Íslendingar algerlega skákóðir 25. mars 2005 00:01 Erlendir fjölmiðlar leita ákaft svara við því hvers vegna Íslendingar eru svona hrifnir af hinum umdeilda Bobby Fischer. Niðurstaðan virðist aðallega á einn veg: Íslendingar eru upp til hópa þakklátir Fischer, gestrisnir og algerlega skákóðir. Erlendir fjölmiðlar, frá Taívan til Los Angeles, fjalla í dag um ferðalag Fischers til Íslands. Það vekur athygli að mörgum finnst það nánast óskiljanleg ráðgáta af hverju Íslendingar hafa tekið ástfóstri við þennan undarlega og umdeilda mann, mann sem er þekktur fyrir yfirlýsingagleði sína, eitruð ummæli í garð Bandaríkjastjórnar og hömlulaust gyðingahatur. Svarið finna flestir þessir fjölmiðlar í gríðarlegum skákáhuga Íslendinga. Í einu dagblaði er látið í það skína að skákin sé nánast það eina sem Íslendingar dunda sér við sér til skemmtunar á löngum, köldum vetrarnóttum. Einn íslenskur viðmælandi BBC útskýrir að Fischer sé Beckham Íslendinga og annar segir að Íslendingar séu ekki að samþykkja skoðanir Fischers, þeir finni einfaldlega til með honum. Og af hverju bjóða íslensk stjórnvöld Bandaríkjunum birginn með þessum hætti? Jú, þetta er þrjósk þjóð sem vill fara sínu fram án afskipta annarra. Bandaríska stórblaðið Los Angeles Times fjallar um málið undir fyrirsögninni: „Okkar Ruddi: þeirra stjarna“ og segir svörin felast í tvennu: Í fyrsta lagi séu Íslendingar þakklátir Fischer fyrir að hafa komið Íslandi á heimskortið þegar hann tefldi hér við Spasský. Og í öðru lagi þá séu Íslendingar óvenjulega umburðalyndir þegar kemur að sérvitringshættinum í Fischer. Hér hafi menn til dæmis gert allt til að verða við oft og tíðum undarlegum kröfum Fischers meðan á heimsmeistaraeinvíginu stóð og bara yppt öxlum og sagt: „Já, já, svona er hann bara.“ Þessi blaðamaður veltir því hins vegar fyrir sér í lok greinarinnar hvort Íslendingar, þrátt fyrir það að vera einstaklega velviljuð þjóð, eigi eftir að sjá eftir þessari gestrisni sinni. Bobby Fischer Fréttir Innlent Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Sjá meira
Erlendir fjölmiðlar leita ákaft svara við því hvers vegna Íslendingar eru svona hrifnir af hinum umdeilda Bobby Fischer. Niðurstaðan virðist aðallega á einn veg: Íslendingar eru upp til hópa þakklátir Fischer, gestrisnir og algerlega skákóðir. Erlendir fjölmiðlar, frá Taívan til Los Angeles, fjalla í dag um ferðalag Fischers til Íslands. Það vekur athygli að mörgum finnst það nánast óskiljanleg ráðgáta af hverju Íslendingar hafa tekið ástfóstri við þennan undarlega og umdeilda mann, mann sem er þekktur fyrir yfirlýsingagleði sína, eitruð ummæli í garð Bandaríkjastjórnar og hömlulaust gyðingahatur. Svarið finna flestir þessir fjölmiðlar í gríðarlegum skákáhuga Íslendinga. Í einu dagblaði er látið í það skína að skákin sé nánast það eina sem Íslendingar dunda sér við sér til skemmtunar á löngum, köldum vetrarnóttum. Einn íslenskur viðmælandi BBC útskýrir að Fischer sé Beckham Íslendinga og annar segir að Íslendingar séu ekki að samþykkja skoðanir Fischers, þeir finni einfaldlega til með honum. Og af hverju bjóða íslensk stjórnvöld Bandaríkjunum birginn með þessum hætti? Jú, þetta er þrjósk þjóð sem vill fara sínu fram án afskipta annarra. Bandaríska stórblaðið Los Angeles Times fjallar um málið undir fyrirsögninni: „Okkar Ruddi: þeirra stjarna“ og segir svörin felast í tvennu: Í fyrsta lagi séu Íslendingar þakklátir Fischer fyrir að hafa komið Íslandi á heimskortið þegar hann tefldi hér við Spasský. Og í öðru lagi þá séu Íslendingar óvenjulega umburðalyndir þegar kemur að sérvitringshættinum í Fischer. Hér hafi menn til dæmis gert allt til að verða við oft og tíðum undarlegum kröfum Fischers meðan á heimsmeistaraeinvíginu stóð og bara yppt öxlum og sagt: „Já, já, svona er hann bara.“ Þessi blaðamaður veltir því hins vegar fyrir sér í lok greinarinnar hvort Íslendingar, þrátt fyrir það að vera einstaklega velviljuð þjóð, eigi eftir að sjá eftir þessari gestrisni sinni.
Bobby Fischer Fréttir Innlent Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Sjá meira