Innlent

Hand­tekinn með stóran hníf

Lovísa Arnardóttir skrifar
Lögreglan var við störf víða í borginni í nótt og í dag.
Lögreglan var við störf víða í borginni í nótt og í dag. Vísir

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var í dag tilkynnt um einstakling á gangi með stóran hníf. Í dagbók lögreglu kemur fram að maðurinn hafi verið handtekinn eftir að lögregla skoraði á hann að leggja hnífinn frá sér. Ekki kemur fram hvar maðurinn var handtekinn en málið er skráð hjá stöð 1 í Austurbæ, Vesturbæ, Miðbæ og Seltjarnarnesi.

Í dagbók lögreglu kemur einnig fram að einn dvelji hjá lögreglu í fangageymslu og að frá klukkan fimm í morgun og til 17 síðdegis hafi verið skráð alls 39 mál í kerfi lögreglunnar. Til dæmis hafi verið tilkynnt um rúðubrot á veitingastað í 101 og þjófnað í hverfi 108. Bæði mál eru til rannsóknar hjá lögreglunni.

Þá kemur einnig fram að lögregla hafi verið kölluð til vegna umferðaróhappa víða um höfuðborgarsvæðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×