Innlent

Ölvaður undir stýri með börn í bílnum

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Úr safni.
Úr safni. Vísir/Kolbeinn Tumi

Ölvaður ökumaður var stöðvaður við akstur í Garðabæ í gærkvöldi með tvö börn í bíl sínum. Var málið afgreitt með aðkomu barnaverndar.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Þar segir einnig að víðáttuölvaður ökumaður hafi verið handtekinn í miðbænum eftir að hafa ekið upp á gangstétt.

Þá voru þrír handteknir í miðbænum vegna slagsmála, og var einn vistaður í fangaklefa en skýrsla tekin af hinum tveimur.

Ökumaður sem var ekki með kveikt á ökuljósum var stöðvaður, og reyndist sá ekki með gild ökuréttindi og til að bæta gráu ofan á svart var maðurinn eftirlýstur og því handtekinn og vistaður í fangaklefa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×