Líkist Bankastræti á Menningarnótt 7. apríl 2005 00:01 „Bankastræti á Menningarnótt!“ Þannig lýsir Íslendingur andrúmsloftinu og mannmergðinni sem nú er í miðborg Rómar, vegna útfarar Jóhannesar Páls páfa annars á morgun. Róm virðist vera að springa utan af þeim hátt í fimm milljónum manna sem síðustu daga hafa bæst við þær þrjár milljónir sem búa í borginni. Yfirvöld hafa brugðið á það ráð að hvetja fólk til að halda sig fjarri miðborginni og fylgjast í staðinn með framvindu mála á risaskjám sem komið hefur verið upp úti um alla borgina. Íslenska sendinefndin sem verður við útförina á morgun lenti í Róm síðdegis. Steingrímur Ólafsson er í föruneyti Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra. Hann segir að hverfin í kringum Vatíkanið og miðborg Rómar líkist Bankastræti á Menningarnótt. Varla sé hægt að ganga þar um án þess að rekast í fólk sem sé komið alls staðar að úr heiminum. Hins vegar sé öllu rólegra í hverfunum í kring. Steingrímur segir enn fremur að fulltrúar annarra landa í jarðarförinni sem hann hafi rætt við geti ekki annað en dáðst að skipulagi Ítala og hefði einn þeirra sagt að goðsagan um það hversu óskipulagði Ítalir væru hefði endanlega verið kveðin niður. Jarðarförin á morgun verður að öllum líkindum sá viðburður í heimssögunni þar sem flest fyrirmenni hafa komið saman. Gríðarleg öryggisgæsla er vegna þessa. Steingrímur segir að þarna séu samankomnir kóngar og drottningar, prinsar, hertogar, forsetar og forsætisráðherrar í röðum og hver um sig hafi sína öryggisgæslu sem síðan þurfi að samræma við ítölsk yfirvöld. Steingrímur segir að ef tekið hefði verið upp myndband án hljóðs gæti einhver ályktað að það hefði verið gerð stjórnarbylting í ríki í Suður-Ameríku, slíkur sé fjöldi hermanna og lögregluþjóna á götunum. Reyndin sé hins vegar sú að þeir séu afskaplega vingjarnlegir og reyni að greiða götu allra. Ítalir virðist leggjast á eitt um að jarðarförin gangi sem allra best á morgun en það séu önnur saga hvað gerist á morgun. Andlát Jóhannesar Páls II páfa Páfagarður Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Fleiri fréttir Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Sjá meira
„Bankastræti á Menningarnótt!“ Þannig lýsir Íslendingur andrúmsloftinu og mannmergðinni sem nú er í miðborg Rómar, vegna útfarar Jóhannesar Páls páfa annars á morgun. Róm virðist vera að springa utan af þeim hátt í fimm milljónum manna sem síðustu daga hafa bæst við þær þrjár milljónir sem búa í borginni. Yfirvöld hafa brugðið á það ráð að hvetja fólk til að halda sig fjarri miðborginni og fylgjast í staðinn með framvindu mála á risaskjám sem komið hefur verið upp úti um alla borgina. Íslenska sendinefndin sem verður við útförina á morgun lenti í Róm síðdegis. Steingrímur Ólafsson er í föruneyti Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra. Hann segir að hverfin í kringum Vatíkanið og miðborg Rómar líkist Bankastræti á Menningarnótt. Varla sé hægt að ganga þar um án þess að rekast í fólk sem sé komið alls staðar að úr heiminum. Hins vegar sé öllu rólegra í hverfunum í kring. Steingrímur segir enn fremur að fulltrúar annarra landa í jarðarförinni sem hann hafi rætt við geti ekki annað en dáðst að skipulagi Ítala og hefði einn þeirra sagt að goðsagan um það hversu óskipulagði Ítalir væru hefði endanlega verið kveðin niður. Jarðarförin á morgun verður að öllum líkindum sá viðburður í heimssögunni þar sem flest fyrirmenni hafa komið saman. Gríðarleg öryggisgæsla er vegna þessa. Steingrímur segir að þarna séu samankomnir kóngar og drottningar, prinsar, hertogar, forsetar og forsætisráðherrar í röðum og hver um sig hafi sína öryggisgæslu sem síðan þurfi að samræma við ítölsk yfirvöld. Steingrímur segir að ef tekið hefði verið upp myndband án hljóðs gæti einhver ályktað að það hefði verið gerð stjórnarbylting í ríki í Suður-Ameríku, slíkur sé fjöldi hermanna og lögregluþjóna á götunum. Reyndin sé hins vegar sú að þeir séu afskaplega vingjarnlegir og reyni að greiða götu allra. Ítalir virðist leggjast á eitt um að jarðarförin gangi sem allra best á morgun en það séu önnur saga hvað gerist á morgun.
Andlát Jóhannesar Páls II páfa Páfagarður Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Fleiri fréttir Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“