Ekki nóg að sigra í könnunum 9. febrúar 2005 00:01 Ingibjörg Sólrún Gísladóttir segir ekki nóg að sigra í könnunum. Það séu kosningarnar sjálfar sem gildi. Hún segist þó gleðjast yfir nýrri könnun sem sýnir að átta af hverjum tíu Samfylkingarmönnum telja hana hæfari til formennsku í flokknum en sitjandi formann, Össur Skarphéðinsson. Sjötíu prósent kjósenda Samfylkingarinnar telja Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur hæfari til að gegna formennsku í flokknum. Átján prósent veðja hins vegar á Össur Skarphéðinsson. Tólf prósent eru hlutlaus. Sé einungis litið til þeirra sem tóku afstöðu vilja átta af hverjum tíu að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir leiði flokkinn. Þetta kemur fram í skoðanakönnun sem Gallup gerði fyrir tímaritið Mannlíf og birtist í nýjasta tölublaði þess. Þar voru 1288 spurðir en 801 svaraði. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir er talin vænlegri kostur í formannsembættið af rúmum 65 prósentum fólks úr öllum flokkum sé einungis litið til þeirra sem tóku afstöðu. Tæp 35 prósent veðja hins vegar á Össur. Nokkur munur er á milli kynja en þannig telja 72 prósent kvenna að Ingibjörg Sólrún sé hæfari en 59 prósent karla eru sömu skoðunar. Séu niðurstöðurnar hins vegar skoðaðar eftir flokkum eru línurnar öðruvísi. Sextíu prósent sjálfstæðismanna telja Össur hæfari en Ingibjörgu Sólrúnu til að leiða Samfylkinguna og 53 prósent framsóknarmanna að sama skapi. Sjötíu og sex prósent vinstri - grænna veðja hins vegar á Ingibjörgu Sólrúnu. Ingibjörg Sólrún segir ánægjulegt að fá svo góðan stuðning en hún sé ágætlega raunsæ og hafi reynslu af pólitík og könnunum og hún viti að það sé ekki nóg að sigra í könnunum, það þurfi að sigra í kosningum. Aðpurð hvort hún hafi átt von á þessu segist Ingibjörg ekki hafa vita á hverju hún ætti von. Hún hafi bara vitað það að hún hefði tekið áhættu fyrir tveimur árum vegna þess að vika í pólitík sé langur tími, hvað þá tvö ár. Hún hafi engu að síður látið slag standa og boðið sig fram vitandi það að hún hefði góðan stuðning og að þrýst væri á hana að bjóða sig fram. Henni hafi fundist hún þurfa að ljúka ákveðnum leiðangri sem hún hafi verið í en auðvitað sé þetta ferð út í óvissuna. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Fleiri fréttir Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Sjá meira
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir segir ekki nóg að sigra í könnunum. Það séu kosningarnar sjálfar sem gildi. Hún segist þó gleðjast yfir nýrri könnun sem sýnir að átta af hverjum tíu Samfylkingarmönnum telja hana hæfari til formennsku í flokknum en sitjandi formann, Össur Skarphéðinsson. Sjötíu prósent kjósenda Samfylkingarinnar telja Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur hæfari til að gegna formennsku í flokknum. Átján prósent veðja hins vegar á Össur Skarphéðinsson. Tólf prósent eru hlutlaus. Sé einungis litið til þeirra sem tóku afstöðu vilja átta af hverjum tíu að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir leiði flokkinn. Þetta kemur fram í skoðanakönnun sem Gallup gerði fyrir tímaritið Mannlíf og birtist í nýjasta tölublaði þess. Þar voru 1288 spurðir en 801 svaraði. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir er talin vænlegri kostur í formannsembættið af rúmum 65 prósentum fólks úr öllum flokkum sé einungis litið til þeirra sem tóku afstöðu. Tæp 35 prósent veðja hins vegar á Össur. Nokkur munur er á milli kynja en þannig telja 72 prósent kvenna að Ingibjörg Sólrún sé hæfari en 59 prósent karla eru sömu skoðunar. Séu niðurstöðurnar hins vegar skoðaðar eftir flokkum eru línurnar öðruvísi. Sextíu prósent sjálfstæðismanna telja Össur hæfari en Ingibjörgu Sólrúnu til að leiða Samfylkinguna og 53 prósent framsóknarmanna að sama skapi. Sjötíu og sex prósent vinstri - grænna veðja hins vegar á Ingibjörgu Sólrúnu. Ingibjörg Sólrún segir ánægjulegt að fá svo góðan stuðning en hún sé ágætlega raunsæ og hafi reynslu af pólitík og könnunum og hún viti að það sé ekki nóg að sigra í könnunum, það þurfi að sigra í kosningum. Aðpurð hvort hún hafi átt von á þessu segist Ingibjörg ekki hafa vita á hverju hún ætti von. Hún hafi bara vitað það að hún hefði tekið áhættu fyrir tveimur árum vegna þess að vika í pólitík sé langur tími, hvað þá tvö ár. Hún hafi engu að síður látið slag standa og boðið sig fram vitandi það að hún hefði góðan stuðning og að þrýst væri á hana að bjóða sig fram. Henni hafi fundist hún þurfa að ljúka ákveðnum leiðangri sem hún hafi verið í en auðvitað sé þetta ferð út í óvissuna.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Fleiri fréttir Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Sjá meira