Engin lausn í fréttastjóramáli 14. mars 2005 00:01 Formaður Félags fréttamanna kom ekki sáttur af fundi útvarpsstjóra í morgun vegna ráðningar Auðuns Georgs Ólafssonar í starf fréttastjóra Útvarps. Hann segir enga lausn hafa fundist á málinu enn þá. Formaður Félags fréttamanna, Jón Gunnar Grétarsson, og Broddi Broddason, fréttamaður á Ríkisútvarpinu, fóru á fund Markúsar Arnar Antonssonar klukkan tíu í morgun til að ræða þær kröfur fréttamanna að útvarpsstjóri endurskoðiði ákvörðun sína um að ráða Auðun Georg Ólafsson sem fréttastjóra fréttastofu Útvarps. Jón Gunnar segir að tilefni fundarins hafi verið að óska eftir niðurstöðu og rökum fyrir ákvörðun útvarpsstjóra vegna ráðningarinnar. Óskað hafi verið eftir fundinum fyrir helgi og af honum hafi orðið morgun. Rætt hafi verið ítarlega á fundinum um ráðningarferlið, ákvörðun útvarpsstjóra, sem hann hafi gert grein fyrir sjálfur, og niðurstöðu Félags fréttamanna. Jón Gunnar segist hvorki ganga sáttur né ósáttur af fundinum en gott sé að menn ræðist við og geri ítarlega grein fyrir sínum sjónarmiðum. Málinu sé hins vegar ekki lokið. Aðspurður hvort hann bindi enn þá vonir við að útvarpsstjóri afturkalli ákvörðun sína að ráð Auðun Georg fréttastjóra segir Jón Gunnar að það sé einlæg ósk Félags fréttamanna. Að sjálfsögðu verði hann að bera þá von í brjósti að það komi sú niðurstaða úr þessu þar sem allir verði sáttir og komi uppistandandi út úr þessu. Ekki sé skemmtilegt að lenda í því að vera með fjölmargt óánægt starfsfólk annars vegar og óánægðan útvarpsstjóra hins vegar. Spurður hver næstu skref fréttamanna verði segir Jón Gunnar að stjórn Félags fréttamanna hafi rætt málið lauslega og þá sé félagsfundur í kvöld þar sem nýr kjarasamningur við ríkið verði kynntur. Hann geri ráð fyrir að ráðningarmálin verði einnig rædd á þeim fundi. Ákveðin biðstaða sé þó komin í málið því Bogi Ágústsson, forstöðumaður fréttasviðs sem metið hafi umsækjendur, sé í útlöndum og þá sé útvarpsstjóri að fara utan í vikunni á fund. Menn vegi því og meti stöðuna í málinu og hvað gerist næst. Fréttir Innlent Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Fleiri fréttir Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Sjá meira
Formaður Félags fréttamanna kom ekki sáttur af fundi útvarpsstjóra í morgun vegna ráðningar Auðuns Georgs Ólafssonar í starf fréttastjóra Útvarps. Hann segir enga lausn hafa fundist á málinu enn þá. Formaður Félags fréttamanna, Jón Gunnar Grétarsson, og Broddi Broddason, fréttamaður á Ríkisútvarpinu, fóru á fund Markúsar Arnar Antonssonar klukkan tíu í morgun til að ræða þær kröfur fréttamanna að útvarpsstjóri endurskoðiði ákvörðun sína um að ráða Auðun Georg Ólafsson sem fréttastjóra fréttastofu Útvarps. Jón Gunnar segir að tilefni fundarins hafi verið að óska eftir niðurstöðu og rökum fyrir ákvörðun útvarpsstjóra vegna ráðningarinnar. Óskað hafi verið eftir fundinum fyrir helgi og af honum hafi orðið morgun. Rætt hafi verið ítarlega á fundinum um ráðningarferlið, ákvörðun útvarpsstjóra, sem hann hafi gert grein fyrir sjálfur, og niðurstöðu Félags fréttamanna. Jón Gunnar segist hvorki ganga sáttur né ósáttur af fundinum en gott sé að menn ræðist við og geri ítarlega grein fyrir sínum sjónarmiðum. Málinu sé hins vegar ekki lokið. Aðspurður hvort hann bindi enn þá vonir við að útvarpsstjóri afturkalli ákvörðun sína að ráð Auðun Georg fréttastjóra segir Jón Gunnar að það sé einlæg ósk Félags fréttamanna. Að sjálfsögðu verði hann að bera þá von í brjósti að það komi sú niðurstaða úr þessu þar sem allir verði sáttir og komi uppistandandi út úr þessu. Ekki sé skemmtilegt að lenda í því að vera með fjölmargt óánægt starfsfólk annars vegar og óánægðan útvarpsstjóra hins vegar. Spurður hver næstu skref fréttamanna verði segir Jón Gunnar að stjórn Félags fréttamanna hafi rætt málið lauslega og þá sé félagsfundur í kvöld þar sem nýr kjarasamningur við ríkið verði kynntur. Hann geri ráð fyrir að ráðningarmálin verði einnig rædd á þeim fundi. Ákveðin biðstaða sé þó komin í málið því Bogi Ágústsson, forstöðumaður fréttasviðs sem metið hafi umsækjendur, sé í útlöndum og þá sé útvarpsstjóri að fara utan í vikunni á fund. Menn vegi því og meti stöðuna í málinu og hvað gerist næst.
Fréttir Innlent Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Fleiri fréttir Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Sjá meira