Hríðarbylur og snjóflóð Vestra 3. janúar 2005 00:01 Hús hafa verið rýmd í Bolungarvík, Hnífsdal, á Ísafirði, Tálknafirði og Patreksfirði vegna hættu á snjóflóðum. Sólarhringsvakt er á Veðurstofunni vegna hættunnar. Hún taldi ekki tímabært að hleypa fólkinu heim í gærkvöld. Aðstæður verða endurskoðaðar í dag. Snjóathugunarmenn fylgjast með fannferginu á Vestfjörðum. Alls hafa 38 manns verið gert að yfirgefa heimili sín á Ísafirði, í Hnífsdal, Dýrafirði og Önundarfirði. Snjóflóð féllu á snjóflóðavarnargarð við sorpeyðingarstöðina Funa í Engidal, skammt frá Ísafirði, á aðalgötu bæjarins Skutulsfjarðarbraut, á Hnífsdalsveg og við hesthúsahverfið í Hnífsdal. Á miðmætti var umferð um aðalgötuna lokað samkvæmt upplýsingum almannavarnarnefndar bæjarins. Hún ráðleggur fólki að vera ekki á ferli. Á Patreksfirði fóru um áttatíu manns frá tuttugu heimilum sínum. Hefill keyrir á undan lögreglunni á staðnum þegar hún þarf að komast leiðar sinnar um ófærar götur bæjarins. Lögreglan segir fólk flest gista hjá vinum og vandamönnum en fjöldahjálparstöð í félagsheimilinu hafi verið komið á fót. Björgunarsveit bæjarins hafi verið kölluð á Klettháls þar sem fólksbíll og jepplingur komust ekki leiðar sinnar. Þeir hafi verið dregnir heim. Í Bolungarvík voru sjö hús rýmd. Jónas Guðmundsson, lögreglustjóri sem setu á í almannavarnarnefnd, segir að samkomulag hafi náðst við íbúana tuttugu. Sumir þeirra höfðu deginum áður neitað að yfirgefa hús sín. Auk snjóflóðahættunnar á Vestfjörðum var rafmagnslaust á Barðarströnd um nokkurra klukkustunda skeið. Flutningabíll Kaupfélags Steingrímsfjarðar sat fastur um eina og hálfa klukkustund við Broddanes á Ströndum og mokstri Vegagerðarinnar þar var hætt. Hjörleifur Ólafsson hjá Vegagerðinni segir blindbyl og gríðarlegt fannfergi á Vestfjörðum. Vegir séu nær allir ófærir. Stefnt sé að mokstri en eins og spáin væri sé ólíklegt að af því verði. Veðurstofunni spáir ofankomu á Ísafirði fram á fimmtudag. Fréttir Innlent Veður Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Gjörólíkt gengi frá kosningum Innlent Fleiri fréttir Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sjá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Sjá meira
Hús hafa verið rýmd í Bolungarvík, Hnífsdal, á Ísafirði, Tálknafirði og Patreksfirði vegna hættu á snjóflóðum. Sólarhringsvakt er á Veðurstofunni vegna hættunnar. Hún taldi ekki tímabært að hleypa fólkinu heim í gærkvöld. Aðstæður verða endurskoðaðar í dag. Snjóathugunarmenn fylgjast með fannferginu á Vestfjörðum. Alls hafa 38 manns verið gert að yfirgefa heimili sín á Ísafirði, í Hnífsdal, Dýrafirði og Önundarfirði. Snjóflóð féllu á snjóflóðavarnargarð við sorpeyðingarstöðina Funa í Engidal, skammt frá Ísafirði, á aðalgötu bæjarins Skutulsfjarðarbraut, á Hnífsdalsveg og við hesthúsahverfið í Hnífsdal. Á miðmætti var umferð um aðalgötuna lokað samkvæmt upplýsingum almannavarnarnefndar bæjarins. Hún ráðleggur fólki að vera ekki á ferli. Á Patreksfirði fóru um áttatíu manns frá tuttugu heimilum sínum. Hefill keyrir á undan lögreglunni á staðnum þegar hún þarf að komast leiðar sinnar um ófærar götur bæjarins. Lögreglan segir fólk flest gista hjá vinum og vandamönnum en fjöldahjálparstöð í félagsheimilinu hafi verið komið á fót. Björgunarsveit bæjarins hafi verið kölluð á Klettháls þar sem fólksbíll og jepplingur komust ekki leiðar sinnar. Þeir hafi verið dregnir heim. Í Bolungarvík voru sjö hús rýmd. Jónas Guðmundsson, lögreglustjóri sem setu á í almannavarnarnefnd, segir að samkomulag hafi náðst við íbúana tuttugu. Sumir þeirra höfðu deginum áður neitað að yfirgefa hús sín. Auk snjóflóðahættunnar á Vestfjörðum var rafmagnslaust á Barðarströnd um nokkurra klukkustunda skeið. Flutningabíll Kaupfélags Steingrímsfjarðar sat fastur um eina og hálfa klukkustund við Broddanes á Ströndum og mokstri Vegagerðarinnar þar var hætt. Hjörleifur Ólafsson hjá Vegagerðinni segir blindbyl og gríðarlegt fannfergi á Vestfjörðum. Vegir séu nær allir ófærir. Stefnt sé að mokstri en eins og spáin væri sé ólíklegt að af því verði. Veðurstofunni spáir ofankomu á Ísafirði fram á fimmtudag.
Fréttir Innlent Veður Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Gjörólíkt gengi frá kosningum Innlent Fleiri fréttir Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sjá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Sjá meira