Fær ekki að hitta dóttur sína 5. nóvember 2005 06:00 Helgi Steinþór Elíeserson hefur barist í níu ár við að fá að hitta dóttur sína, sem nú er 12 ára. Þótt bæði sýslumaðurinn í Reykjavík og dómsmálaráðuneytið hafi úrskurðað honum umgengnisrétt, hitti hann dóttur sína einungis tvisvar á síðasta ári, og höfðu feðginin þá ekki sést í þrjú ár. "Þetta er ofboðslega sárt. Stundum held ég að ég sé búinn að sætta mig við þetta, en svo kemur sársaukinn bara upp aftur og aftur," segir Helgi, og bætir við að hann sé orðinn langþreyttur á baráttunni fyrir því að geta átt eðlileg samskipti við dóttur sína. Að sögn Helga hefur hann lagalegan rétt til samskipta annan hvern laugardag. Helgi og barnsmóðir hans slitu samvistum þegar telpan var þriggja ára. Sambúðarslitin voru að Helga sögn erfið og lenti hann í óreglu næsta árið, en fór svo í meðferð á fjögurra ára afmælisdegi dóttur sinnar. Hann segist hafa staðið sig síðan og að hann hafi haft forsjá með öðrum börnum sínum án vandkvæða. Frá upphafi gerðu foreldrarnir samning um að móðirin héldi telpunni, en Helgi hefði umgengnisrétt. Dómar hafa fallið í málinu, og Helga jafnan verið veittur umgengnisréttur við dóttur sína. Í forræðisdeilu voru bæði dæmd jafnhæf en dómurinn úrskurðaði að ylli barninu minni röskun ef hún yrði áfram hjá móður sinni. Fram að tólf ára aldri barnsins, gat Helgi farið fram á dagssektir, þar sem móðirin yrði sektuð í hvert sinn sem hann fengi ekki barnið, en Helgi segist ekki hafa haft áhuga á því. "Það er ekki hagur minn að láta sekta hana, því það sem ég er að sækjast eftir er umgengni við barnið." Einnig stendur Helga til boða að sækja telpuna með fulltrúa sýslumanns. "En ég myndi aldrei fara með lögregluna á heimilið og ná í barnið mitt," segir Helgi. Barnsmóðir Helga vildi ekki tjá sig um málið. Innlent Lífið Menning Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Fleiri fréttir Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Sjá meira
Helgi Steinþór Elíeserson hefur barist í níu ár við að fá að hitta dóttur sína, sem nú er 12 ára. Þótt bæði sýslumaðurinn í Reykjavík og dómsmálaráðuneytið hafi úrskurðað honum umgengnisrétt, hitti hann dóttur sína einungis tvisvar á síðasta ári, og höfðu feðginin þá ekki sést í þrjú ár. "Þetta er ofboðslega sárt. Stundum held ég að ég sé búinn að sætta mig við þetta, en svo kemur sársaukinn bara upp aftur og aftur," segir Helgi, og bætir við að hann sé orðinn langþreyttur á baráttunni fyrir því að geta átt eðlileg samskipti við dóttur sína. Að sögn Helga hefur hann lagalegan rétt til samskipta annan hvern laugardag. Helgi og barnsmóðir hans slitu samvistum þegar telpan var þriggja ára. Sambúðarslitin voru að Helga sögn erfið og lenti hann í óreglu næsta árið, en fór svo í meðferð á fjögurra ára afmælisdegi dóttur sinnar. Hann segist hafa staðið sig síðan og að hann hafi haft forsjá með öðrum börnum sínum án vandkvæða. Frá upphafi gerðu foreldrarnir samning um að móðirin héldi telpunni, en Helgi hefði umgengnisrétt. Dómar hafa fallið í málinu, og Helga jafnan verið veittur umgengnisréttur við dóttur sína. Í forræðisdeilu voru bæði dæmd jafnhæf en dómurinn úrskurðaði að ylli barninu minni röskun ef hún yrði áfram hjá móður sinni. Fram að tólf ára aldri barnsins, gat Helgi farið fram á dagssektir, þar sem móðirin yrði sektuð í hvert sinn sem hann fengi ekki barnið, en Helgi segist ekki hafa haft áhuga á því. "Það er ekki hagur minn að láta sekta hana, því það sem ég er að sækjast eftir er umgengni við barnið." Einnig stendur Helga til boða að sækja telpuna með fulltrúa sýslumanns. "En ég myndi aldrei fara með lögregluna á heimilið og ná í barnið mitt," segir Helgi. Barnsmóðir Helga vildi ekki tjá sig um málið.
Innlent Lífið Menning Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Fleiri fréttir Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Sjá meira