Hefnd fyrir olíumálið? 3. mars 2005 00:01 Lúðvík Bergvinsson, þingmaður Samfylkingar, segir stjórnarfrumvörp um samkeppnismál veikja stöðu samkeppnismála. Að öllum líkindum sé verið að treysta pólitísk ítök í rannsókn samkeppnismála og hefna fyrir olíumálið. Búið sé að fella út mikilvægar heimildir samkeppnisyfirvalda. Lúðvík segir að við fyrstu sýn hafi virst að menn ætluðu að styrkja samkeppnislögin. Nú virðist fremur sem menn ætli að veikja lögin og felli í því skyni burt ýmis ákvæði, til að mynda heimild samkeppnisyfrvalda til að grípa til aðgerða gegn aðgerðum sem hafa skaðleg áhrif á samkeppni. Þá séu rökin engin fyrir því að leggja niður Samkeppnisráð og Samkeppnisstofnun í núverandi mynd. Eini tilgangurinn virðist vera sá að vega að sjálfstæði stofnunarinnar, koma upp pólitískri stjórn, eins konar yfirfrakka á herðum núverandi forstjóra. „Það hvarflar að manni að þetta séu aðgerðir í kjölfar hins stóra olíumáls. Að menn séu að ná einhverjum tökum á stofnuninni og koma í veg fyrir að svona lagað komi fyrir aftur,“ segir Lúðvík. Lúðvík segir ennfremur að nefndin hafi lagt til að heimilað yrði að gera húsleit heima hjá forstjórum meintra samráðsfyrirtækja. Þessa heimild hafi verið að finna í drögum laganna en ekki lengur. Það sé skrítið að leita megi heima hjá manni sem er grunaður um að stela kjötlæri en ekki hinum sem eru grunaðir um að stela milljörðum. Þá segir Lúðvík mjög óeðlilegt að samkvæmt nýju lagafrumvörpunum sé ekki gert ráð fyrir að menn megi ekki eiga beinna eða óbeinna hagsmuna að gæta í þeirri atvinnustarfsemi sem lögin taki til, eigi þeir sæti í Samkeppnisráði. Það hafi þó verið í gömlu lögunum.„Ég túlka þetta þannig að verið sé að setja á fót einhvers konar eftirlitsaðila með starfsemi stofnunarinnar. Ég hef miklar áhyggjur af því að pólitíkin sé í raun og veru að festa sig í sessi sem eftirlitsaðili með þessari stofnun sem verið er að setja á laggirnar,“ segir Lúðvík. Alþingi Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir „Þetta er bara algjörlega galið“ Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Sjá meira
Lúðvík Bergvinsson, þingmaður Samfylkingar, segir stjórnarfrumvörp um samkeppnismál veikja stöðu samkeppnismála. Að öllum líkindum sé verið að treysta pólitísk ítök í rannsókn samkeppnismála og hefna fyrir olíumálið. Búið sé að fella út mikilvægar heimildir samkeppnisyfirvalda. Lúðvík segir að við fyrstu sýn hafi virst að menn ætluðu að styrkja samkeppnislögin. Nú virðist fremur sem menn ætli að veikja lögin og felli í því skyni burt ýmis ákvæði, til að mynda heimild samkeppnisyfrvalda til að grípa til aðgerða gegn aðgerðum sem hafa skaðleg áhrif á samkeppni. Þá séu rökin engin fyrir því að leggja niður Samkeppnisráð og Samkeppnisstofnun í núverandi mynd. Eini tilgangurinn virðist vera sá að vega að sjálfstæði stofnunarinnar, koma upp pólitískri stjórn, eins konar yfirfrakka á herðum núverandi forstjóra. „Það hvarflar að manni að þetta séu aðgerðir í kjölfar hins stóra olíumáls. Að menn séu að ná einhverjum tökum á stofnuninni og koma í veg fyrir að svona lagað komi fyrir aftur,“ segir Lúðvík. Lúðvík segir ennfremur að nefndin hafi lagt til að heimilað yrði að gera húsleit heima hjá forstjórum meintra samráðsfyrirtækja. Þessa heimild hafi verið að finna í drögum laganna en ekki lengur. Það sé skrítið að leita megi heima hjá manni sem er grunaður um að stela kjötlæri en ekki hinum sem eru grunaðir um að stela milljörðum. Þá segir Lúðvík mjög óeðlilegt að samkvæmt nýju lagafrumvörpunum sé ekki gert ráð fyrir að menn megi ekki eiga beinna eða óbeinna hagsmuna að gæta í þeirri atvinnustarfsemi sem lögin taki til, eigi þeir sæti í Samkeppnisráði. Það hafi þó verið í gömlu lögunum.„Ég túlka þetta þannig að verið sé að setja á fót einhvers konar eftirlitsaðila með starfsemi stofnunarinnar. Ég hef miklar áhyggjur af því að pólitíkin sé í raun og veru að festa sig í sessi sem eftirlitsaðili með þessari stofnun sem verið er að setja á laggirnar,“ segir Lúðvík.
Alþingi Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir „Þetta er bara algjörlega galið“ Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Sjá meira