Karlaveldið bregst við kvennabaráttu Drífa Snædal skrifar 3. nóvember 2005 06:00 Þegar kvennabaráttan nær hámarki byrja hjól karlveldisins að snúast líka á fullum hraða. Þegar konur styrkja baráttuandann og sýna svo ekki verður um villst samstöðuna sem felst í kröfunni um jafnrétti er gerð tilraun til að berja hana niður jafnóðum. Ekki svo að skilja að áþreifanlegt karlveldi rísi upp og segist vera á móti jafnrétti - nei, það segir það enginn berum orðum heldur eru gömlu aðferðirnar notaðar. Blöð fyllast af skilaboðum um að konur séu hamingjusamastar léttklæddar - með góða fyrirvinnu - í hjónabandi og inni á heimilunum. Þetta er svo fyrirsjáanlegt að það er næstum fyndið. Þegar konur kröfðust kosningaréttar í upphafi síðustu aldar birtist andstaðan í því að konur ættu ekki að skíta sig út á pólitík. Konur væru svo upphafnar verur að þær ættu að einbeita sér að göfugri störfum svo sem barnauppeldi og velgjörðarstörfum. Þegar rauðsokkurnar létu til sín taka var viðkvæðið að stéttabaráttan kæmi fyrst og róttækar konur ættu að einbeita sér að henni. Auk þess væru kvenfrelsiskonur ljótar, rasssíðar kerlingar í mussum, sem enginn vildi líta við. Í dag upplifum við enn byr kvennabaráttu og viðbrögðin láta ekki á sér standa. Sumir telja femínisma vera blótsyrði og konur birtast á síðum blaðanna léttklæddari en veðráttan hér á landi hefur nokkurn tímann gefið tilefni til. Á forsíðu tímaritsins Sirkus má sjá bera konu og yfirskriftin er "ég er alger hnakkamella - Brynja Björk er nútímakona". Inni í blaðinu má svo lesa að draumadagur Brynju sé kynlíf með heitum gaur kvölds og morgna en þess á milli sé farið í Kringluna með kreditkort kærastans. Sem sagt - Mikael Torfason og hinir karlarnir á ritstjórninni telja nútímakonuna illa klædda, lifandi á kærastanum og alltaf tilbúna. Karlveldið "strikes again". Hinir sjálfskipuðu varðhundar karlveldisins gera örvæntingarfulla tilraun til að minna á sig og sýna krampakennd átök valdakerfis í dauðateygjunum. "Hvað verður um okkur ef konur fá að vaða uppi með sínar kröfur?" Karlar hagnast á kynjuðu valdakerfi á meðan konur tapa á því. Karlar hagnast á hjónabandi, þeir lifa lengur og fá hærri laun en ella, á meðan konur tapa á hjónabandi samkvæmt sömu viðmiðum. Karlar geta keypt sér aðgang að konum, á meðan konur eru settar til sýnis og reiddar fram sem gjaldmiðill. Einhverjir telja sig greinilega hafa hag af því að viðhalda karlveldinu á meðan fleiri og fleiri karlar vilja afsala sér þessum forréttindum í þágu mannréttinda - eða eigum við að segja kvenréttinda. Við sem vorum niðri í miðborg Reykjavíkur 24. október vitum að nútímakonan krefst jafnréttis. Nútímakonan er skynsamlega klædd, vel menntuð, sækir fram á vinnumarkaði og krefst þátttöku í stjórnun fyrirtækja og landsins. Nútímakonan hafnar því að vera auglýst sem neysluvara fyrir karlmenn og ætlar að útrýma kynbundnu ofbeldi í allri mynd. Nútímakonan er sterk og greinileg ógnun fyrir karlveldið sem þrátt fyrir örvæntingafullar tilraunir til að viðhalda ömurlegu kerfi er á undanhaldi. Við sjáum sporðaköstin allt í kringum okkur og þau verða aumkunarverðari með hverju árinu sem líður, eftir því sem kvenfrelsi vindur fram. Tökum eftir andstöðunni við kvenfrelsi, berjumst fyrir jafnrétti og hlæjum að varðhundunum þegar jafnrétti er náð. Höfundur er ritari Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Mest