Sólarhringsvaktir ekki í augsýn 10. mars 2005 00:01 Sólarhringsvaktir á skurðstofum Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja eru ekki í augsýn. Þetta kom fram í máli heilbrigðisráðherra á Alþingi í dag. Það kostar um 40 milljónir króna að hafa sólarhringsvaktir á skurðstofu Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja en sautján þúsund manns búa á svæðinu. Málshefjandi, Jón Gunnarsson, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði að nauðsynlegt væri að sólarhringsvaktir yrðu á skurðstofunni bæði vegna íbúafjöldans og ekki síður vegna fjölda flugfarþega sem fara um Keflavíkurflugvöll. Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra sagði að um mitt sumar yrðu teikningar tilbúnar af nýjum skurðstofum á stofnuninni en að sólarhringsvakt yrði ekki komið á fyrr en í fyrsta lagi þegar þær væru tilbúnar. Stefnt væri að því að bæta vaktþjónustuna frá því sem nú væri en hann teldi að endurbætur á skurðstofunni væri algjör forsenda fyrir því að efla þjónustuna eins og mögulegt væri. Kjartan Ólafsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði mikilvægt að stofnunin fengi fjármagn til að hefja uppbyggingu sem fyrst. Jón Gunnarsson var ósáttur við svör ráðherra og ítrekaði að þá skoðun sína að nauðsynlegt væri að koma á sólarhringsvöktum á skurðstofunni. Hann sagði að þegar hlustað væri á umræðu á þingi um að það væri afar langt að keyra í flug frá Reykjavík til Keflavíkur fyrir fullfrískt fólk væri skrítið að heyra þau rök á móti að það væri afar stutt frá Keflavík til Reykjavíkur þegar keyra þyrfti dauðveikt fólk á spítala. Þetta væru rök sem héldu ekki. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tólf látnir í hryðjuverkaárásinni í Ástralíu Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Fleiri fréttir Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Sjá meira
Sólarhringsvaktir á skurðstofum Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja eru ekki í augsýn. Þetta kom fram í máli heilbrigðisráðherra á Alþingi í dag. Það kostar um 40 milljónir króna að hafa sólarhringsvaktir á skurðstofu Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja en sautján þúsund manns búa á svæðinu. Málshefjandi, Jón Gunnarsson, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði að nauðsynlegt væri að sólarhringsvaktir yrðu á skurðstofunni bæði vegna íbúafjöldans og ekki síður vegna fjölda flugfarþega sem fara um Keflavíkurflugvöll. Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra sagði að um mitt sumar yrðu teikningar tilbúnar af nýjum skurðstofum á stofnuninni en að sólarhringsvakt yrði ekki komið á fyrr en í fyrsta lagi þegar þær væru tilbúnar. Stefnt væri að því að bæta vaktþjónustuna frá því sem nú væri en hann teldi að endurbætur á skurðstofunni væri algjör forsenda fyrir því að efla þjónustuna eins og mögulegt væri. Kjartan Ólafsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði mikilvægt að stofnunin fengi fjármagn til að hefja uppbyggingu sem fyrst. Jón Gunnarsson var ósáttur við svör ráðherra og ítrekaði að þá skoðun sína að nauðsynlegt væri að koma á sólarhringsvöktum á skurðstofunni. Hann sagði að þegar hlustað væri á umræðu á þingi um að það væri afar langt að keyra í flug frá Reykjavík til Keflavíkur fyrir fullfrískt fólk væri skrítið að heyra þau rök á móti að það væri afar stutt frá Keflavík til Reykjavíkur þegar keyra þyrfti dauðveikt fólk á spítala. Þetta væru rök sem héldu ekki.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tólf látnir í hryðjuverkaárásinni í Ástralíu Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Fleiri fréttir Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Sjá meira