Um sekúlarisma 16. mars 2005 00:01 Kæri Egill, Ekki legg ég í að þrasa við ykkur Weber um samband kapítalisma og mótmælendatrúar, einkum kalvínisma eins og mig minnir að hann hafi haft það. Ég minni hins vegar á að hér var ekki sú þéttbýlismyndun sem hlýtur að vera meginforsenda markaðshagkerfis og ef marka má önnur skrif hér á síðunni virðist vafamál að borgarmyndun hafi enn að fullu tekist hér. Góður punktur þetta með Frakka og sekúlarismann: það hefur svolítið farið fyrir ofan garð og neðan hjá fólki að frönsk stjórnvöld bönnuðu af þessum ástæðum mjög eindreginn trúarklæðnað og -tákn í skólum sínum (ekki bara slæður múslima heldur líka einkennisbúninga gyðinga og stóreflis krossa kristinna). Mér fannst þetta umdeilanlegt en sumpart skiljanlegt hjá þeim. Þeir telja sekúlaríseringu til grundvallarverðmæta sem halda ber í heiðri. Almennt finnst mér þú um of blanda saman sekúlarisma og vísindahyggju. Samkvæmt skilningi mínum á því fyrrnefnda er ekki um að ræða afneitun á trúarlífi, en hins vegar lögð áhersla á að það eigi sér stað á sviði einkalífs. Franska byltingin hafði meðal annars í för með sér að áhrif kirkjunnar í þjóðfélagsmálum minnkuðu stórkostlega þótt prestar hafi lengi haldið áfram að hlutast til um líf fólks. Stórkostleg afskipti af daglegu lífi almennings voru reyndar mikið einkenni píetismans norræna sem einhvern veginn gleymdist að afnema hér þegar hann rann sitt skeið í norður-Evrópu – eins og svo margt annað – til dæmis stuðlasetning og lýdísk tóntegund á sínum tíma - og því bjó fólk hér við bænastagl kvölds og morgna, fimmundasöng og rammbundinn kveðskap lengur en ella hefði verið. Til eru þeir sem telja að franska byltingin hafi ekki enn að fullu náð til Íslands, hvað varðar skilning ráðamanna á lýðréttindum og virðingu þeirra fyrir leikreglum – eða þrískiptingu valdsins sem hér virðist oft vera meira í orði en á borði. Þótt séra Sigvaldi hafi verið ágjarn og eigingjarn, og átti sér að sögn ýmsar fyrirmyndir, þá held ég að við getum seint þakkað hans líkum innreið kapítalismans hér. Stundum finnst mér að það hafi verið Evrópusambandið sem þröngvaði þessu kerfi um síðir upp á Íslendinga sem eiginlega vissu ekki sitt rjúkandi ráð – einkum þeir sem boðað höfðu kerfið um árabil án þess að sjá fyrir niðurlag kolkrabbans. En þjóðkirkjuna okkar er ég oftast nokkuð sáttur við og mér líst jafn illa og þér á að innræta börnum einskæra vísindahyggju – þótt mér finnist það ætla að loða furðu lengi við Íslendinga að forsmá náttúrfræði á kostnað til dæmis biblíusagna. Vona þó að einhver meðalvegur liggi á milli Habakúks og Hiróshima. Að minnsta kosti trúi ég að það sé fals þegar fullyrt er að bænahald í skólum muni endurspegla trúarlíf landsmanna: ég sé einhvern ekki fyrir mér að venjulegir Íslendingar liggi mikið á bæn. Hins vegar reyndi ég í greininni að árétta fremur óljósar hugmyndir sem ég hef gert mér um íslenska kristni og mér finnst vera trú á stokka og steina - og fossa eins og Helgi faðir þinn fjallar svo skemmtilega um í nýja greinasafninu sínu - í bland við mikinn átrúnað á afl ljóssins sem getur birst sem Kristur. Í þessari trú er mikið um galdur og kukl – ljós og myrkur vega salt: kannski að þetta sé norrænt vúdú? Ég held að lifandi trú spretti úr landsháttum og þjóðmenningu í samspili við náttúru, og sé síkvik. Mér finnst islam því jafn óviðeigandi og skaðlegt á Filipseyjum og spámenn gamla testamentisins verða í skásta falli hlálegir hér á landi. Mér finnst því nærtækara að benda fólki á að lesa Önnu Valdimarsdóttur eða aðra höfunda vandaðra sjálfshjálparbóka en að leita að hjálpræði í þrugli gömlu spámannanna; fólk þarf á lifandi orði halda og það þarf að eiga í lifandi samfélagi við það sem það les. Mér finnst eitthvað andstyggilegt við að horfa upp á menn boða dauðan bókstaf úr löngu dauðu samfélagi. Með góðum kveðjum og þökkum fyrir lifandi og vel skrifaða síðu,Guðm. Andri Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið Halldór 09.08.2025 Halldór Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt