Niðurstaða um mánaðamótin 13. október 2005 15:20 Stefnt er að því að niðurstaða áfrýjunarnefndar samkeppnismála vegna verðsamráðs olíufélaganna liggi fyrir um mánaðamótin. Formaður nefndarinnar segir ekkert óvænt hafa komið fram í málinu á tólf tíma löngum fundi með lögmönnum olíufélaganna í gær. Lögmenn Skeljungs, Olís, Olíufélagsins og Orkunnar fengu, ásamt lögmönnum Samkeppnisstofnunar, um tvær klukkustundir hver til að skýra mál sitt á fundi með áfrýjunarnefnd samkeppnismála sem haldinn var á Hótel Sögu í gær. Fundurinn hófst klukkan níu í gærmorgun og lauk á níunda tímanum í gærkvöldi. Fór þar fram munnlegur málflutningur í máli olíufélaganna í kjölfar áfrýjunar þeirra á úrskurði samkeppnisráðs vegna verðsamráðs þeirra á árunum 1993 til 2001 en áður hafði skriflegur málflutningur farið fram. Stefán Már Stefánsson, formaður áfrýjunarnefndar, sagði í samtali við fréttastofu í morgun að lögmennirnir hefðu fengið tækifæri til að ræða kjarna málsins og leggja áherslu á aðalatriði þess. Stefán Már sagði að ágreiningur hefði verið á milli olíufélaganna um ýmis efnisatriði. Hann sagðist ekki geta farið nánar út í það að svo stöddu en sagði að lögmenn félaganna hefðu lagt áherslu á að margt væri fyrnt í tengslum við verðsamráðið sem félögin væru sökuð um. Formaður áfrýjunarnefndar samkeppnismála sagði ekkert nýtt eða óvænt hafa komið fram í málinu á fundinum í gær. Samkvæmt úrskurði samkeppnisráðs voru olíufélögin sektuð um ríflega tvo milljarða króna vegna ólöglegs verðsamráðs. Málið hefur nú verið lagt í úrskurð áfrýjunarnefndar sem hefur sex vikur til að komast að niðurstöðu. Sá frestur er senn á enda og útlit fyrir að nefndin þurfi aðeins lengri tíma til að ljúka málinu. Formaður nefndarinnar segir málið stórt og viðamikið en stefnt sé að því að niðurstaða liggi fyrir um mánaðamótin. Uni olíufélögin ekki niðurstöðu nefndarinnar geta þau höfðað mál fyrir dómstólum og slíkt gæti tekið að minnsta kosti eitt til tvö ár. Fréttir Innlent Lög og regla Samráð olíufélaga Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Innlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Sjá meira
Stefnt er að því að niðurstaða áfrýjunarnefndar samkeppnismála vegna verðsamráðs olíufélaganna liggi fyrir um mánaðamótin. Formaður nefndarinnar segir ekkert óvænt hafa komið fram í málinu á tólf tíma löngum fundi með lögmönnum olíufélaganna í gær. Lögmenn Skeljungs, Olís, Olíufélagsins og Orkunnar fengu, ásamt lögmönnum Samkeppnisstofnunar, um tvær klukkustundir hver til að skýra mál sitt á fundi með áfrýjunarnefnd samkeppnismála sem haldinn var á Hótel Sögu í gær. Fundurinn hófst klukkan níu í gærmorgun og lauk á níunda tímanum í gærkvöldi. Fór þar fram munnlegur málflutningur í máli olíufélaganna í kjölfar áfrýjunar þeirra á úrskurði samkeppnisráðs vegna verðsamráðs þeirra á árunum 1993 til 2001 en áður hafði skriflegur málflutningur farið fram. Stefán Már Stefánsson, formaður áfrýjunarnefndar, sagði í samtali við fréttastofu í morgun að lögmennirnir hefðu fengið tækifæri til að ræða kjarna málsins og leggja áherslu á aðalatriði þess. Stefán Már sagði að ágreiningur hefði verið á milli olíufélaganna um ýmis efnisatriði. Hann sagðist ekki geta farið nánar út í það að svo stöddu en sagði að lögmenn félaganna hefðu lagt áherslu á að margt væri fyrnt í tengslum við verðsamráðið sem félögin væru sökuð um. Formaður áfrýjunarnefndar samkeppnismála sagði ekkert nýtt eða óvænt hafa komið fram í málinu á fundinum í gær. Samkvæmt úrskurði samkeppnisráðs voru olíufélögin sektuð um ríflega tvo milljarða króna vegna ólöglegs verðsamráðs. Málið hefur nú verið lagt í úrskurð áfrýjunarnefndar sem hefur sex vikur til að komast að niðurstöðu. Sá frestur er senn á enda og útlit fyrir að nefndin þurfi aðeins lengri tíma til að ljúka málinu. Formaður nefndarinnar segir málið stórt og viðamikið en stefnt sé að því að niðurstaða liggi fyrir um mánaðamótin. Uni olíufélögin ekki niðurstöðu nefndarinnar geta þau höfðað mál fyrir dómstólum og slíkt gæti tekið að minnsta kosti eitt til tvö ár.
Fréttir Innlent Lög og regla Samráð olíufélaga Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Innlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Sjá meira