Magn eða gæði? 29. desember 2004 00:01 Hið árlega jólabókaflóð hefur verið með hvassara móti þetta árið en oft áður. Auglýsingaherferðir hafa verið skrumkenndari og óvægnari en hingað til hefur sést og samkeppnin virðist í allan stað harðari, bæði hvað varðar innlend skáldverk og þýdd. Það var mikið gefið út af bókum núna og má segja að að árið hafi fremur einkennst af magni en gæðum, svona stórt á litið. Við sem höfum verið að lesa, ekki til að dæma bækurnar, heldur vegna þess að við getum ekki annað, höfum verið eins og hakkamaskínur til þess að komast yfir ósköpin og höfum kannski nokkuð aðra skoðun á því hvaða bækur ættu að vera tilnefndar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna - eða Bókmennta-Edduna. Það er eiginlega einkennilegt að aðrir en forleggjarar Eddu miðlunar skuli nenna að taka þátt í þessum verðlaunaskrípaleik ár eftir ár því slagsíðan hefur sjaldan verið eins áberandi og nú. Átta af tíu bókum sem tilnefndar eru, eru gefnar út hjá Eddu miðlun. Þess vegna verður hver og einn að koma sér upp sínum eigin lista og minn tilnefningalisti yfir skáldverk liti svona út: Andræði eftir Sigfús Bjartmarsson, Karitas eftir Kristínu Marju Baldursdóttur, Flóttinn eftir Sindra Freysson, Samkvæmisleikir eftir Braga Ólafsson og Bítlaávarpið eftir Einar Má Guðmundsson. Hvað fræði og bækur almenns efnis, hefði ég valið Halldór eftir Halldór Guðmundsson, Barn að eiliífu eftir Sigmund Erni Rúnarsson, Héðinn eftir Matthías Viðar Sæmundsson, Íslendinga eftir Unni Jökulsdóttur og Andlit norðursins eftir Ragnar Axelsson. Ekki þar fyrir, það eru fleiri bækur all athyglisverðar. Skáldsaga Kristínar Ómarsdóttur, Hér, verðlaunasaga Auðar Ólafsdóttur, Rigning í nóvember, Rauð mold eftir Úlfar Þormóðsson og Sakleysingjarnir eftir Ólaf Jóhann Ólafsson eru allt skáldsögur sem eru þaulhugsaðar, vel skrifaðar og virkilega ánægjulegar aflestrar. Einnig komu ýmsir yngri höfundar á óvart, einkum Steinar Bragi með Sólskinsfólkið, Hermann Stefánsson með Níu þjófalykla - og ekki síst Jökull Valsson með Börnin í Húmdölum. Sá síðastnefndi er höfundur sem spennandi verður að fylgjast með á komandi árum. Þessi fyrsta bók hans, einstök og alíslensk hrollvekja, lofar það góðu að líklega þarf enginn að óttast að hann leggi pennann á hilluna. Það merkilega er að bækur þessara yngri höfunda hafa lítið verið í umræðunni á meðan flóðbylgjan gekk yfir. Kannski er það kostur fyrir þá. Almenningur fær þá að uppgötva þá í rólegheitum - og fátt er skemmtilegra en að uppgötva perlur sem maður hefur, af einhverjum ástæðum, misst af í lífsins gauragangi. Af þýddum skáldsögum verður að segjast eins og er að þar eru þrjár bækur í sérflokki: Belladonna skjalið, Englar og djöflar og Dante klúbburinn - og í þessari röð. Ég fer ekki ofan af því að mér fannst Belladonna skjalið best af þeim þremur - sem er smekksatriði, en um það snýst þetta jú allt. Súsanna Svavarsdóttir - sussa@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Í brennidepli Súsanna Svavarsdóttir Mest lesið Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Hið árlega jólabókaflóð hefur verið með hvassara móti þetta árið en oft áður. Auglýsingaherferðir hafa verið skrumkenndari og óvægnari en hingað til hefur sést og samkeppnin virðist í allan stað harðari, bæði hvað varðar innlend skáldverk og þýdd. Það var mikið gefið út af bókum núna og má segja að að árið hafi fremur einkennst af magni en gæðum, svona stórt á litið. Við sem höfum verið að lesa, ekki til að dæma bækurnar, heldur vegna þess að við getum ekki annað, höfum verið eins og hakkamaskínur til þess að komast yfir ósköpin og höfum kannski nokkuð aðra skoðun á því hvaða bækur ættu að vera tilnefndar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna - eða Bókmennta-Edduna. Það er eiginlega einkennilegt að aðrir en forleggjarar Eddu miðlunar skuli nenna að taka þátt í þessum verðlaunaskrípaleik ár eftir ár því slagsíðan hefur sjaldan verið eins áberandi og nú. Átta af tíu bókum sem tilnefndar eru, eru gefnar út hjá Eddu miðlun. Þess vegna verður hver og einn að koma sér upp sínum eigin lista og minn tilnefningalisti yfir skáldverk liti svona út: Andræði eftir Sigfús Bjartmarsson, Karitas eftir Kristínu Marju Baldursdóttur, Flóttinn eftir Sindra Freysson, Samkvæmisleikir eftir Braga Ólafsson og Bítlaávarpið eftir Einar Má Guðmundsson. Hvað fræði og bækur almenns efnis, hefði ég valið Halldór eftir Halldór Guðmundsson, Barn að eiliífu eftir Sigmund Erni Rúnarsson, Héðinn eftir Matthías Viðar Sæmundsson, Íslendinga eftir Unni Jökulsdóttur og Andlit norðursins eftir Ragnar Axelsson. Ekki þar fyrir, það eru fleiri bækur all athyglisverðar. Skáldsaga Kristínar Ómarsdóttur, Hér, verðlaunasaga Auðar Ólafsdóttur, Rigning í nóvember, Rauð mold eftir Úlfar Þormóðsson og Sakleysingjarnir eftir Ólaf Jóhann Ólafsson eru allt skáldsögur sem eru þaulhugsaðar, vel skrifaðar og virkilega ánægjulegar aflestrar. Einnig komu ýmsir yngri höfundar á óvart, einkum Steinar Bragi með Sólskinsfólkið, Hermann Stefánsson með Níu þjófalykla - og ekki síst Jökull Valsson með Börnin í Húmdölum. Sá síðastnefndi er höfundur sem spennandi verður að fylgjast með á komandi árum. Þessi fyrsta bók hans, einstök og alíslensk hrollvekja, lofar það góðu að líklega þarf enginn að óttast að hann leggi pennann á hilluna. Það merkilega er að bækur þessara yngri höfunda hafa lítið verið í umræðunni á meðan flóðbylgjan gekk yfir. Kannski er það kostur fyrir þá. Almenningur fær þá að uppgötva þá í rólegheitum - og fátt er skemmtilegra en að uppgötva perlur sem maður hefur, af einhverjum ástæðum, misst af í lífsins gauragangi. Af þýddum skáldsögum verður að segjast eins og er að þar eru þrjár bækur í sérflokki: Belladonna skjalið, Englar og djöflar og Dante klúbburinn - og í þessari röð. Ég fer ekki ofan af því að mér fannst Belladonna skjalið best af þeim þremur - sem er smekksatriði, en um það snýst þetta jú allt. Súsanna Svavarsdóttir - sussa@frettabladid.is
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar