Stöðugur flótti stuðningsmanna ESB 27. febrúar 2005 00:01 Enn er hart tekist á um afstöðu til Evrópusambandsins á flokksþingi Framsóknarflokksins. Stuðningsmenn aðildar eru á stöðugum flótta og hafa andstæðingar náð fram verulegum breytingum frá upphaflegri tillögu að ályktun. Þá stefnir í að Framsóknarflokkurinn álykti að flugvöllurinn eigi að vera áfram í Vatnsmýrinni. Það er engu líkara en stuðningsmenn Evrópusambandsaðildar á flokksþingi Framsóknarflokksins séu með sjö gíra aftur á bak eins og sagt var um ítalska herinn í Seinni heimsstyrjöld. Þeir hafa verið á hröðum flótta frá upphaflegri tillögu í fyrradag sem kvað á um að stefnt skyldi að því að hefja aðildarviðræður að ESB á kjörtímabilinu og niðurstöður þeirra yrðu bornar undir þjóðaratkvæði í næstu alþingiskosningum. Í gær voru þeir reknir til baka með tillögu þar sem sagði að vegna óljósrar stöðu og framtíðar EES-samningsins og almennrar þróunar Evrópumála væru líkur á að hagsmunum Íslands væri betur borgið innan ESB, og að á vettvangi Framsóknarflokksins skyldi strax hefjast vinna við mótun samningsmarkmiða. Í morgun vonuðust menn til að sátt gæti náðst um tillögu þar sem sagði að á vettvangi Framsóknarflokksins skyldi halda áfram upplýsingaöflun og vinnu við mótun samningsmarkmiða og undirbúning aðildarviðræðna við Evrópusambandið, en bera niðurstöðu þeirrar vinnu undir næsta flokksþing, til samþykktar eða synjunar. Í morgun gerðist það hins vegar að Steingrímur Hermannsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins til margra ára, stóð upp og lýsti algerri andstöðu við þennan texta. Evrópusinnarnir hafa því neyðst til að bakka enn einu sinni en á næstu mínútum er búist við að Evróputillaga með enn mildari orðalagi verði kynnt. Evrópusinnum innan Framsóknarflokksins virðist því ætla að mistakast að færa flokkinn nær aðildarviðræðum á þessu flokksþingi. Í tillögu um flugvallarmálið sem upphaflega var lögð fyrir þingið var hreinlega lagt til að innanlandsflugið ætti að færast til Keflavíkur. Nú stefnir í samkomulagstillögu um það að miðstöð innanlandsflugsins verði áfram í Vatnsmýri en flugvöllurinn gefi eftir land til annarrar starfsemi. Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
Enn er hart tekist á um afstöðu til Evrópusambandsins á flokksþingi Framsóknarflokksins. Stuðningsmenn aðildar eru á stöðugum flótta og hafa andstæðingar náð fram verulegum breytingum frá upphaflegri tillögu að ályktun. Þá stefnir í að Framsóknarflokkurinn álykti að flugvöllurinn eigi að vera áfram í Vatnsmýrinni. Það er engu líkara en stuðningsmenn Evrópusambandsaðildar á flokksþingi Framsóknarflokksins séu með sjö gíra aftur á bak eins og sagt var um ítalska herinn í Seinni heimsstyrjöld. Þeir hafa verið á hröðum flótta frá upphaflegri tillögu í fyrradag sem kvað á um að stefnt skyldi að því að hefja aðildarviðræður að ESB á kjörtímabilinu og niðurstöður þeirra yrðu bornar undir þjóðaratkvæði í næstu alþingiskosningum. Í gær voru þeir reknir til baka með tillögu þar sem sagði að vegna óljósrar stöðu og framtíðar EES-samningsins og almennrar þróunar Evrópumála væru líkur á að hagsmunum Íslands væri betur borgið innan ESB, og að á vettvangi Framsóknarflokksins skyldi strax hefjast vinna við mótun samningsmarkmiða. Í morgun vonuðust menn til að sátt gæti náðst um tillögu þar sem sagði að á vettvangi Framsóknarflokksins skyldi halda áfram upplýsingaöflun og vinnu við mótun samningsmarkmiða og undirbúning aðildarviðræðna við Evrópusambandið, en bera niðurstöðu þeirrar vinnu undir næsta flokksþing, til samþykktar eða synjunar. Í morgun gerðist það hins vegar að Steingrímur Hermannsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins til margra ára, stóð upp og lýsti algerri andstöðu við þennan texta. Evrópusinnarnir hafa því neyðst til að bakka enn einu sinni en á næstu mínútum er búist við að Evróputillaga með enn mildari orðalagi verði kynnt. Evrópusinnum innan Framsóknarflokksins virðist því ætla að mistakast að færa flokkinn nær aðildarviðræðum á þessu flokksþingi. Í tillögu um flugvallarmálið sem upphaflega var lögð fyrir þingið var hreinlega lagt til að innanlandsflugið ætti að færast til Keflavíkur. Nú stefnir í samkomulagstillögu um það að miðstöð innanlandsflugsins verði áfram í Vatnsmýri en flugvöllurinn gefi eftir land til annarrar starfsemi.
Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira