Fangelsið ekki mannsæmandi 14. febrúar 2005 00:01 Sigurður Eiríksson, fangelsisstjóri í fangelsinu á Akureyri, tekur undir með Valtý Sigurðsson fangelsismálastjóra að umrætt fangelsi sé ekki mannsæmandi. Fangarnir hafi ekkert við að vera, útivistaraðstaða sé ófullnægjandi, loftræsing í klefum léleg og áfram megi telja. "Ég held að þetta hafi oft verið í umræðunni í gegnum árin," sagði Sigurður. "En það er ekkert annað að gera ef á að taka á þessu í alvöru. Taka fangelsið alveg í gegn frá grunni eða þá að loka því." Eins og kom fram í máli Valtýs í Fréttablaðinu um helgina hefur verið lokið við að gera drög að stækkun fangelsisins og nemur kostnaðaráætlun 150 milljónum króna. Þar af er breyting á húsnæði lögreglu upp á um 50 milljónir. Fangelsið verður stækkað um tvo klefa þannig að þar verði tíu klefar en megináhersla lögð á að gera það rekstrarhæft sem fangelsi, að sögn Valtýs, þar sem föngum verði sköpuð aðstaða til vinnu og útbúin aðstaða til heimsókna, sem engin er í dag. "Fangelsið er hvorki fugl né fiskur," sagði Valtýr um ástand þess nú. "Að mínu mati á að loka því ef það verður ekki gert mannsæmandi." Sigurður sagði að atvinnumálin í fangelsinu og heimsóknaraðstaðan hefðu verið helstu vandamálin. Fangar hefðu ekki mikið við að vera, ekki nema það sem hver og einn fyndi sér sjálfur að gera innan fangelsisveggjanna. Spurður um aðstæður til útivistar sagði hann að þær væru ekki góðar. "Það má segja að þeir hafi ekki komist út úr húsinu. Þetta er garður sem er girtur, þannig að þeir sjá ekki neitt nema upp í heiðan himininn. Síðan má segja að loftræsting í klefunum sé léleg." Fangelsið hefur hýst karlmenn á undanförnum árum að sögn Sigurðar. Áður var þar rekið kvennafangelsi í einhvern tíma, en það er löngu aflagt. "Þetta er yfirleitt fullt hérna, því miður," sagði Sigurður. "Það er talað um átta klefa en það eru ekki nema sjö sem eru notaðir. Það gengur ekki að hafa átta manns, það er of mikið." Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Erlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Fleiri fréttir Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Sjá meira
Sigurður Eiríksson, fangelsisstjóri í fangelsinu á Akureyri, tekur undir með Valtý Sigurðsson fangelsismálastjóra að umrætt fangelsi sé ekki mannsæmandi. Fangarnir hafi ekkert við að vera, útivistaraðstaða sé ófullnægjandi, loftræsing í klefum léleg og áfram megi telja. "Ég held að þetta hafi oft verið í umræðunni í gegnum árin," sagði Sigurður. "En það er ekkert annað að gera ef á að taka á þessu í alvöru. Taka fangelsið alveg í gegn frá grunni eða þá að loka því." Eins og kom fram í máli Valtýs í Fréttablaðinu um helgina hefur verið lokið við að gera drög að stækkun fangelsisins og nemur kostnaðaráætlun 150 milljónum króna. Þar af er breyting á húsnæði lögreglu upp á um 50 milljónir. Fangelsið verður stækkað um tvo klefa þannig að þar verði tíu klefar en megináhersla lögð á að gera það rekstrarhæft sem fangelsi, að sögn Valtýs, þar sem föngum verði sköpuð aðstaða til vinnu og útbúin aðstaða til heimsókna, sem engin er í dag. "Fangelsið er hvorki fugl né fiskur," sagði Valtýr um ástand þess nú. "Að mínu mati á að loka því ef það verður ekki gert mannsæmandi." Sigurður sagði að atvinnumálin í fangelsinu og heimsóknaraðstaðan hefðu verið helstu vandamálin. Fangar hefðu ekki mikið við að vera, ekki nema það sem hver og einn fyndi sér sjálfur að gera innan fangelsisveggjanna. Spurður um aðstæður til útivistar sagði hann að þær væru ekki góðar. "Það má segja að þeir hafi ekki komist út úr húsinu. Þetta er garður sem er girtur, þannig að þeir sjá ekki neitt nema upp í heiðan himininn. Síðan má segja að loftræsting í klefunum sé léleg." Fangelsið hefur hýst karlmenn á undanförnum árum að sögn Sigurðar. Áður var þar rekið kvennafangelsi í einhvern tíma, en það er löngu aflagt. "Þetta er yfirleitt fullt hérna, því miður," sagði Sigurður. "Það er talað um átta klefa en það eru ekki nema sjö sem eru notaðir. Það gengur ekki að hafa átta manns, það er of mikið."
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Erlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Fleiri fréttir Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði