Kárahnjúkar og Írak á Alþingi 23. janúar 2005 00:01 Alþingi kemur saman að nýju í dag eftir jólaleyfi og hefst þingfundur klukkan þrjú með óundirbúnum fyrirspurnum til ráðherra og eru formenn þingflokkanna sammála um að Íraksmálið muni að öllum líkindum koma upp í umræðunni. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, segir að sviptingar í utanríkismálum og vinnumarkaðsmál við Kárahnjúka verði líklega meðal þeirra mála sem upp komi á Alþingi í dag. Hjálmar Árnason, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, og Einar K. Guðfinnsson, formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, segjast aðspurðir allir eiga von á því að fjallað verði um Íraksmálið í ljósi þess sem fram hefur komið í fjölmiðlum að undanförnu. Steingrímur J. Sigfússon segist eiga von á líflegum tímum framundan á Alþingi. "Þetta verður að öllum líkindum líflegra þing en maður gæti átt von á í ljósi þess að það er á miðju kjörtímabili. Það ræðst auðvitað af því hvaða mál koma frá ríkisstjórninni en vissulega eru mörg stór mál í umræðunni. Það er ákveðinn óróleiki til staðar og hnökrar í stjórnarsamstarfinu, enda finna allir að það stendur ekki á mjög traustum fótum. Líkurnar á óvæntum tíðindum eru til staðar og skapa vissa spennu," segir Steingrímur. Þá er búist við því að þingflokkarnir ræði sérstaklega á fundum sínum í dag hvort brotið hafi verið gegn lögum um meðferð trúnaðarupplýsinga í utanríkismálanefnd í kjölfar umfjöllunar Fréttablaðsins um efni funda nefndarinnar í febrúar og mars 2003. Einar K. Guðfinnsson segir augljóst mál að það verði rætt enda hafi utanríkismálanefnd verið kölluð saman til fundar síðar í vikunni til að fjalla um meðferð trúnaðarupplýsinga. Alþingi Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Fleiri fréttir Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Sjá meira
Alþingi kemur saman að nýju í dag eftir jólaleyfi og hefst þingfundur klukkan þrjú með óundirbúnum fyrirspurnum til ráðherra og eru formenn þingflokkanna sammála um að Íraksmálið muni að öllum líkindum koma upp í umræðunni. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, segir að sviptingar í utanríkismálum og vinnumarkaðsmál við Kárahnjúka verði líklega meðal þeirra mála sem upp komi á Alþingi í dag. Hjálmar Árnason, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, og Einar K. Guðfinnsson, formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, segjast aðspurðir allir eiga von á því að fjallað verði um Íraksmálið í ljósi þess sem fram hefur komið í fjölmiðlum að undanförnu. Steingrímur J. Sigfússon segist eiga von á líflegum tímum framundan á Alþingi. "Þetta verður að öllum líkindum líflegra þing en maður gæti átt von á í ljósi þess að það er á miðju kjörtímabili. Það ræðst auðvitað af því hvaða mál koma frá ríkisstjórninni en vissulega eru mörg stór mál í umræðunni. Það er ákveðinn óróleiki til staðar og hnökrar í stjórnarsamstarfinu, enda finna allir að það stendur ekki á mjög traustum fótum. Líkurnar á óvæntum tíðindum eru til staðar og skapa vissa spennu," segir Steingrímur. Þá er búist við því að þingflokkarnir ræði sérstaklega á fundum sínum í dag hvort brotið hafi verið gegn lögum um meðferð trúnaðarupplýsinga í utanríkismálanefnd í kjölfar umfjöllunar Fréttablaðsins um efni funda nefndarinnar í febrúar og mars 2003. Einar K. Guðfinnsson segir augljóst mál að það verði rætt enda hafi utanríkismálanefnd verið kölluð saman til fundar síðar í vikunni til að fjalla um meðferð trúnaðarupplýsinga.
Alþingi Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Fleiri fréttir Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Sjá meira