Um Vestmanneyjagöng 12. janúar 2005 00:01 Sæll Egill Í stuttum pistli á síðu þinni ferð þú nokkrum orðum um hugsanleg göng milli lands og Eyja. Í pistlinum veltir þú því fyrir þér hversu margir munu aka þessi göng á dag og kemst að því að líklega verði það á bilinu 100 - 300. Í skýrslu sem Hagfræðistofnun HÍ gerði og var kynnt í apríl á síðasta ári segir m.a: "Verði ferðamynstur Íslendinga með líkum hætti má ætla að hér um bil 11.900 manns ferðist árið 2010 með langferðabifreið til eða frá Eyjum, en u.þ.b. 385.000 kjósi að aka í einkabifreið á milli. Sé sú tala umreiknuð í fjölda bíla á dag verður niðurstaðan sú að 527 einkabílar munu fara með Íslendinga um göngin daglega árið 2010." Einnig segir: "Vaxi vöruflutningar í líkum takti næstu áratugina má gera ráð fyrir að 35 vöruflutningabifreiðar fari um göng daglega árið 2010." Ég vil í framhaldi af þessu benda þér á linkinn á þessari skýrslu: http://www.xtreme.is/net/skraarsafn/gong//1082148955.pdf. Varðandi það að bera samgöngubót á Íslandi við Millau í Frakklandi sem kostaði 394 milljónir evra - um 33 milljarða íslenskra króna og tengir saman þéttbýlisstaðina París og Barcelona, þá finnst mér það mjög ósanngjarnt og í samanburði við þessa samgöngubót og þann fjölda sem hún tengir saman þá yrðu líklega engar samgöngubætur á Íslandi réttlætanlegar. Í dag er ríkið að leggja til um 500 milljónir í samgöngur til Vestmannaeyja og með því að endurnýja Herjólf þá er líklegt að sú tala mundi hækka. Í reiknilíkani sem Ægisdyr unnu í samvinnu við Íslandsbanka er eingöngu lagt til að ríkið haldi áfram að setja þessa upphæð í samgöngur til Eyja (nú í formi greiðslu upp í göng) og þá ætti að vera hægt að greiða upp göngin á um það bil 50 árum. Hér getur þú séð reiknilíkanið: http://www.xtreme.is/net/skraarsafn/gong//1082313436.xls Að lokum vil ég þakka þér fyrir góðan þátt sem ég reyni alltaf að horfa á. Ég met skoðanir þínar og þess vegna finnst mér mikilvægt að þú kynnir þér málið vel áður en þú tjáir þig um það. Ég hvet þig til að lesa skýrslu Hagfræðistofnunnar HÍ og það væri gaman að heyra álit þitt á málinu eftir þann lestur. Nú er ég alls ekki að segja að allir þurfi að vera sammála þessu en það er mikilvægt að það sé gagnrýnt á málefnanlegan hátt. kveðja Egill Arnar Arngrímsson Ægisdyr Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Silfur Egils Silfur-Bréf Mest lesið Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Sjá meira
Sæll Egill Í stuttum pistli á síðu þinni ferð þú nokkrum orðum um hugsanleg göng milli lands og Eyja. Í pistlinum veltir þú því fyrir þér hversu margir munu aka þessi göng á dag og kemst að því að líklega verði það á bilinu 100 - 300. Í skýrslu sem Hagfræðistofnun HÍ gerði og var kynnt í apríl á síðasta ári segir m.a: "Verði ferðamynstur Íslendinga með líkum hætti má ætla að hér um bil 11.900 manns ferðist árið 2010 með langferðabifreið til eða frá Eyjum, en u.þ.b. 385.000 kjósi að aka í einkabifreið á milli. Sé sú tala umreiknuð í fjölda bíla á dag verður niðurstaðan sú að 527 einkabílar munu fara með Íslendinga um göngin daglega árið 2010." Einnig segir: "Vaxi vöruflutningar í líkum takti næstu áratugina má gera ráð fyrir að 35 vöruflutningabifreiðar fari um göng daglega árið 2010." Ég vil í framhaldi af þessu benda þér á linkinn á þessari skýrslu: http://www.xtreme.is/net/skraarsafn/gong//1082148955.pdf. Varðandi það að bera samgöngubót á Íslandi við Millau í Frakklandi sem kostaði 394 milljónir evra - um 33 milljarða íslenskra króna og tengir saman þéttbýlisstaðina París og Barcelona, þá finnst mér það mjög ósanngjarnt og í samanburði við þessa samgöngubót og þann fjölda sem hún tengir saman þá yrðu líklega engar samgöngubætur á Íslandi réttlætanlegar. Í dag er ríkið að leggja til um 500 milljónir í samgöngur til Vestmannaeyja og með því að endurnýja Herjólf þá er líklegt að sú tala mundi hækka. Í reiknilíkani sem Ægisdyr unnu í samvinnu við Íslandsbanka er eingöngu lagt til að ríkið haldi áfram að setja þessa upphæð í samgöngur til Eyja (nú í formi greiðslu upp í göng) og þá ætti að vera hægt að greiða upp göngin á um það bil 50 árum. Hér getur þú séð reiknilíkanið: http://www.xtreme.is/net/skraarsafn/gong//1082313436.xls Að lokum vil ég þakka þér fyrir góðan þátt sem ég reyni alltaf að horfa á. Ég met skoðanir þínar og þess vegna finnst mér mikilvægt að þú kynnir þér málið vel áður en þú tjáir þig um það. Ég hvet þig til að lesa skýrslu Hagfræðistofnunnar HÍ og það væri gaman að heyra álit þitt á málinu eftir þann lestur. Nú er ég alls ekki að segja að allir þurfi að vera sammála þessu en það er mikilvægt að það sé gagnrýnt á málefnanlegan hátt. kveðja Egill Arnar Arngrímsson Ægisdyr
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar