Tilkynnt um 80 miltisbrandssvæði 10. janúar 2005 00:01 Tilkynnt hefur verið um 80 staði á landinu þar sem grunur leikur á að miltisbrandur sé í jörðu, að sögn Sigurðar Sigurðarsonar dýralæknis á Keldum. Talið er nokkuð víst að 50 - 60 þeirra séu sýktir en meiri vafi leikur á 20 - 30 svæðum. Þessir staðir eru dreifðir um allt land, en þó flestir á suðvestur- og vesturlandi. Sigurður vinnur að skráningu slíkra staði og hefur unnið að öflun upplýsinga um þá. Miltisbrandurinn hér á landi er rakinn til innflutnings á stórgripahúðum frá Afríku í kringum aldamótin 1900. Sannreynt var í Þýskalandi á þessum tíma að hluti húðanna voru sýktar. "Þessum stöðum er enn að fjölga og eitthvað ennþá óupplýst," sagði Sigurður sem kvað skipta miklu máli að fá upplýsingar frá fólki sem teldi sig vita um miltisbrandssýkta staði, jafnvel þótt það væri ekki fullvisst í sinni sök. Hann sagði að menn hefðu hringt með slíkar upplýsingar eða skrifað. Þá kvaðst Sigurður hafa farið inn á elliheimili til að ná í aldrað fólk sem talið var búa yfir slíkum upplýsingum. Spurður um hvort hægt væri að sannreyna hvort miltisbrandur væri til staðar sagði Sigurður það mjög erfitt að rækta bakteríuna, en svo kynni að fara að það yrði gert ef aðferðir reyndust nothæfar til þess. "Miltisbrandssýktir staðir verða væntanlega merktir og teknir á skrá með viðeigandi fyrirvörum," sagði Sigurður. "Þeir verða hnitmiðaðir nákvæmlega og gefin verður út skrá sem birt verður á vef yfirdýralæknis. Þaðan verða upplýsingarnar settar á tengingu til þeirra fjölmörgu aðrir aðila sem þurfa á því að halda. Jafnframt þeirra sem vinna á einn eða annan hátt við að bylta jörðinni eða grafa munu einnig fá slíka skrá. Það er ekki hætta af stöðunum sem slíkum ef yfirborðinu er ekki raskað." Hann sagði að auk suður- og Vesturlands hefði verið tilkynnt um miltisbrandssýkt svæði á stöðu stöðum á Vestfjörðum, allt norður á Strandir og vestur að í Ísafjarðardjúpi, á Norðurlandi og talsvert á Austurlandi. Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið Sjá meira
Tilkynnt hefur verið um 80 staði á landinu þar sem grunur leikur á að miltisbrandur sé í jörðu, að sögn Sigurðar Sigurðarsonar dýralæknis á Keldum. Talið er nokkuð víst að 50 - 60 þeirra séu sýktir en meiri vafi leikur á 20 - 30 svæðum. Þessir staðir eru dreifðir um allt land, en þó flestir á suðvestur- og vesturlandi. Sigurður vinnur að skráningu slíkra staði og hefur unnið að öflun upplýsinga um þá. Miltisbrandurinn hér á landi er rakinn til innflutnings á stórgripahúðum frá Afríku í kringum aldamótin 1900. Sannreynt var í Þýskalandi á þessum tíma að hluti húðanna voru sýktar. "Þessum stöðum er enn að fjölga og eitthvað ennþá óupplýst," sagði Sigurður sem kvað skipta miklu máli að fá upplýsingar frá fólki sem teldi sig vita um miltisbrandssýkta staði, jafnvel þótt það væri ekki fullvisst í sinni sök. Hann sagði að menn hefðu hringt með slíkar upplýsingar eða skrifað. Þá kvaðst Sigurður hafa farið inn á elliheimili til að ná í aldrað fólk sem talið var búa yfir slíkum upplýsingum. Spurður um hvort hægt væri að sannreyna hvort miltisbrandur væri til staðar sagði Sigurður það mjög erfitt að rækta bakteríuna, en svo kynni að fara að það yrði gert ef aðferðir reyndust nothæfar til þess. "Miltisbrandssýktir staðir verða væntanlega merktir og teknir á skrá með viðeigandi fyrirvörum," sagði Sigurður. "Þeir verða hnitmiðaðir nákvæmlega og gefin verður út skrá sem birt verður á vef yfirdýralæknis. Þaðan verða upplýsingarnar settar á tengingu til þeirra fjölmörgu aðrir aðila sem þurfa á því að halda. Jafnframt þeirra sem vinna á einn eða annan hátt við að bylta jörðinni eða grafa munu einnig fá slíka skrá. Það er ekki hætta af stöðunum sem slíkum ef yfirborðinu er ekki raskað." Hann sagði að auk suður- og Vesturlands hefði verið tilkynnt um miltisbrandssýkt svæði á stöðu stöðum á Vestfjörðum, allt norður á Strandir og vestur að í Ísafjarðardjúpi, á Norðurlandi og talsvert á Austurlandi.
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið Sjá meira