Skoðun Til ritstjóra DV Ívar Halldórsson Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Kæri Egill, Ekki legg ég í að þrasa við ykkur Weber um samband kapítalisma og mótmælendatrúar, einkum kalvínisma eins og mig minnir að hann hafi haft það. Ég minni hins vegar á að hér var ekki sú þéttbýlismyndun sem hlýtur að vera meginforsenda markaðshagkerfis og ef marka má önnur skrif hér á síðunni virðist vafamál að borgarmyndun hafi enn að fullu tekist hér. Góður punktur þetta með Frakka og sekúlarismann: það hefur svolítið farið fyrir ofan garð og neðan hjá fólki að frönsk stjórnvöld bönnuðu af þessum ástæðum mjög eindreginn trúarklæðnað og -tákn í skólum sínum (ekki bara slæður múslima heldur líka einkennisbúninga gyðinga og stóreflis krossa kristinna). Mér fannst þetta umdeilanlegt en sumpart skiljanlegt hjá þeim. Þeir telja sekúlaríseringu til grundvallarverðmæta sem halda ber í heiðri. Almennt finnst mér þú um of blanda saman sekúlarisma og vísindahyggju. Samkvæmt skilningi mínum á því fyrrnefnda er ekki um að ræða afneitun á trúarlífi, en hins vegar lögð áhersla á að það eigi sér stað á sviði einkalífs. Franska byltingin hafði meðal annars í för með sér að áhrif kirkjunnar í þjóðfélagsmálum minnkuðu stórkostlega þótt prestar hafi lengi haldið áfram að hlutast til um líf fólks. Stórkostleg afskipti af daglegu lífi almennings voru reyndar mikið einkenni píetismans norræna sem einhvern veginn gleymdist að afnema hér þegar hann rann sitt skeið í norður-Evrópu – eins og svo margt annað – til dæmis stuðlasetning og lýdísk tóntegund á sínum tíma - og því bjó fólk hér við bænastagl kvölds og morgna, fimmundasöng og rammbundinn kveðskap lengur en ella hefði verið. Til eru þeir sem telja að franska byltingin hafi ekki enn að fullu náð til Íslands, hvað varðar skilning ráðamanna á lýðréttindum og virðingu þeirra fyrir leikreglum – eða þrískiptingu valdsins sem hér virðist oft vera meira í orði en á borði. Þótt séra Sigvaldi hafi verið ágjarn og eigingjarn, og átti sér að sögn ýmsar fyrirmyndir, þá held ég að við getum seint þakkað hans líkum innreið kapítalismans hér. Stundum finnst mér að það hafi verið Evrópusambandið sem þröngvaði þessu kerfi um síðir upp á Íslendinga sem eiginlega vissu ekki sitt rjúkandi ráð – einkum þeir sem boðað höfðu kerfið um árabil án þess að sjá fyrir niðurlag kolkrabbans. En þjóðkirkjuna okkar er ég oftast nokkuð sáttur við og mér líst jafn illa og þér á að innræta börnum einskæra vísindahyggju – þótt mér finnist það ætla að loða furðu lengi við Íslendinga að forsmá náttúrfræði á kostnað til dæmis biblíusagna. Vona þó að einhver meðalvegur liggi á milli Habakúks og Hiróshima. Að minnsta kosti trúi ég að það sé fals þegar fullyrt er að bænahald í skólum muni endurspegla trúarlíf landsmanna: ég sé einhvern ekki fyrir mér að venjulegir Íslendingar liggi mikið á bæn. Hins vegar reyndi ég í greininni að árétta fremur óljósar hugmyndir sem ég hef gert mér um íslenska kristni og mér finnst vera trú á stokka og steina - og fossa eins og Helgi faðir þinn fjallar svo skemmtilega um í nýja greinasafninu sínu - í bland við mikinn átrúnað á afl ljóssins sem getur birst sem Kristur. Í þessari trú er mikið um galdur og kukl – ljós og myrkur vega salt: kannski að þetta sé norrænt vúdú? Ég held að lifandi trú spretti úr landsháttum og þjóðmenningu í samspili við náttúru, og sé síkvik. Mér finnst islam því jafn óviðeigandi og skaðlegt á Filipseyjum og spámenn gamla testamentisins verða í skásta falli hlálegir hér á landi. Mér finnst því nærtækara að benda fólki á að lesa Önnu Valdimarsdóttur eða aðra höfunda vandaðra sjálfshjálparbóka en að leita að hjálpræði í þrugli gömlu spámannanna; fólk þarf á lifandi orði halda og það þarf að eiga í lifandi samfélagi við það sem það les. Mér finnst eitthvað andstyggilegt við að horfa upp á menn boða dauðan bókstaf úr löngu dauðu samfélagi. Með góðum kveðjum og þökkum fyrir lifandi og vel skrifaða síðu,Guðm. Andri
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar