Efast um trúverðugleikann 10. febrúar 2005 00:01 "Við erum að tala um trúverðugleika ríkisstjórnarinnar og hvort hæstvirtur forsætisráðherra Íslands fari með rétt mál," sagði Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri grænna, í umræðu um Íraksmálið á Alþingi í gær. Tilefnið var viðtal við Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra sem sýnt var á Stöð 2 kvöldið áður, er rætt var um aðdraganda ákvörðunar forsætisráðherra og utanríkisráðherra um stuðning Íslands við innrásina í Írak í mars 2003. Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, benti á að í viðtalinu hefði Halldór staðfest að það hefði verið þrýstingur Bandaríkjamanna sem leiddi til þessarar ákvörðunar. "Það kom líka fram að varnarhagsmunir hefðu blandast inn í. Forsætisráðherra afsakaði þetta með því að segja að ef beiðni frá 60 ára vinaþjóð hefði verið hafnað hefði orðið veruleg stefnubreyting í öryggis- og varnarmálum okkar. Það er rangt. Þarna var um ólögmætt innrásarstríð að ræða eins og Kofi Annan, ritari Sameinuðu þjóðanna, hefur manna best rökstutt. Það sem felur í sér stefnubreytingu er það að Ísland skuli styðja einhliða innrásarstríð, sem er ólögmætt, og það er líka stefnubreyting að ákvörðunin skuli hafa verið tekin án lögskipaðs samráðs við utanríkismálanefnd," sagði Össur. Halldór sagði að Össur færi með rangt mál. "Ég sagði í þessu viðtali að það væru engin bein tengsl. Ef það kemur honum á óvart að það sé náið samstarf í varnarmálum milli Bandaríkjanna og Íslands þá er ég furðu lostinn yfir því," sagði Halldór. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, benti á að ekki væri stafkrókur bókaður um málið í Stjórnarráði Íslands. "Það eru engin skrifleg gögn til. Það var aldrei tekin nein formleg ákvörðun á fundi," sagði hann. Össur spurði að því hvers vegna ákvörðunin hefði ekki verið rædd í ríkisstjórn. "Getur skýringin verið sú að innan ríkisstjórnarinnar hafi verið menn sem hafi verið andstæðir þessu, eins og hæstvirtur landbúnaðarráðherra Guðni Ágústsson? Hver er skýringin á því að það var ekki lagt í að ræða þetta í þingflokknum? Getur hún verið sú að það hafi verið fimm þingmenn Framsóknarflokksins sem ekki hafi verið sammála þessu? Er skýringin sú að hæstvirt ríkisstjórn hafði ekki þingmeirihluta fyrir þessu?" sagði Össur. Alþingi Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira
"Við erum að tala um trúverðugleika ríkisstjórnarinnar og hvort hæstvirtur forsætisráðherra Íslands fari með rétt mál," sagði Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri grænna, í umræðu um Íraksmálið á Alþingi í gær. Tilefnið var viðtal við Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra sem sýnt var á Stöð 2 kvöldið áður, er rætt var um aðdraganda ákvörðunar forsætisráðherra og utanríkisráðherra um stuðning Íslands við innrásina í Írak í mars 2003. Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, benti á að í viðtalinu hefði Halldór staðfest að það hefði verið þrýstingur Bandaríkjamanna sem leiddi til þessarar ákvörðunar. "Það kom líka fram að varnarhagsmunir hefðu blandast inn í. Forsætisráðherra afsakaði þetta með því að segja að ef beiðni frá 60 ára vinaþjóð hefði verið hafnað hefði orðið veruleg stefnubreyting í öryggis- og varnarmálum okkar. Það er rangt. Þarna var um ólögmætt innrásarstríð að ræða eins og Kofi Annan, ritari Sameinuðu þjóðanna, hefur manna best rökstutt. Það sem felur í sér stefnubreytingu er það að Ísland skuli styðja einhliða innrásarstríð, sem er ólögmætt, og það er líka stefnubreyting að ákvörðunin skuli hafa verið tekin án lögskipaðs samráðs við utanríkismálanefnd," sagði Össur. Halldór sagði að Össur færi með rangt mál. "Ég sagði í þessu viðtali að það væru engin bein tengsl. Ef það kemur honum á óvart að það sé náið samstarf í varnarmálum milli Bandaríkjanna og Íslands þá er ég furðu lostinn yfir því," sagði Halldór. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, benti á að ekki væri stafkrókur bókaður um málið í Stjórnarráði Íslands. "Það eru engin skrifleg gögn til. Það var aldrei tekin nein formleg ákvörðun á fundi," sagði hann. Össur spurði að því hvers vegna ákvörðunin hefði ekki verið rædd í ríkisstjórn. "Getur skýringin verið sú að innan ríkisstjórnarinnar hafi verið menn sem hafi verið andstæðir þessu, eins og hæstvirtur landbúnaðarráðherra Guðni Ágústsson? Hver er skýringin á því að það var ekki lagt í að ræða þetta í þingflokknum? Getur hún verið sú að það hafi verið fimm þingmenn Framsóknarflokksins sem ekki hafi verið sammála þessu? Er skýringin sú að hæstvirt ríkisstjórn hafði ekki þingmeirihluta fyrir þessu?" sagði Össur.
Alþingi Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira