Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 1. nóvember 2025 16:15 Jóhannes Már Pétursson er formaður Alþjóðanefndar Stúdentaráðs HA. Samsett Formaður alþjóðanefndar Stúdenráðs Háskólans á Akureyri segir skiptar skoðanir á drögum að frumvarpi um breytingu á lögum um atvinnuréttindi útlendinga en í þeim felast breytingar á dvalarleyfi námsmanna. Verði frumvarpið að lögum gæti námsbraut við skólann verið undir. Drögin að frumvarpinu um breytingu á lögum um útlendinga og lögum um atvinnurétt útlendinga voru birt af dómsmálaráðuneytinu í samráðsgátt stjórnvalda fyrir helgi. Samdægurs birtust umsagnir um frumvarpið þar sem erlendir nemendur mótmæltu fyriráætlununum. Meðal breytinga sem lagt er til að ráðist verði í er að erlendir námsmenn þurfi að sýna fram á fullnægjandi námsárangur við hverja endurnýjun dvalarleyfis í stað þess að gefa upp einingafjölda líkt og venjan hefur verið. Þá fá nemendurnir einungis atvinnuleyfi til eins árs að lokinni útskrift í stað þriggja ára líkt og venjan hefur verið. Með ráðuneytinu fullyrðir ráðherrann að vísbendingar séu um að fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi. Á móti kemur mega nemendurnir núna starfa í sextíu prósenta starfi meðan á námsdvölinni stendur, en hundrað prósent í viðurkenndum leyfum skólans. Þar er um jóla- og sumarfrí að ræða. Jóhannes Már Pétursson, formaður Alþjóðanefndar Stúdentaráðs Háskólans á Akureyri, segir skiptar skoðanir meðal erlendra nema skólans á drögunum. „Margir hafa áhyggjur af því að ef þetta færi í gegn þá myndu margir erlendir nemendur hætta við að koma í nám til Akureyrar, eða til Íslands yfirhöfuð,“ segir Jóhann í samtali við fréttastofu. „Við HA er til dæmis meistaranám í Heimskautarétti sem er mjög vel sótt af erlendum nemendum. Margir hafa áhyggjur af því að aðsóknin muni minnka töluvert.“ Hann tekur undir að möguleiki sé á að ef verður af frumvarpinu geti námsbrautin verið undir. Af fjörutíu nemendum sem hófu námið í haust var einn þeirra íslenskur. Þá veldur krafan um að uppfylla vissan árangur nemendum áhyggjum. „Margir halda því fram að þetta muni stressa nemendur mun meira ef þeir þurfa að sýna fram á vissan árangur og eins og staðan er myndi þetta draga úr aðsókn. Á sama tíma finnst öðrum alveg skiljanlegt að þurfa sýna fram á velgengni og að sýna fram á að þau séu virk í því námi sem þau koma til að stunda hérlendis. Þetta er mjög umdeilt, meðal nemenda sem ég ræddi við,“ segir Jóhannes. Margir þeirra, líkt og íslenskir háskólanemar, starfa meðfram náminu auk þess sem þau taka námskeið í íslensku. Jóhannes óttast áhrifin sem fækkun erlendra nemenda kann að hafa. Stór hópur erlendra nema stundar nám við skólann og fjölgar þeim einungis með árunum. „Þetta væri meira óöryggi fyrir þessa nema og mögulega leiða til þess að þau hætti að koma í nám sem til lengri tíma séð gæti lækkað gæði náms.“ Háskólar Innflytjendamál Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Fann hönnunarstól sem talinn var glataður Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
Drögin að frumvarpinu um breytingu á lögum um útlendinga og lögum um atvinnurétt útlendinga voru birt af dómsmálaráðuneytinu í samráðsgátt stjórnvalda fyrir helgi. Samdægurs birtust umsagnir um frumvarpið þar sem erlendir nemendur mótmæltu fyriráætlununum. Meðal breytinga sem lagt er til að ráðist verði í er að erlendir námsmenn þurfi að sýna fram á fullnægjandi námsárangur við hverja endurnýjun dvalarleyfis í stað þess að gefa upp einingafjölda líkt og venjan hefur verið. Þá fá nemendurnir einungis atvinnuleyfi til eins árs að lokinni útskrift í stað þriggja ára líkt og venjan hefur verið. Með ráðuneytinu fullyrðir ráðherrann að vísbendingar séu um að fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi. Á móti kemur mega nemendurnir núna starfa í sextíu prósenta starfi meðan á námsdvölinni stendur, en hundrað prósent í viðurkenndum leyfum skólans. Þar er um jóla- og sumarfrí að ræða. Jóhannes Már Pétursson, formaður Alþjóðanefndar Stúdentaráðs Háskólans á Akureyri, segir skiptar skoðanir meðal erlendra nema skólans á drögunum. „Margir hafa áhyggjur af því að ef þetta færi í gegn þá myndu margir erlendir nemendur hætta við að koma í nám til Akureyrar, eða til Íslands yfirhöfuð,“ segir Jóhann í samtali við fréttastofu. „Við HA er til dæmis meistaranám í Heimskautarétti sem er mjög vel sótt af erlendum nemendum. Margir hafa áhyggjur af því að aðsóknin muni minnka töluvert.“ Hann tekur undir að möguleiki sé á að ef verður af frumvarpinu geti námsbrautin verið undir. Af fjörutíu nemendum sem hófu námið í haust var einn þeirra íslenskur. Þá veldur krafan um að uppfylla vissan árangur nemendum áhyggjum. „Margir halda því fram að þetta muni stressa nemendur mun meira ef þeir þurfa að sýna fram á vissan árangur og eins og staðan er myndi þetta draga úr aðsókn. Á sama tíma finnst öðrum alveg skiljanlegt að þurfa sýna fram á velgengni og að sýna fram á að þau séu virk í því námi sem þau koma til að stunda hérlendis. Þetta er mjög umdeilt, meðal nemenda sem ég ræddi við,“ segir Jóhannes. Margir þeirra, líkt og íslenskir háskólanemar, starfa meðfram náminu auk þess sem þau taka námskeið í íslensku. Jóhannes óttast áhrifin sem fækkun erlendra nemenda kann að hafa. Stór hópur erlendra nema stundar nám við skólann og fjölgar þeim einungis með árunum. „Þetta væri meira óöryggi fyrir þessa nema og mögulega leiða til þess að þau hætti að koma í nám sem til lengri tíma séð gæti lækkað gæði náms.“
Háskólar Innflytjendamál Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Fann hönnunarstól sem talinn var glataður Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira