Fischer losni eftir tvo daga 7. mars 2005 00:01 Lögfræðingur Bobbys Fischers bindur vonir við að Fischer losni úr fangelsi og geti yfirgefið Japan á afmælisdaginn sinn, eftir tvo daga. Hún fékk vegabréf hans í hendur í dag og Sæmundur Pálsson, vinur Fischers, segir að Davíð Oddsson og íslenska ríkisstjórnin hafi veitt Fischer stórkostlega aðstoð. Þetta hefur verið viðburðarríkur dagur hjá fólkinu sem vinnur hörðum höndum að því að fá Bobby Fischer lausan úr fangelsi í Japan. Í morgun hitti Sæmundur Pálsson Fischer í fyrsta sinn síðan í heimsmeistaraeinvíginu í Reykjavík árið 1972. Sæmundur sagðist hafa átt í mestu erfiðleikum með að þekkja sinn forna vin því hann sé kominn með sítt hár og skegg eftir átta mánaða dvöl í fangelsinu. Síðar í dag fékk lögfræðingur Fischers, Masako Suzuki, svo hið íslenska vegabréf hans í hendur og það ríkti því ósvikin gleði á meðal vina Fischers í dag. Suzuki sagði þetta mjög stórt skref því sé nú sé ljóst að skákmeistarinn geti farið hvert sem er án nokkurra vandræða. Suzuki ætlar að fara í dómsmálaráðuneyti Japans á morgun og hún bindur vonir við að hann losni fljótlega úr prísundinni, jafnvel eftir tvo daga. Það má segja að það yrði táknrænt ef orð Suzukis rætast því ekki á morgun heldur hinn er 9. mars, afmælisdagur Fischers, sem þá verður 62 ára. Sæmundur Pálsson segir þetta vera stóran dag í baráttunni. Hann vonaðist eftir því áður en hann hélt til Japans að geta afhent Fischer vegabréfið í afmælisgjöf. Bobby Fischer Fréttir Innlent Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sjá meira
Lögfræðingur Bobbys Fischers bindur vonir við að Fischer losni úr fangelsi og geti yfirgefið Japan á afmælisdaginn sinn, eftir tvo daga. Hún fékk vegabréf hans í hendur í dag og Sæmundur Pálsson, vinur Fischers, segir að Davíð Oddsson og íslenska ríkisstjórnin hafi veitt Fischer stórkostlega aðstoð. Þetta hefur verið viðburðarríkur dagur hjá fólkinu sem vinnur hörðum höndum að því að fá Bobby Fischer lausan úr fangelsi í Japan. Í morgun hitti Sæmundur Pálsson Fischer í fyrsta sinn síðan í heimsmeistaraeinvíginu í Reykjavík árið 1972. Sæmundur sagðist hafa átt í mestu erfiðleikum með að þekkja sinn forna vin því hann sé kominn með sítt hár og skegg eftir átta mánaða dvöl í fangelsinu. Síðar í dag fékk lögfræðingur Fischers, Masako Suzuki, svo hið íslenska vegabréf hans í hendur og það ríkti því ósvikin gleði á meðal vina Fischers í dag. Suzuki sagði þetta mjög stórt skref því sé nú sé ljóst að skákmeistarinn geti farið hvert sem er án nokkurra vandræða. Suzuki ætlar að fara í dómsmálaráðuneyti Japans á morgun og hún bindur vonir við að hann losni fljótlega úr prísundinni, jafnvel eftir tvo daga. Það má segja að það yrði táknrænt ef orð Suzukis rætast því ekki á morgun heldur hinn er 9. mars, afmælisdagur Fischers, sem þá verður 62 ára. Sæmundur Pálsson segir þetta vera stóran dag í baráttunni. Hann vonaðist eftir því áður en hann hélt til Japans að geta afhent Fischer vegabréfið í afmælisgjöf.
Bobby Fischer Fréttir Innlent Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sjá meira