Almenningur móti nýja stjórnarskrá 2. janúar 2005 00:01 Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra hvatti til þess að sem flestir kæmu að breytingum á stjórnarskránni í fyrsta ávarpi sínu til þjóðarinnar eftir að hann varð forsætisráðherra. Búist er við að stjórnarskrárnefnd þingflokkanna verði skipuð á allra næstu dögum en Halldór boðaði að kallað yrði eftir sjónarmiðum almennings við samningu nýrrar stjórnarskrár: "Þetta er sameiginlegt verkefni okkar allra og niðurstaðan á að endurspegla þjóðarvilja. Því er brýnt að sjónarmið sem flestra komist að við þessa mikilvægu vinnu. Í alþingiskosningum 2007, þegar kosið verður um stjórnarskrárbreytingarnar, eiga sem flestir að geta sagt: Ég hef tekið þátt í að ræða og móta stjórnarskrána." Björn Ingi Hrafnsson, aðstoðarmaður forsætisráðherra segir að stofnuð verði heimasíða og tölvu- og samskiptatækni virkjuð til að auðvelda fólki að kynna sér starf stjórnarskrárnefndar og koma sjónarmiðum sínum á framfæri. Halldór Ásgrímsson skýrði einnig frá því að hann hefði sett af stað vinnu til að meta stöðu íslensku fjölskyldunnar: " Það er ekki að ástæðulausu því ýmis teikn eru á lofti um að gömul og gróin fjölskyldugildi séu á undanhaldi með óæskilegum afleiðingum...Við vitum að börn þarfnast umhyggju foreldra sinna og tíma fyrir leik og samræðu. Nútímaþjóðfélagið hefur breytt lífsmynstrinu og í kjölfarið hafa samverustundir fjölskyldunnar tekið breytingum." Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands lagði áherslu á gildi menntunar í nýársávarpi sínu til íslensku þjóðarinnar og skýrði frá því að hann hefði ákveðið að stofna til menntaverðlauna en nú þegar eru afhent útflutnings- og bókmenntaverðlaun sem eru kennd við forsetaembættið: "Það dugir þó skammt að mæla fagurt um gildi menntunar í hátíðaræðum; við verðum að sýna í verki að þjóðin hafi einbeittan vilja í þessum efnum. Það má aldrei aftur henda að fyrstu kynni barna af skólastarfi séu iðjuleysi mánuðum saman vegna deilna þeirra sem ábyrgð bera. Við verðum að skapa... þjóðarsamstöðu um úrvalsskóla, skóla sem eru úrval vegna gæða, aðgangsins sem er öllum opinn, jafnréttisins sem þar ræður ríkjum, úrvalsskóla sem mismuna í engu vegna efnahags foreldranna." Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Sjá meira
Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra hvatti til þess að sem flestir kæmu að breytingum á stjórnarskránni í fyrsta ávarpi sínu til þjóðarinnar eftir að hann varð forsætisráðherra. Búist er við að stjórnarskrárnefnd þingflokkanna verði skipuð á allra næstu dögum en Halldór boðaði að kallað yrði eftir sjónarmiðum almennings við samningu nýrrar stjórnarskrár: "Þetta er sameiginlegt verkefni okkar allra og niðurstaðan á að endurspegla þjóðarvilja. Því er brýnt að sjónarmið sem flestra komist að við þessa mikilvægu vinnu. Í alþingiskosningum 2007, þegar kosið verður um stjórnarskrárbreytingarnar, eiga sem flestir að geta sagt: Ég hef tekið þátt í að ræða og móta stjórnarskrána." Björn Ingi Hrafnsson, aðstoðarmaður forsætisráðherra segir að stofnuð verði heimasíða og tölvu- og samskiptatækni virkjuð til að auðvelda fólki að kynna sér starf stjórnarskrárnefndar og koma sjónarmiðum sínum á framfæri. Halldór Ásgrímsson skýrði einnig frá því að hann hefði sett af stað vinnu til að meta stöðu íslensku fjölskyldunnar: " Það er ekki að ástæðulausu því ýmis teikn eru á lofti um að gömul og gróin fjölskyldugildi séu á undanhaldi með óæskilegum afleiðingum...Við vitum að börn þarfnast umhyggju foreldra sinna og tíma fyrir leik og samræðu. Nútímaþjóðfélagið hefur breytt lífsmynstrinu og í kjölfarið hafa samverustundir fjölskyldunnar tekið breytingum." Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands lagði áherslu á gildi menntunar í nýársávarpi sínu til íslensku þjóðarinnar og skýrði frá því að hann hefði ákveðið að stofna til menntaverðlauna en nú þegar eru afhent útflutnings- og bókmenntaverðlaun sem eru kennd við forsetaembættið: "Það dugir þó skammt að mæla fagurt um gildi menntunar í hátíðaræðum; við verðum að sýna í verki að þjóðin hafi einbeittan vilja í þessum efnum. Það má aldrei aftur henda að fyrstu kynni barna af skólastarfi séu iðjuleysi mánuðum saman vegna deilna þeirra sem ábyrgð bera. Við verðum að skapa... þjóðarsamstöðu um úrvalsskóla, skóla sem eru úrval vegna gæða, aðgangsins sem er öllum opinn, jafnréttisins sem þar ræður ríkjum, úrvalsskóla sem mismuna í engu vegna efnahags foreldranna."
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Sjá meira