Tillögur fjölmiðlanefndar ekki lög 13. apríl 2005 00:01 Stjórnarþingmenn sem Fréttablaðið ræddi við eru sammála um að tillögur fjölmiðlanefndarinnar geti tekið breytingum áður en samið verður frumvarp sem byggist á þeim. Mörður Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, hefur sagt að nú þegar sé komið í ljós að þær 25 prósenta eignarhaldstakmarkanir sem fjölmiðlanefndin lagði til séu of stífar. Magnús Stefánsson þingmaður Framsóknarflokksins segir skýrsluna góður grunnur fyrir lagsetningu um fjölmiðla. "Hún er innlegg í umræðuna og þegar farið verður að vinna að frumarpinu verða tillögur nefndarinnar hafðar til hliðsjónar," segir Magnús. Sprurður hvort hann sé sammála Samfylkingunni um að tillögur nefndarinnar um eignarhald séu of stífar segir Magnús: "Niðurstöðurnar eru auðvitað bara tillögur sem menn hljóta að taka mið af við lagasmíð. Þau eru hins vegar ekki lög og eftir er að fjalla heilmikið um þær. Það má vel vera að þær taki breytingum í þeirri umræðu. Það er mikið álitamál hve mörkin eigi að vera stíf," segir Magnús. Einar Oddur Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að niðurstöður nefndarinnar hafi verið ákveðin málamiðlun. "Ég hef ekkert skipt um skoðun frá því í fyrra að það eigi að takmarka á einhvern hátt eignarhald markaðsráðandi aðila að fjölmiðlum. Ég held að þeirri umræðu hafi verið slegið á frest. Við töpuðum því máli í fyrra og því er best að láta það liggja í einhvern tíma," segir Einar Oddur. Spurður um tillögur nefndarinnar segir hann: "Mér finnst tillögur nefndarinnar skipta afskaplega litlu máli. Mörkin mega alveg eins vera 35 prósent mín vegna." Sigurður Kári Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafi skoðanir í báðar áttir. "Við erum að melta skýrsluna og velta þessum skilyrðum fyrir okkur. Enginn hefur lýst andstöðu eða stuðningi við þessi sjónarmið. Umræðan er að byrja núna og ekkert útséð með hvernig frumvarpið muni líta út," segir hann. Fjölmiðlalög Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Fleiri fréttir Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Sjá meira
Stjórnarþingmenn sem Fréttablaðið ræddi við eru sammála um að tillögur fjölmiðlanefndarinnar geti tekið breytingum áður en samið verður frumvarp sem byggist á þeim. Mörður Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, hefur sagt að nú þegar sé komið í ljós að þær 25 prósenta eignarhaldstakmarkanir sem fjölmiðlanefndin lagði til séu of stífar. Magnús Stefánsson þingmaður Framsóknarflokksins segir skýrsluna góður grunnur fyrir lagsetningu um fjölmiðla. "Hún er innlegg í umræðuna og þegar farið verður að vinna að frumarpinu verða tillögur nefndarinnar hafðar til hliðsjónar," segir Magnús. Sprurður hvort hann sé sammála Samfylkingunni um að tillögur nefndarinnar um eignarhald séu of stífar segir Magnús: "Niðurstöðurnar eru auðvitað bara tillögur sem menn hljóta að taka mið af við lagasmíð. Þau eru hins vegar ekki lög og eftir er að fjalla heilmikið um þær. Það má vel vera að þær taki breytingum í þeirri umræðu. Það er mikið álitamál hve mörkin eigi að vera stíf," segir Magnús. Einar Oddur Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að niðurstöður nefndarinnar hafi verið ákveðin málamiðlun. "Ég hef ekkert skipt um skoðun frá því í fyrra að það eigi að takmarka á einhvern hátt eignarhald markaðsráðandi aðila að fjölmiðlum. Ég held að þeirri umræðu hafi verið slegið á frest. Við töpuðum því máli í fyrra og því er best að láta það liggja í einhvern tíma," segir Einar Oddur. Spurður um tillögur nefndarinnar segir hann: "Mér finnst tillögur nefndarinnar skipta afskaplega litlu máli. Mörkin mega alveg eins vera 35 prósent mín vegna." Sigurður Kári Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafi skoðanir í báðar áttir. "Við erum að melta skýrsluna og velta þessum skilyrðum fyrir okkur. Enginn hefur lýst andstöðu eða stuðningi við þessi sjónarmið. Umræðan er að byrja núna og ekkert útséð með hvernig frumvarpið muni líta út," segir hann.
Fjölmiðlalög Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Fleiri fréttir Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Sjá meira