Aganefndin haldi trúverðugleika 17. febrúar 2005 00:01 Það kom óneitanlega á óvart þegar Karl V. Jóhannsson, formaður aganefndar HSÍ, viðurkenndi í viðtali við Fréttablaðið í gær að hann og kollegar hans í aganefndinni hefðu gert mistök þegar þeir dæmdu Roland Eradze, markvörð ÍBV, í átján daga bann fyrir að ganga berserksgang og ógna Gísla Hlyni Jóhannssyni, dómara leiks ÍR og ÍBV á laugardaginn. Karl var óvenju opinskár í viðtalinu og viðurkenndi að dómurinn hefði verið of vægur. "Eftir á að hyggja þá fórum við of mjúkum höndum um Roland og það hefði sennilega verið réttlætanlegt að setja hann í eins til eins og hálfs mánaðar bann. Ég get alveg tekið undir þá gagnrýni sem hefur verið beint að okkur og það er alveg ljóst að það verður tekið harðar á svona málum í framtíðinni," sagði Karl. Fréttablaðið hafði samband við Einar Þorvarðarson, framkvæmdastjóra HSÍ og spurði hann hvort aganefndin hefði einhvern snefil af trúverðugleika eftir játningar Karls um að dómarinn hefði verið of vægur. "Ég vona að aganefndin haldi trúverðugleika sínum. Hingað til hefur aganefndin frekar verið gagnrýnt fyrir of mikla hörku í dómum sínum þannig að það kveður við nýjan tón. Það er hins vegar klárt mál að það er vandamál á ferðinni þegar aganefndin treystir sér ekki til að dæma mann í lengra bann vegna laganna þótt hún telji að hann eigi það skilið. Það er verkefni aganefndar að bregðast við því, skila tillögum fyrir ársþingið sem er í mars og fá breytingar samþykktar til að hægt sé að dæma menn í það bann sem þeir eiga skilið," sagði Einar. Einar sagðist aðspurður bera fullt traust til meðlima aganefndar þrátt fyrir mistökin. "Ég hef treyst þessum mönnum hingað til og geri það enn. Það er reyndar ekki í mínum verkahring að fjalla um nefndina og ég geri ráð fyrir að þeirra störf verði lögð fyrir ársþingið," sagði Einar sem sagðist vera búinn að fá sig fullsaddan af þessum fjölmiðlasirkus eins og hann kallaði það í kringum mál Rolands Eradze. Íslenski handboltinn Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Fótbolti Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Körfubolti Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Fótbolti Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Formúla 1 Sanngjarn heimasigur Enski boltinn „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Fleiri fréttir Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Stjörnukonur fengu silfur á Norðurlandamótinu Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Sjá meira
Það kom óneitanlega á óvart þegar Karl V. Jóhannsson, formaður aganefndar HSÍ, viðurkenndi í viðtali við Fréttablaðið í gær að hann og kollegar hans í aganefndinni hefðu gert mistök þegar þeir dæmdu Roland Eradze, markvörð ÍBV, í átján daga bann fyrir að ganga berserksgang og ógna Gísla Hlyni Jóhannssyni, dómara leiks ÍR og ÍBV á laugardaginn. Karl var óvenju opinskár í viðtalinu og viðurkenndi að dómurinn hefði verið of vægur. "Eftir á að hyggja þá fórum við of mjúkum höndum um Roland og það hefði sennilega verið réttlætanlegt að setja hann í eins til eins og hálfs mánaðar bann. Ég get alveg tekið undir þá gagnrýni sem hefur verið beint að okkur og það er alveg ljóst að það verður tekið harðar á svona málum í framtíðinni," sagði Karl. Fréttablaðið hafði samband við Einar Þorvarðarson, framkvæmdastjóra HSÍ og spurði hann hvort aganefndin hefði einhvern snefil af trúverðugleika eftir játningar Karls um að dómarinn hefði verið of vægur. "Ég vona að aganefndin haldi trúverðugleika sínum. Hingað til hefur aganefndin frekar verið gagnrýnt fyrir of mikla hörku í dómum sínum þannig að það kveður við nýjan tón. Það er hins vegar klárt mál að það er vandamál á ferðinni þegar aganefndin treystir sér ekki til að dæma mann í lengra bann vegna laganna þótt hún telji að hann eigi það skilið. Það er verkefni aganefndar að bregðast við því, skila tillögum fyrir ársþingið sem er í mars og fá breytingar samþykktar til að hægt sé að dæma menn í það bann sem þeir eiga skilið," sagði Einar. Einar sagðist aðspurður bera fullt traust til meðlima aganefndar þrátt fyrir mistökin. "Ég hef treyst þessum mönnum hingað til og geri það enn. Það er reyndar ekki í mínum verkahring að fjalla um nefndina og ég geri ráð fyrir að þeirra störf verði lögð fyrir ársþingið," sagði Einar sem sagðist vera búinn að fá sig fullsaddan af þessum fjölmiðlasirkus eins og hann kallaði það í kringum mál Rolands Eradze.
Íslenski handboltinn Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Fótbolti Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Körfubolti Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Fótbolti Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Formúla 1 Sanngjarn heimasigur Enski boltinn „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Fleiri fréttir Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Stjörnukonur fengu silfur á Norðurlandamótinu Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Sjá meira