Hörð valdabarátta innan Framsóknar 28. janúar 2005 00:01 Formaður Landssambands framsóknarkvenna, Una María Óskarsdóttir, var felld úr stjórn Félags framsóknarkvenna í Kópavogi í gær. Innanbúðarmenn segja að í stjórnarkjöri kvenfélagsins kristallist hörð valdabarátta innan flokksins. Félagið Freyja í Kópavogi er elsta kvenfélag Framsóknarflokksins og það félag sem stutt hefur hvað ötullegast við Siv Friðleifsdóttur. Siv skrifar um aðalfund Freyju á heimasíðu sinni og segir hann hafa verið afar merkilegan fyrir þær sakir að í upphafi fundar var borin fram tillaga um 43 konur til skráningar í félagið sem Aðalheiður Sigursveinsdóttir, kona Páls Magnússonar, aðstoðarmanns iðnaðarráðherra, hafði komið með á flokksskrifstofuna sama dag og aðalfundur var haldinn. Þá sér Siv ástæðu til að tiltaka sérstaklega að auk Aðalheiðar hafi eiginkona Árna Magnússonar félagsmálaráðherra og bróðir Páls mætt á fundinn. Lögmæti fundarins var dregið í efa en þó var kosið í stjórn. Tvær voru felldar úr stjórn, önnur þeirra er Una María Óskarsdóttir, formaður Landssambands Framsóknarkvenna og fyrrverandi aðstoðarmaður Sivjar. Innan Framsóknarflokksins heyrast þær raddir að það að Aðalheiður, eiginkona Páls og svilkona Árna Magnússonar félagsmálaráðherra, komist í stjórn sé einmitt liður í valdatafli sem miði að því að koma þeim bræðrum fram fyrir Siv á næsta flokksþingi. Aðalheiður segir það alls ekki vera rétt og segir að með því að halda því fram sé verið að tala niður til kvenna. Konurnar hafi gengið til liðs við félagið til að styðja Sigurbjörgu Vilmundardóttur til stjórnarsetu. Á fundinum dró Sigurbjörg framboð sitt til baka en þó má ljóst vera að einhver verða eftirmálin. Laganefnd Framsóknarflokksins fær málið inn á sitt borð og mun þá væntanlega kanna lögmæti þeirrar smölunar sem fram fór fyrir aðalfundinn. Aðalheiður segir að svona komi konur inn í stjórnmál, þ.e. þegar þær eru hvattar til að taka þátt, og það sé grátlegt að sjá Siv bregðast við með þessum hætti. Siv vildi ekki ræða aðalfund Freyjunnar við fréttastofuna í dag. Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Fleiri fréttir Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Sjá meira
Formaður Landssambands framsóknarkvenna, Una María Óskarsdóttir, var felld úr stjórn Félags framsóknarkvenna í Kópavogi í gær. Innanbúðarmenn segja að í stjórnarkjöri kvenfélagsins kristallist hörð valdabarátta innan flokksins. Félagið Freyja í Kópavogi er elsta kvenfélag Framsóknarflokksins og það félag sem stutt hefur hvað ötullegast við Siv Friðleifsdóttur. Siv skrifar um aðalfund Freyju á heimasíðu sinni og segir hann hafa verið afar merkilegan fyrir þær sakir að í upphafi fundar var borin fram tillaga um 43 konur til skráningar í félagið sem Aðalheiður Sigursveinsdóttir, kona Páls Magnússonar, aðstoðarmanns iðnaðarráðherra, hafði komið með á flokksskrifstofuna sama dag og aðalfundur var haldinn. Þá sér Siv ástæðu til að tiltaka sérstaklega að auk Aðalheiðar hafi eiginkona Árna Magnússonar félagsmálaráðherra og bróðir Páls mætt á fundinn. Lögmæti fundarins var dregið í efa en þó var kosið í stjórn. Tvær voru felldar úr stjórn, önnur þeirra er Una María Óskarsdóttir, formaður Landssambands Framsóknarkvenna og fyrrverandi aðstoðarmaður Sivjar. Innan Framsóknarflokksins heyrast þær raddir að það að Aðalheiður, eiginkona Páls og svilkona Árna Magnússonar félagsmálaráðherra, komist í stjórn sé einmitt liður í valdatafli sem miði að því að koma þeim bræðrum fram fyrir Siv á næsta flokksþingi. Aðalheiður segir það alls ekki vera rétt og segir að með því að halda því fram sé verið að tala niður til kvenna. Konurnar hafi gengið til liðs við félagið til að styðja Sigurbjörgu Vilmundardóttur til stjórnarsetu. Á fundinum dró Sigurbjörg framboð sitt til baka en þó má ljóst vera að einhver verða eftirmálin. Laganefnd Framsóknarflokksins fær málið inn á sitt borð og mun þá væntanlega kanna lögmæti þeirrar smölunar sem fram fór fyrir aðalfundinn. Aðalheiður segir að svona komi konur inn í stjórnmál, þ.e. þegar þær eru hvattar til að taka þátt, og það sé grátlegt að sjá Siv bregðast við með þessum hætti. Siv vildi ekki ræða aðalfund Freyjunnar við fréttastofuna í dag.
Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Fleiri fréttir Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Sjá meira