Kostar ekkert í lyftur og frí skíðakennsla 10. nóvember 2005 07:15 Skíðamenn í Hlíðarfjalli. Elstu menn fyrir norðan muna vart betri byrjun á skíðavertíð en þá sem þeir urðu vitni að síðustu helgi. Skíðaáhugamenn á Norðurlandi una hag sínum hið besta um þessar mundir. Þar er skíðafærið víða gott og á Siglufirði er frítt í lyftur meðan Skagfirðingar bjóða uppá fría skíðakennslu. "Nú er komið að því að kenna Skagfirðingum og Húnvetningum að renna á skíðum enda nóg komið af hestamennsku í bili," segir Viggó Jónsson, umsjónarmaður skíðasvæðisins í Tindastól í Skagafirði. Þar verður boðið upp á ókeypis skíðakennslu næsta laugardag. "Hér er nú meiri snjór en nokkurn tíman í fyrra og útlit fyrir góða skíðahelgi," segir Viggó kátur í bragði. Skíða- og brettaleiga er á svæðinu og kostar leigan 4.200 krónur fyrir daginn en 1.750 fyrir börn. "Svo eigum við einhverja tíu hjálma en þá lánum við bara. Svo getur fólk komið með útreiðarhjálmana, það er bara vel séð hér á þessum slóðum," bætir Viggó við. Siglfirðingar opnuðu skíðasvæði sitt um síðustu helgi og eru menn þar einnig ánægðir með færð og aðsókn skíðafólks en þar er frítt í lyfturnar um þessar mundir. Enn hefur ekki verið opnað á skíðasvæðið í Tungudal á Ísafirði þó snjór sé í fjöllum. "Það vantar svona herslumuninn og það er alveg ljóst að það breytist ekkert um helgina," segir Jóhann K. Torfason umsjónarmaður og krossleggur fingur. Í Seljalandsdal, sem er við Tungudal, eru þó einhverjir farnir að renna um á gönguskíðum. Í Hlíðarfjalli var opnað um síðustu helgi og segir Guðmundur Karl Jónsson að elstu menn muni vart betri byrjun á skíðavertíð. Þar verður opið aftur um næstu helgi og svo á miðvikudag og fjölgar dögunum smátt og smátt sem opið er. Guðmundur segir að mikil aðsókn sé í skíðaleiguna í Hlíðarfjalli. "Þetta er sú þróun sem á sér stað hér sem og annars staðar enda er dýrt að koma sér upp öllum skíðabúnaði. Dagarnir eru kannski ekki svo margir sem menn nota hann þannig að það er mjög þægilegt að leigja þetta enda eru leigurnar alltaf með nýjustu og bestu gerðir," bætir hann við. Innlent Lífið Menning Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Fer fram og til baka með SNAP Erlent Fleiri fréttir Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Sjá meira
Skíðaáhugamenn á Norðurlandi una hag sínum hið besta um þessar mundir. Þar er skíðafærið víða gott og á Siglufirði er frítt í lyftur meðan Skagfirðingar bjóða uppá fría skíðakennslu. "Nú er komið að því að kenna Skagfirðingum og Húnvetningum að renna á skíðum enda nóg komið af hestamennsku í bili," segir Viggó Jónsson, umsjónarmaður skíðasvæðisins í Tindastól í Skagafirði. Þar verður boðið upp á ókeypis skíðakennslu næsta laugardag. "Hér er nú meiri snjór en nokkurn tíman í fyrra og útlit fyrir góða skíðahelgi," segir Viggó kátur í bragði. Skíða- og brettaleiga er á svæðinu og kostar leigan 4.200 krónur fyrir daginn en 1.750 fyrir börn. "Svo eigum við einhverja tíu hjálma en þá lánum við bara. Svo getur fólk komið með útreiðarhjálmana, það er bara vel séð hér á þessum slóðum," bætir Viggó við. Siglfirðingar opnuðu skíðasvæði sitt um síðustu helgi og eru menn þar einnig ánægðir með færð og aðsókn skíðafólks en þar er frítt í lyfturnar um þessar mundir. Enn hefur ekki verið opnað á skíðasvæðið í Tungudal á Ísafirði þó snjór sé í fjöllum. "Það vantar svona herslumuninn og það er alveg ljóst að það breytist ekkert um helgina," segir Jóhann K. Torfason umsjónarmaður og krossleggur fingur. Í Seljalandsdal, sem er við Tungudal, eru þó einhverjir farnir að renna um á gönguskíðum. Í Hlíðarfjalli var opnað um síðustu helgi og segir Guðmundur Karl Jónsson að elstu menn muni vart betri byrjun á skíðavertíð. Þar verður opið aftur um næstu helgi og svo á miðvikudag og fjölgar dögunum smátt og smátt sem opið er. Guðmundur segir að mikil aðsókn sé í skíðaleiguna í Hlíðarfjalli. "Þetta er sú þróun sem á sér stað hér sem og annars staðar enda er dýrt að koma sér upp öllum skíðabúnaði. Dagarnir eru kannski ekki svo margir sem menn nota hann þannig að það er mjög þægilegt að leigja þetta enda eru leigurnar alltaf með nýjustu og bestu gerðir," bætir hann við.
Innlent Lífið Menning Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Fer fram og til baka með SNAP Erlent Fleiri fréttir Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Sjá meira