Starfsmenn RÚV lýstu vantrausti á útvarpsstjóra 31. mars 2005 00:01 Starfsmenn Ríkisútvarpsins lýstu í dag yfir vantrausti á Markús Örn Antonsson útvarpsstjóra vegna ráðningar Auðuns Georgs Ólafssonar í starf fréttastjóra Útvarpsins.Á fjölmennum starfsmannafundi var tillaga þessa efnis samþykkt með 93,3% atkvæða. 178 starfsmenn samþykktu tillöguna, 12 sögðu nei og einn sat hjá. Fréttastjóramálið verður til umræðu í þætti Hallgríms og Helgu Völu "Allt & Sumt" á Talstöðinni klukkan 17:00 í dag. Þá mæta Þórhallur Jósefsson fréttamaður Útvarps og G. Pétur Matthíasson fréttamaður Sjónvarps og ræða stöðu málsins. Ályktun starfsmannafundar Ríkisútvarpsins:Almennur fundur starfsmanna Ríkisútvarpsins haldinn 31. mars 2005 harmar að útvarpsstjóri skuli virða að vettugi ítrekaðar áskoranir fréttamanna og yfirgnæfandi meirihluta annarra starfsmanna RÚV að endurskoða ákvörðun um ráðningu Auðunar Georgs Ólafssonar í starf fréttastjóra Útvarps. Með því sýni útvarpsstjóri öllum starfsmönnum stofnunarinnar og því starfi sem þeir vinna vanvirðingu. Fundurinn lýsir vantrausti á útvarpsstjóra vegna framgöngu hans í þessu máli sem hlýtur að vekja spurningar um hvort hann hafi í raun hagsmuni RÚV að leiðarljósi.Við ráðningu Auðunar Georgs Ólafssonar í starf fréttastjóra Útvarps vék útvarpsráð og útvarpsstjóri til hliðar öllum faglegum sjónarmiðum. Falsrök, ýkjur og skrök voru tínd til í þeim tilgangi að varpa ryki í augu almennings. Í þessu ljósi telja starfsmenn Ríkisútvarpsins að nýráðinn fréttastjóri sé umboðslaus til þess að gegna því starfi og líta á ráðningu hans, sem hvert annað aprílgabb. Mæti hann til starfa í Ríkisútvarpinu verði það á ábyrgð útvarpsstjóra eins. Hann einn réð hann og hann einn er þess umkominn að koma í veg fyrir að frekara tjón hljótist af.Fundurinn lýsir fullum stuðningi við áframhaldandi baráttu fréttamanna fyrir sjálfstæði fréttastofa útvarps og sjónvarps. Fréttir Innlent Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Fleiri fréttir Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Sjá meira
Starfsmenn Ríkisútvarpsins lýstu í dag yfir vantrausti á Markús Örn Antonsson útvarpsstjóra vegna ráðningar Auðuns Georgs Ólafssonar í starf fréttastjóra Útvarpsins.Á fjölmennum starfsmannafundi var tillaga þessa efnis samþykkt með 93,3% atkvæða. 178 starfsmenn samþykktu tillöguna, 12 sögðu nei og einn sat hjá. Fréttastjóramálið verður til umræðu í þætti Hallgríms og Helgu Völu "Allt & Sumt" á Talstöðinni klukkan 17:00 í dag. Þá mæta Þórhallur Jósefsson fréttamaður Útvarps og G. Pétur Matthíasson fréttamaður Sjónvarps og ræða stöðu málsins. Ályktun starfsmannafundar Ríkisútvarpsins:Almennur fundur starfsmanna Ríkisútvarpsins haldinn 31. mars 2005 harmar að útvarpsstjóri skuli virða að vettugi ítrekaðar áskoranir fréttamanna og yfirgnæfandi meirihluta annarra starfsmanna RÚV að endurskoða ákvörðun um ráðningu Auðunar Georgs Ólafssonar í starf fréttastjóra Útvarps. Með því sýni útvarpsstjóri öllum starfsmönnum stofnunarinnar og því starfi sem þeir vinna vanvirðingu. Fundurinn lýsir vantrausti á útvarpsstjóra vegna framgöngu hans í þessu máli sem hlýtur að vekja spurningar um hvort hann hafi í raun hagsmuni RÚV að leiðarljósi.Við ráðningu Auðunar Georgs Ólafssonar í starf fréttastjóra Útvarps vék útvarpsráð og útvarpsstjóri til hliðar öllum faglegum sjónarmiðum. Falsrök, ýkjur og skrök voru tínd til í þeim tilgangi að varpa ryki í augu almennings. Í þessu ljósi telja starfsmenn Ríkisútvarpsins að nýráðinn fréttastjóri sé umboðslaus til þess að gegna því starfi og líta á ráðningu hans, sem hvert annað aprílgabb. Mæti hann til starfa í Ríkisútvarpinu verði það á ábyrgð útvarpsstjóra eins. Hann einn réð hann og hann einn er þess umkominn að koma í veg fyrir að frekara tjón hljótist af.Fundurinn lýsir fullum stuðningi við áframhaldandi baráttu fréttamanna fyrir sjálfstæði fréttastofa útvarps og sjónvarps.
Fréttir Innlent Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Fleiri fréttir Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Sjá meira