Hver á að eiga orkulindirnar? 22. febrúar 2005 00:01 Grundvallarágreiningur í íslenskum stjórnmálum um hver eigi að eiga orkulindir þjóðarinnar kristallaðist í snörpum umræðum á Alþingi í dag. Formaður Vinstri grænna setti samstarfið innan R-listans í uppnám þegar hann strengdi þess heit að allt yrði gert til að koma í veg fyrir sameiningu orkufyrirtækja ríkisins og einkavæðingu þeirra. Þingflokksformaður framsóknar upplýsti hins vegar að stefnumörkun ríkisstjórnarinnar hefði enn ekki verið rædd í þingflokknum. Eigendur Landsvirkjunar lýstu því yfir fyrir helgi að stefnt væri að því að ríkið keypti út Reykjavíkuborg og Akureyri um næstu áramót. Samhliða lýstu ráðherrarnir því yfir að sameina ætti Landsvirkjun, Rafmagnsveitur ríkisins og Orkubú Vestfjarða í einn orkurisa sem ætlunin er að breyta í hlutafélag eftir þrjú ár og bjóða nýjum fjárfestum að koma inn í. Blekið er vart þornað af yfirlýsingunni þegar efasemdir vakna um bakland borgarstjórans í Reykjavík en stjórn Vinstri grænna í borginni lýsti því yfir í dag að í ljósi yfirlýsingar ráðherranna hlyti Vinstri hreyfingin - grænt framboð, sem stendur að R-listanum, að leggjast eindregið gegn því að borgin selji sinn hlut í Landsvirkjun. Efasemdir vöknuðu einnig í dag um bakland iðnaðarráðherrans. Sérstaka athygli vakti yfirlýsing formanns þingflokks framsóknarmanna, Hjálmars Árnasonar, um að stefnumörkun ríkisstjórnarinnar hefði enga umræðu fengið innan þeirra þingflokks. Hann vakti einnig athygli á því að ekki hafi verið samþykkt á flokksþingi Framsóknarflokksins að breyta Landsvirkjun í hlutafélag. Samfylkingarmaðurinn og varaborgarfulltrúinn, Helgi Hjörvar, tók málið upp á Alþingi í dag. Hann lýsti því yfir að Samfylkingin væri algjörlega á móti því að skapa slíkan orkurisa sem síðan yrði einkavæddur. Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra sagði hins vegar mjög margt mæla með sameiningu orkufyrirtækjanna, t.a.m. lækkun verðs fyrir raforkunotendur. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, skýrði áformin með því að færa þyrfti tap vegna stóriðjusamninga yfir á aðra raforkunotendur. Hann sagði að nær væri að fara í þveröfuga átt og reyna að einangra stórorkutapið í sjálfstæðu, gagnsæju fyrirtæki. Sjálfstæðismenn beindu spjótum sínum að borgarstjóranum í Reykjavík. Sigurður Kári Kristjánsson sagði þá gera þá kröfu til þeirra aðila sem komi að málinu að þeir hefðu fullt og óskorað umboð til að ganga frá því, ekki síst vegna stærðar þess og mikilvægis. Hann sagði flokkinn gera þá kröfu að við samkomulagið væri staðið og málið mætti ekki stranda á innanhússátökum í R-lista. Jón Bjarnason, þingmaður Visntri grænna, gerði Valgerði Sverrisdóttur hins vegar tilboð og sagðist myndi styðja sérstaka fjárveitingu til að gera hana að sendiherra í mjög fjarlægu landi. Valgerður svaraði því til að Jón myndi sakna sín á fyrsta degi. Alþingi Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Sjá meira
Grundvallarágreiningur í íslenskum stjórnmálum um hver eigi að eiga orkulindir þjóðarinnar kristallaðist í snörpum umræðum á Alþingi í dag. Formaður Vinstri grænna setti samstarfið innan R-listans í uppnám þegar hann strengdi þess heit að allt yrði gert til að koma í veg fyrir sameiningu orkufyrirtækja ríkisins og einkavæðingu þeirra. Þingflokksformaður framsóknar upplýsti hins vegar að stefnumörkun ríkisstjórnarinnar hefði enn ekki verið rædd í þingflokknum. Eigendur Landsvirkjunar lýstu því yfir fyrir helgi að stefnt væri að því að ríkið keypti út Reykjavíkuborg og Akureyri um næstu áramót. Samhliða lýstu ráðherrarnir því yfir að sameina ætti Landsvirkjun, Rafmagnsveitur ríkisins og Orkubú Vestfjarða í einn orkurisa sem ætlunin er að breyta í hlutafélag eftir þrjú ár og bjóða nýjum fjárfestum að koma inn í. Blekið er vart þornað af yfirlýsingunni þegar efasemdir vakna um bakland borgarstjórans í Reykjavík en stjórn Vinstri grænna í borginni lýsti því yfir í dag að í ljósi yfirlýsingar ráðherranna hlyti Vinstri hreyfingin - grænt framboð, sem stendur að R-listanum, að leggjast eindregið gegn því að borgin selji sinn hlut í Landsvirkjun. Efasemdir vöknuðu einnig í dag um bakland iðnaðarráðherrans. Sérstaka athygli vakti yfirlýsing formanns þingflokks framsóknarmanna, Hjálmars Árnasonar, um að stefnumörkun ríkisstjórnarinnar hefði enga umræðu fengið innan þeirra þingflokks. Hann vakti einnig athygli á því að ekki hafi verið samþykkt á flokksþingi Framsóknarflokksins að breyta Landsvirkjun í hlutafélag. Samfylkingarmaðurinn og varaborgarfulltrúinn, Helgi Hjörvar, tók málið upp á Alþingi í dag. Hann lýsti því yfir að Samfylkingin væri algjörlega á móti því að skapa slíkan orkurisa sem síðan yrði einkavæddur. Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra sagði hins vegar mjög margt mæla með sameiningu orkufyrirtækjanna, t.a.m. lækkun verðs fyrir raforkunotendur. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, skýrði áformin með því að færa þyrfti tap vegna stóriðjusamninga yfir á aðra raforkunotendur. Hann sagði að nær væri að fara í þveröfuga átt og reyna að einangra stórorkutapið í sjálfstæðu, gagnsæju fyrirtæki. Sjálfstæðismenn beindu spjótum sínum að borgarstjóranum í Reykjavík. Sigurður Kári Kristjánsson sagði þá gera þá kröfu til þeirra aðila sem komi að málinu að þeir hefðu fullt og óskorað umboð til að ganga frá því, ekki síst vegna stærðar þess og mikilvægis. Hann sagði flokkinn gera þá kröfu að við samkomulagið væri staðið og málið mætti ekki stranda á innanhússátökum í R-lista. Jón Bjarnason, þingmaður Visntri grænna, gerði Valgerði Sverrisdóttur hins vegar tilboð og sagðist myndi styðja sérstaka fjárveitingu til að gera hana að sendiherra í mjög fjarlægu landi. Valgerður svaraði því til að Jón myndi sakna sín á fyrsta degi.
Alþingi Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Sjá meira