Borgarfulltrúar leiti sér sálfræðihjálpar 23. janúar 2005 00:01 Bæjaryfirvöld í Kópavogi hafa sent iðnaðarráðuneytinu lögnámsbeiðni til að geta farið með vatnslögn frá borholum bæjarins í Vatnsendakrikum yfir land Reykjavíkurborgar í Heiðmörk. Borgaryfirvöld meinuðu Kópavogsbæ um heimild til að leggja leiðsluna yfir land sitt í fyrra og samningaviðræður um málið sigldu í strand. Gunnar I. Birgisson, formaður bæjarráðs Kópavogs, segir málið allt vera með ólíkindum. Skýrt sé kveðið á um það í vatnalögum að bænum sé heimilt að leggja leiðsluna um landið. Kópavogur hafi keypt vatnsréttindi í Vatnsendakrika "Þeir vilja láta okkur kaupa vatn af sér með góðu eða illu," segir Gunnar I. "Við erum hins vegar að stofna vatnsveitu því það er mjög hagkvæmt fyrirtæki fyrir bæjarbúa. Það myndi þýða að vatnsskatturinn á bæjarbúa lækkar verulega." Gunnar I. segir mjög sérkennilegt og óþekkt að sveitarfélag neiti öðru sveitarfélagi um að fara með vatnsleiðslu um land. "Orkuveita Reykjavíkur er núna að byggja Hellisheiðarvirkjun og þarf að fara með leiðslur þaðan í gegnum Sandskeið. Ætli við neitum þeim ekki bara um það. Mér finnst það allt eins líklegt." Málið í heild sinni er alveg fáránlegt og í raun grátbroslegt að sögn Gunnars I. "Þótt Reykjavík sé stærsta sveitarfélag landsins getur það ekki kúgað hvern sem er í krafti stærðarinnar. Borgarfulltrúar Reykjavíkurlistans ættu kannski að leita sér sálfræðihjálpar vegna minnimáttakenndar gagnvart Kópavogi." Borgaryfirvöld líta svo á að Vatnsendakrikar séu eign Reykjavíkur því þeir hafi verið teknir eignarnámi árið 1949 og bætur greiddar fyrir. Gunnar Eydal borgarlögmaður segist telja að ráðuneytinu beri að vísa lögnámsbeiðninni frá þar sem óbyggðanefnd eigi eftir að úrskurða um svæðið. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sjá meira
Bæjaryfirvöld í Kópavogi hafa sent iðnaðarráðuneytinu lögnámsbeiðni til að geta farið með vatnslögn frá borholum bæjarins í Vatnsendakrikum yfir land Reykjavíkurborgar í Heiðmörk. Borgaryfirvöld meinuðu Kópavogsbæ um heimild til að leggja leiðsluna yfir land sitt í fyrra og samningaviðræður um málið sigldu í strand. Gunnar I. Birgisson, formaður bæjarráðs Kópavogs, segir málið allt vera með ólíkindum. Skýrt sé kveðið á um það í vatnalögum að bænum sé heimilt að leggja leiðsluna um landið. Kópavogur hafi keypt vatnsréttindi í Vatnsendakrika "Þeir vilja láta okkur kaupa vatn af sér með góðu eða illu," segir Gunnar I. "Við erum hins vegar að stofna vatnsveitu því það er mjög hagkvæmt fyrirtæki fyrir bæjarbúa. Það myndi þýða að vatnsskatturinn á bæjarbúa lækkar verulega." Gunnar I. segir mjög sérkennilegt og óþekkt að sveitarfélag neiti öðru sveitarfélagi um að fara með vatnsleiðslu um land. "Orkuveita Reykjavíkur er núna að byggja Hellisheiðarvirkjun og þarf að fara með leiðslur þaðan í gegnum Sandskeið. Ætli við neitum þeim ekki bara um það. Mér finnst það allt eins líklegt." Málið í heild sinni er alveg fáránlegt og í raun grátbroslegt að sögn Gunnars I. "Þótt Reykjavík sé stærsta sveitarfélag landsins getur það ekki kúgað hvern sem er í krafti stærðarinnar. Borgarfulltrúar Reykjavíkurlistans ættu kannski að leita sér sálfræðihjálpar vegna minnimáttakenndar gagnvart Kópavogi." Borgaryfirvöld líta svo á að Vatnsendakrikar séu eign Reykjavíkur því þeir hafi verið teknir eignarnámi árið 1949 og bætur greiddar fyrir. Gunnar Eydal borgarlögmaður segist telja að ráðuneytinu beri að vísa lögnámsbeiðninni frá þar sem óbyggðanefnd eigi eftir að úrskurða um svæðið.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sjá meira