lesið Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar kvennabaráttan nær hámarki byrja hjól karlveldisins að snúast líka á fullum hraða. Þegar konur styrkja baráttuandann og sýna svo ekki verður um villst samstöðuna sem felst í kröfunni um jafnrétti er gerð tilraun til að berja hana niður jafnóðum. Ekki svo að skilja að áþreifanlegt karlveldi rísi upp og segist vera á móti jafnrétti - nei, það segir það enginn berum orðum heldur eru gömlu aðferðirnar notaðar. Blöð fyllast af skilaboðum um að konur séu hamingjusamastar léttklæddar - með góða fyrirvinnu - í hjónabandi og inni á heimilunum. Þetta er svo fyrirsjáanlegt að það er næstum fyndið. Þegar konur kröfðust kosningaréttar í upphafi síðustu aldar birtist andstaðan í því að konur ættu ekki að skíta sig út á pólitík. Konur væru svo upphafnar verur að þær ættu að einbeita sér að göfugri störfum svo sem barnauppeldi og velgjörðarstörfum. Þegar rauðsokkurnar létu til sín taka var viðkvæðið að stéttabaráttan kæmi fyrst og róttækar konur ættu að einbeita sér að henni. Auk þess væru kvenfrelsiskonur ljótar, rasssíðar kerlingar í mussum, sem enginn vildi líta við. Í dag upplifum við enn byr kvennabaráttu og viðbrögðin láta ekki á sér standa. Sumir telja femínisma vera blótsyrði og konur birtast á síðum blaðanna léttklæddari en veðráttan hér á landi hefur nokkurn tímann gefið tilefni til. Á forsíðu tímaritsins Sirkus má sjá bera konu og yfirskriftin er "ég er alger hnakkamella - Brynja Björk er nútímakona". Inni í blaðinu má svo lesa að draumadagur Brynju sé kynlíf með heitum gaur kvölds og morgna en þess á milli sé farið í Kringluna með kreditkort kærastans. Sem sagt - Mikael Torfason og hinir karlarnir á ritstjórninni telja nútímakonuna illa klædda, lifandi á kærastanum og alltaf tilbúna. Karlveldið "strikes again". Hinir sjálfskipuðu varðhundar karlveldisins gera örvæntingarfulla tilraun til að minna á sig og sýna krampakennd átök valdakerfis í dauðateygjunum. "Hvað verður um okkur ef konur fá að vaða uppi með sínar kröfur?" Karlar hagnast á kynjuðu valdakerfi á meðan konur tapa á því. Karlar hagnast á hjónabandi, þeir lifa lengur og fá hærri laun en ella, á meðan konur tapa á hjónabandi samkvæmt sömu viðmiðum. Karlar geta keypt sér aðgang að konum, á meðan konur eru settar til sýnis og reiddar fram sem gjaldmiðill. Einhverjir telja sig greinilega hafa hag af því að viðhalda karlveldinu á meðan fleiri og fleiri karlar vilja afsala sér þessum forréttindum í þágu mannréttinda - eða eigum við að segja kvenréttinda. Við sem vorum niðri í miðborg Reykjavíkur 24. október vitum að nútímakonan krefst jafnréttis. Nútímakonan er skynsamlega klædd, vel menntuð, sækir fram á vinnumarkaði og krefst þátttöku í stjórnun fyrirtækja og landsins. Nútímakonan hafnar því að vera auglýst sem neysluvara fyrir karlmenn og ætlar að útrýma kynbundnu ofbeldi í allri mynd. Nútímakonan er sterk og greinileg ógnun fyrir karlveldið sem þrátt fyrir örvæntingafullar tilraunir til að viðhalda ömurlegu kerfi er á undanhaldi. Við sjáum sporðaköstin allt í kringum okkur og þau verða aumkunarverðari með hverju árinu sem líður, eftir því sem kvenfrelsi vindur fram. Tökum eftir andstöðunni við kvenfrelsi, berjumst fyrir jafnrétti og hlæjum að varðhundunum þegar jafnrétti er náð. Höfundur er ritari Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs.
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar