Fráfallið hefur pólitísk áhrif 4. apríl 2005 00:01 Fráfall Jóhannesar Páls páfa hefur pólitísk áhrif um allan heim og það ekki aðeins í löndum kaþólskra. Ákveðið hefur verið að páfi verði jarðsunginn næstkomandi föstudag. Kardinálar hvaðanæva að úr heiminum hittust á fundi í Róm í morgun til að skipuleggja útför páfa. Skömmu fyrir hádegi var síðan tilkynnt að útför hans yrði á föstudaginn, klukkan átta fyrir hádegi að íslenskum tíma, og að páfi yrði jarðaður í St. Péturskirkju í Vatíkaninu, líkt og flestir páfar hingað til. Kaþólska kirkjan hefur tilkynnt um níu daga sorgartímabil í tengslum við útförina. Lík páfa mun síðdegis í dag verða flutt í Péturskirkjuna og verður látið standa þar uppi svo almenningur geti gengið fram hjá því og vottað honum síðustu virðingu sína. Um 200 þúsund manns söfnuðust saman á Péturstorginu í gær og er búist við að gríðarlegur mannfjöldi leggi leið sína í kirkjuna, að minnsta kosti tvær milljónir manna. Öll hótel og gistiheimili eru þegar uppbókuð í Róm en verið er að reyna að gera ráðstafanir til að taka á móti mannfjöldanum, meðal annars með því að skipuleggja gistirými í skólum. Dauði páfa hefur haft áhrif um allan heim, jafnvel á pólitíska framvindu í löndum sem ekki eru kaþólsk. Þannig hefur Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, ákveðið að fresta því um að minnsta kosti sólarhring að boða til þingkosninga í landinu. Karl Bretaprins er kominn heim úr skíðafríi sínu vegna dauða páfa og jarðaför páfa setur nokkurt strik í brúðkaupsáætlanir Karls því hann og Camilla Parker Bowles ætla einmitt að ganga í hjónaband á föstudaginn. Þá hafa sveitastjórnarkosningar sem nú fara fram á Ítalíu algerlega fallið í skuggann af fráfalli páfans. Andlát Jóhannesar Páls II páfa Páfagarður Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Fleiri fréttir Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Sjá meira
Fráfall Jóhannesar Páls páfa hefur pólitísk áhrif um allan heim og það ekki aðeins í löndum kaþólskra. Ákveðið hefur verið að páfi verði jarðsunginn næstkomandi föstudag. Kardinálar hvaðanæva að úr heiminum hittust á fundi í Róm í morgun til að skipuleggja útför páfa. Skömmu fyrir hádegi var síðan tilkynnt að útför hans yrði á föstudaginn, klukkan átta fyrir hádegi að íslenskum tíma, og að páfi yrði jarðaður í St. Péturskirkju í Vatíkaninu, líkt og flestir páfar hingað til. Kaþólska kirkjan hefur tilkynnt um níu daga sorgartímabil í tengslum við útförina. Lík páfa mun síðdegis í dag verða flutt í Péturskirkjuna og verður látið standa þar uppi svo almenningur geti gengið fram hjá því og vottað honum síðustu virðingu sína. Um 200 þúsund manns söfnuðust saman á Péturstorginu í gær og er búist við að gríðarlegur mannfjöldi leggi leið sína í kirkjuna, að minnsta kosti tvær milljónir manna. Öll hótel og gistiheimili eru þegar uppbókuð í Róm en verið er að reyna að gera ráðstafanir til að taka á móti mannfjöldanum, meðal annars með því að skipuleggja gistirými í skólum. Dauði páfa hefur haft áhrif um allan heim, jafnvel á pólitíska framvindu í löndum sem ekki eru kaþólsk. Þannig hefur Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, ákveðið að fresta því um að minnsta kosti sólarhring að boða til þingkosninga í landinu. Karl Bretaprins er kominn heim úr skíðafríi sínu vegna dauða páfa og jarðaför páfa setur nokkurt strik í brúðkaupsáætlanir Karls því hann og Camilla Parker Bowles ætla einmitt að ganga í hjónaband á föstudaginn. Þá hafa sveitastjórnarkosningar sem nú fara fram á Ítalíu algerlega fallið í skuggann af fráfalli páfans.
Andlát Jóhannesar Páls II páfa Páfagarður Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Fleiri fréttir Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Sjá meira