögur í haust sem miða við að sveitarfélögum fækki úr liðlega eitthundrað niður í um fjörutíu. Sveitarstjórnum og almenningi var síðan gefinn frestur til 1. desember til að segja álit sitt á tillögunum. Nefndin situr nú yfir umsögnum en mun síðan um miðjan janúar setja fram endanlegar tillögur sem kosið verður um í vor samkvæmt upplýsingum verkefnisstjóra, Róberts Ragnarssonar. Miðað við framkomnar umsagnir er víða tregða til sameiningar. Samkvæmt upphaflegri tillögu hefði fjölmennasta kosningin farið fram í Reykjavík en gert var ráð fyrir því að kosið yrði um sameiningu Reykjavíkur og Kjósarhrepps. Nú hefur borgarstjóri hins vegar lýst því að hann mæli ekki með því að kosið verði um þá sameiningu. Þá hefur Álftanes hafnað því að kosið verði um sameiningu við Garðabæ. Á Suðurnesjum hefur Reykjanesbær einn líst yfir stuðningi við allsherjarsameiningu þar. Garðurinn hefur þegar hafnað slíkri kosningu og sömuleiðis er talið að andstaða sé í Grindavík og Sandgerði. Á Vesturlandi er byltingarkennsta tillagan sú að sameina Snæfellsnes þannig að Ólafsvík, Grundarfjörður og Stykkishólmur verði öll eitt sveitarfélag en formleg afstaða þeirra liggur ekki fyrir. Á Vestfjörðum telja Tálknfirðingar ekki tímabært að kjósa um sameiningu við Vesturbyggð fyrr en niðurstaða er fengin í hvaða verkefni verða flutt milli ríkis og sveitarfélaga. Súðavíkurhreppur hafnar sameiningu við Ísafjarðarbæ en Bolungarvík gerir ekki athugasemd við að kosið verði um slíka sameiningu. Á Ströndum hafnar Kaldrananeshreppur, en þar er Drangsnes, sameiningu við nærsveitir. Skagabyggð, lítill sveitahreppur milli Blönduóss og Skagastrandar, hafnar sameiningu með þeim orðum að menn eigi að hætta þessu sameiningarbrölti. Í Eyjafirði stefnir í að kosið verði um sameiningu allra sveitarfélaga á svæðinu í eitt, þar með Siglufjarðar og Grímseyjar. Í Þingeyjarsýslum vekur athygli að Öxarfjarðarhreppur og Raufarhafnarhreppur hafna sameiningu þeirra tveggja en vilja þess í stað mun stærri sameiningu við Húsavík og Mývatnssveit. Á Austfjörðum hafna bæði Breiðdalsvík og Djúpvogur sameiningu þeirra tveggja og í Vestur-Skaftafellssýslu hafnar Skaftárhreppur sameiningu við Mýrdalshrepp. Sveitarfélög í Árnessýslu hafa ekki gert athugasemd við að kosið verði um víðtæka sameiningu innan sýslunnar í aðeins tvö sveitarfélög, uppsveitir og lágsveitir, en það myndi þýða að Selfoss, Hveragerði og Þorlákshöfn rynnu saman í eitt.
Fréttir Innlent Stj.mál Sveitarstjórnarmál Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Fleiri fréttir Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Sjá meira