Alfreð segist ekki hætta 13. janúar 2005 00:01 Alfreð Þorsteinsson ætlar að gefa kost á sér í næstu borgarstjórnarkosningum eftir hálft annað ár og styður áframhaldandi framboð R-listans. Borgarmálaráð Framsóknarflokksins ákvað á fundi sínum í gær að hefja sem fyrst umræður um framboðsmál flokksins fyrir næstu borgarstjórnarkosningar vorið 2006. Umræðurnar hófust raunar á vefsíðu flokksfélagsins í Reykjavík um síðustu helgi þegar Gestur Gestsson, formaður Framsóknarfélagsins í Reykjavík norður, sagðist vilja sérstakt framboð flokksins og sagði Alfreð Þorsteinsson ótrúverðugan: "Við erum að týnast inni í R-listasamstarfinu og ég tel að okkar fulltrúi, ef ég tek sem dæmi Alfreð Þorsteinsson, hefur haft 35 ár í pólitík til að koma sínu fram." Alfreð segir að árafjöldinn skipti ekki máli. "Ýmsir stjórnmálamenn eiga langan og farsælan feril í stjórnmálum að baki eins og Halldór Ásgrímsson." Halldór hefur sem kunnugt er verið nær sleitulaust þingmaður og ráðherra í rúm þrjátíu ár. Anna Kristinsdóttir, hinn borgarfulltrúi framsóknarmanna í Reykjavík, hefur líka blandað sér í umræðuna. Um gagnrýni á Alfreð Þorsteinsson segir hún: "Enginn er eilífur í pólítik" en segist sjálf ekki hafa skoðun á því hvort hann eigi að halda áfram: "Hann verður að gera það upp við sig sjálfur." Anna segist ekki heldur vilja kveða upp úr um hvort hún fylgi áframhaldandi R-listasamstarfinu en bendir þó á að kjörfylgi flokksins í síðustu alþingiskosningum hefði dugað til að fá einn mann kjörinn en þyrfti að aukast úr um 11,5 prósentum í fjórtán til að fá annan mann kjörinn og óvíst væri hvort flokkurinn kæmist í meirihlutasamstarf. Alfreð segir að Framsóknarflokkurinn fengi 10 til15 prósent atkvæða í borginni byði hann fram sér. "Hins vegar myndu atkvæði flokkanna sem standa að R-listanum nýtast illa byðu þeir fram hver í sínu lagi. Sjálfstæðisflokkurinn hefur af þessum sökum margsinnis fengið meirihluta borgarfulltrúa þótt hann hafi ekki meirihluta atkvæða." Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Fleiri fréttir Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Sjá meira
Alfreð Þorsteinsson ætlar að gefa kost á sér í næstu borgarstjórnarkosningum eftir hálft annað ár og styður áframhaldandi framboð R-listans. Borgarmálaráð Framsóknarflokksins ákvað á fundi sínum í gær að hefja sem fyrst umræður um framboðsmál flokksins fyrir næstu borgarstjórnarkosningar vorið 2006. Umræðurnar hófust raunar á vefsíðu flokksfélagsins í Reykjavík um síðustu helgi þegar Gestur Gestsson, formaður Framsóknarfélagsins í Reykjavík norður, sagðist vilja sérstakt framboð flokksins og sagði Alfreð Þorsteinsson ótrúverðugan: "Við erum að týnast inni í R-listasamstarfinu og ég tel að okkar fulltrúi, ef ég tek sem dæmi Alfreð Þorsteinsson, hefur haft 35 ár í pólitík til að koma sínu fram." Alfreð segir að árafjöldinn skipti ekki máli. "Ýmsir stjórnmálamenn eiga langan og farsælan feril í stjórnmálum að baki eins og Halldór Ásgrímsson." Halldór hefur sem kunnugt er verið nær sleitulaust þingmaður og ráðherra í rúm þrjátíu ár. Anna Kristinsdóttir, hinn borgarfulltrúi framsóknarmanna í Reykjavík, hefur líka blandað sér í umræðuna. Um gagnrýni á Alfreð Þorsteinsson segir hún: "Enginn er eilífur í pólítik" en segist sjálf ekki hafa skoðun á því hvort hann eigi að halda áfram: "Hann verður að gera það upp við sig sjálfur." Anna segist ekki heldur vilja kveða upp úr um hvort hún fylgi áframhaldandi R-listasamstarfinu en bendir þó á að kjörfylgi flokksins í síðustu alþingiskosningum hefði dugað til að fá einn mann kjörinn en þyrfti að aukast úr um 11,5 prósentum í fjórtán til að fá annan mann kjörinn og óvíst væri hvort flokkurinn kæmist í meirihlutasamstarf. Alfreð segir að Framsóknarflokkurinn fengi 10 til15 prósent atkvæða í borginni byði hann fram sér. "Hins vegar myndu atkvæði flokkanna sem standa að R-listanum nýtast illa byðu þeir fram hver í sínu lagi. Sjálfstæðisflokkurinn hefur af þessum sökum margsinnis fengið meirihluta borgarfulltrúa þótt hann hafi ekki meirihluta atkvæða."
Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Fleiri fréttir Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Sjá meira