Áfall fyrir þýskan handbolta 14. mars 2005 00:01 Þýska Bundesligan í handknattleik er af flestum talin sterkasta deild í heimi en deildin beið óneitanlega álitshnekki þegar engu þýsku liði tókst að tryggja sér sæti í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Lemgo sá aldrei til sólar í tveim leikjum gegn Evrópumeisturum Celje Lasko, Kiel tapaði naumt eftir miklu rimmu gegn Barcelona og sömu sögu má segja af Flensburg, sem datt út gegn Montpellier með marki beint úr aukakasti á lokasekúndu leiksins. Alfreð Gíslason stýrir einu besta liði Þýskalands, Magdeburg, og hann segir Þjóðverja í losti yfir úrslitum helgarinnar í Meistaradeildinni en betur gekk hjá þýskum liðum í EHF-keppninni þar sem þrjú þýsk lið eru í undanúrslitum. "Þetta er mjög mikið áfall fyrir þýska boltann og menn eru mjög svekktir yfir þessu. Stóra áfallið var Flensburg því Lemgo hefur verið í basli og ekki margir sem bjuggust við því að þeir myndu slá Celje út. Svo var mjög jafnt hjá Kiel en engum datt í hug að Flensburg myndi detta út," sagði Alfreð en 13 marka sigur liðsins gegn franska liðinu Montpellier dugði ekki til þar sem Flensburg tókst á einhvern ótrúlegan hátt að tapa fyrri viðureigninni með 14 mörkum. Alfreð segir að þýsk félagslið leggi mestan metnað í þýsku deildina en það þýði samt ekki að þau hafi lítinn metnað fyrir Evrópukeppnina. "Flest þýsk lið myndu frekar vilja vinna deildina en Evrópukeppnina, enda er það erfiðari keppni og meira sem þarf til að vinna," sagði Alfreð Gíslason. Íslenski handboltinn Mest lesið Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Fótbolti Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Körfubolti Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Fótbolti „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Formúla 1 Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Sanngjarn heimasigur Enski boltinn „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Stjörnukonur fengu silfur á Norðurlandamótinu Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Sjá meira
Þýska Bundesligan í handknattleik er af flestum talin sterkasta deild í heimi en deildin beið óneitanlega álitshnekki þegar engu þýsku liði tókst að tryggja sér sæti í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Lemgo sá aldrei til sólar í tveim leikjum gegn Evrópumeisturum Celje Lasko, Kiel tapaði naumt eftir miklu rimmu gegn Barcelona og sömu sögu má segja af Flensburg, sem datt út gegn Montpellier með marki beint úr aukakasti á lokasekúndu leiksins. Alfreð Gíslason stýrir einu besta liði Þýskalands, Magdeburg, og hann segir Þjóðverja í losti yfir úrslitum helgarinnar í Meistaradeildinni en betur gekk hjá þýskum liðum í EHF-keppninni þar sem þrjú þýsk lið eru í undanúrslitum. "Þetta er mjög mikið áfall fyrir þýska boltann og menn eru mjög svekktir yfir þessu. Stóra áfallið var Flensburg því Lemgo hefur verið í basli og ekki margir sem bjuggust við því að þeir myndu slá Celje út. Svo var mjög jafnt hjá Kiel en engum datt í hug að Flensburg myndi detta út," sagði Alfreð en 13 marka sigur liðsins gegn franska liðinu Montpellier dugði ekki til þar sem Flensburg tókst á einhvern ótrúlegan hátt að tapa fyrri viðureigninni með 14 mörkum. Alfreð segir að þýsk félagslið leggi mestan metnað í þýsku deildina en það þýði samt ekki að þau hafi lítinn metnað fyrir Evrópukeppnina. "Flest þýsk lið myndu frekar vilja vinna deildina en Evrópukeppnina, enda er það erfiðari keppni og meira sem þarf til að vinna," sagði Alfreð Gíslason.
Íslenski handboltinn Mest lesið Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Fótbolti Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Körfubolti Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Fótbolti „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Formúla 1 Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Sanngjarn heimasigur Enski boltinn „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Stjörnukonur fengu silfur á Norðurlandamótinu Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Sjá meira