Reglur tilbúnar fyrir áramót 28. október 2005 03:30 Hrafnkell V. Gíslason forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar, segir stærri fjarskiptafyrirtækið meðvituð um skyldur sínar varðandi öryggi fjarskipta. Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar, segir unnið að því að fara yfir lagaákvæði sem lúta að vernd fjarskipta og starfsháttum fjarskiptafyrirtækja með það fyrir augum að búa hugsanlega til vinnureglur þar að lútandi. Þetta er gert í kjölfar þess að Sturla Böðvarsson samgönguráðherra fól stofnuninni að bregðast sérstaklega við vegna frétta í Fréttablaðinu um upphaf Baugsmálsins, en þær byggðu á skjölum sem blaðið komst yfir. Hrafnkell áréttar að hugsanlegum leka á töluvpósti Jónínu Benediktsdóttur hafi ekki verið vísað til stofnunarinnar. "Og mér vitanlega hefur hún ekki kosið að kæra ólöglegan aðgang að tölvupósti sínum til yfirvalda, hvorki til okkar né lögreglu," segir hann. Í vinnu stofnunarinnar nú er aðallega horft til 47. greinar fjarskiptalaga um öryggi og þagnarskyldu. Þar segir að fjarskiptafyrirtæki skuli gera viðeigandi ráðstafanir til að tryggja öryggi fjarskiptanna. "Og við vinnum að því að setja upp annað hvort reglur eða leiðbeiningar um með hvaða hætti við munum framfylgja þessu í framtíðinni." Hrafnkell vonast til að þessari vinnu ljúki fyrir áramót, en fyrirtækjum verður gefinn kostur á að koma að athugasemdum áður en nýjar reglur taka gildi. Í starfi nefndar sem samgönguráðherra skipaði í maí til að fara yfir öryggi fjarskiptakerfa segir Hrafnkell að fram hafi komið í heimsóknum til fyrirtækja að þau séu mjög meðvituð um mikilvægi öryggismála og vinni öll að því kerfisbundið að viðhalda og efla öryggi. Hann kveðst ekki muna til þess að upp hafi komið mál þar sem starfsmenn fyrirtækja lækju upplýsingum. Innlent Tækni Mest lesið „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fleiri fréttir Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru Sjá meira
Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar, segir unnið að því að fara yfir lagaákvæði sem lúta að vernd fjarskipta og starfsháttum fjarskiptafyrirtækja með það fyrir augum að búa hugsanlega til vinnureglur þar að lútandi. Þetta er gert í kjölfar þess að Sturla Böðvarsson samgönguráðherra fól stofnuninni að bregðast sérstaklega við vegna frétta í Fréttablaðinu um upphaf Baugsmálsins, en þær byggðu á skjölum sem blaðið komst yfir. Hrafnkell áréttar að hugsanlegum leka á töluvpósti Jónínu Benediktsdóttur hafi ekki verið vísað til stofnunarinnar. "Og mér vitanlega hefur hún ekki kosið að kæra ólöglegan aðgang að tölvupósti sínum til yfirvalda, hvorki til okkar né lögreglu," segir hann. Í vinnu stofnunarinnar nú er aðallega horft til 47. greinar fjarskiptalaga um öryggi og þagnarskyldu. Þar segir að fjarskiptafyrirtæki skuli gera viðeigandi ráðstafanir til að tryggja öryggi fjarskiptanna. "Og við vinnum að því að setja upp annað hvort reglur eða leiðbeiningar um með hvaða hætti við munum framfylgja þessu í framtíðinni." Hrafnkell vonast til að þessari vinnu ljúki fyrir áramót, en fyrirtækjum verður gefinn kostur á að koma að athugasemdum áður en nýjar reglur taka gildi. Í starfi nefndar sem samgönguráðherra skipaði í maí til að fara yfir öryggi fjarskiptakerfa segir Hrafnkell að fram hafi komið í heimsóknum til fyrirtækja að þau séu mjög meðvituð um mikilvægi öryggismála og vinni öll að því kerfisbundið að viðhalda og efla öryggi. Hann kveðst ekki muna til þess að upp hafi komið mál þar sem starfsmenn fyrirtækja lækju upplýsingum.
Innlent Tækni Mest lesið „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fleiri fréttir Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru Sjá meira