Samstarfið yrði varla án átaka 11. mars 2005 00:01 Jón Gunnar Grjetarsson, formaður Félags fréttamanna á Ríkisútvarpinu, segist ekki sjá fyrir sér hvernig samstarf fréttamanna og nýráðins fréttastjóra fréttastofu Útvarps geti gengið upp án átaka og þess sem hann kallar sérkennilegra vinnubragða. Ekkert varð af fundi þeim með Markúsi Erni Antonssyni útvarpsstjóra sem stjórn Félags fréttamanna á Ríkisútvarpinu fór fram á snemma í gærmorgun. Jón Gunnar sagði menn bíða viðbragða Markúsar en standa fast við þær ályktanir sem honum hafi verið sendar. Í þeim ályktunum er farið fram á að útvarpsstjóri endurskoði hið fyrsta þá ákvörðun sína að ráða Auðun Georg Ólafsson í starf fréttastjóra Ríkisútvarpsins. Enn fremur hefur verið skorað á Auðun Georg að endurskoða sína afstöðu í kjölfar þess uppnáms sem ráðning hans hefur ollið. Jón Gunnar segir að meðan Markús Örn útvarpsstjóri sitji fastur við sinn keip standi Félag fréttamanna fast við samþykktir sínar og ályktanir. "Samþykkt okkar um að lýsa yfir vantrausti á Markús Örn stendur meðan hann sér ekki ástæðu til að svara. Hvað Auðun Georg varðar áttum við stutt spjall saman en þar kom ekkert nýtt fram og það er því biðstaða áfram." Formaðurinn sagði enn fremur að margir veltu uppsögnum fyrir sér á fréttastofu Ríkisútvarpsins og hljóðið í starfsmönnum væri eðlilega afar þungt. Þegar hefur einn starfsmaður sagt formlega upp vegna ráðningar Auðuns; Jóhann Hauksson, dagskrárstjóri Rásar 2. Fréttir Innlent Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Fleiri fréttir Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Sjá meira
Jón Gunnar Grjetarsson, formaður Félags fréttamanna á Ríkisútvarpinu, segist ekki sjá fyrir sér hvernig samstarf fréttamanna og nýráðins fréttastjóra fréttastofu Útvarps geti gengið upp án átaka og þess sem hann kallar sérkennilegra vinnubragða. Ekkert varð af fundi þeim með Markúsi Erni Antonssyni útvarpsstjóra sem stjórn Félags fréttamanna á Ríkisútvarpinu fór fram á snemma í gærmorgun. Jón Gunnar sagði menn bíða viðbragða Markúsar en standa fast við þær ályktanir sem honum hafi verið sendar. Í þeim ályktunum er farið fram á að útvarpsstjóri endurskoði hið fyrsta þá ákvörðun sína að ráða Auðun Georg Ólafsson í starf fréttastjóra Ríkisútvarpsins. Enn fremur hefur verið skorað á Auðun Georg að endurskoða sína afstöðu í kjölfar þess uppnáms sem ráðning hans hefur ollið. Jón Gunnar segir að meðan Markús Örn útvarpsstjóri sitji fastur við sinn keip standi Félag fréttamanna fast við samþykktir sínar og ályktanir. "Samþykkt okkar um að lýsa yfir vantrausti á Markús Örn stendur meðan hann sér ekki ástæðu til að svara. Hvað Auðun Georg varðar áttum við stutt spjall saman en þar kom ekkert nýtt fram og það er því biðstaða áfram." Formaðurinn sagði enn fremur að margir veltu uppsögnum fyrir sér á fréttastofu Ríkisútvarpsins og hljóðið í starfsmönnum væri eðlilega afar þungt. Þegar hefur einn starfsmaður sagt formlega upp vegna ráðningar Auðuns; Jóhann Hauksson, dagskrárstjóri Rásar 2.
Fréttir Innlent Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Fleiri fréttir Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Sjá meira