Trúnaðargögn í röngum höndum 13. apríl 2005 00:01 Fyrirtæki í eigu Láru Stefánsdóttur, varaþingmanns Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi, á lénið utn.is en það tengist starfi hennar við upplýsingatækni í framhaldsskólum. Netföng starfsfólks utanríkisráðuneytisins enda á @utn.stjr.is en lénið utn.is er stillt þannig að allur póstur sem sendur er á póstföng sem enda á @utn.is endar í pósthólfi Láru. Þannig berst til dæmis póstur á david.oddsson@utn.is og illugi.gunnarsson@utn.is ekki í hendur ráðherra eða aðstoðarmanns hans heldur beint í hendur varaþingmanns stjórnarandstöðunnar. Lára vill ekki upplýsa um innihald póstsendinganna en segir þær hafa borist bæði á meðan Halldór Ásgrímsson var utanríkisráðherra og eins eftir að Davíð Oddsson tók við. "Í sumum tilfellum hefur verið um að ræða afar viðkvæm mál og jafnvel mál sem snúa beint að öryggi Íslands, samskipti sendiráða við utanríkisráðuneytið og eins tölvupóstsendingar á milli starfsmanna ráðuneytisins," segir Lára. Undanfarin fjögur ár hefur Lára ítrekað látið ráðuneytið vita að henni hafi borist póstur sem ráðuneytinu var ætlaður og hún segist hafa boðið ráðuneytinu lénið utn.is til kaups gegn því að kostnaður við að flytja vefinn og kynna hann á nýjum stað yrði greiddur. „Ég nefndi enga upphæð heldur bauð ráðuneytinu að koma með einhverja tölu en ég hafði aðeins í huga nokkra tugi þúsunda. Ráðuneytið vildi einungis greiða fyrir stofnun á nýju léni sem er 12 þúsund krónur og láta mig sitja uppi með vinnuna og kostnaðinn við flutning og kynningu. Ég var ekki tilbúin til þess og því hefur ekkert verið gert í þessu máli," segir Lára. Illugi Gunnarsson, aðstoðarmaður Davíðs Oddssonar utanríkisráðherra, sagðist sleginn yfir að ekki skyldi vera búið að ganga frá þessu máli þegar Fréttablaðið bar fréttina undir hann í gær. Hafði hann strax samband við Láru og var gengið frá samkomulagi þess efnis að ráðuneytið eignaðist lénið utn.is. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Innlent Fleiri fréttir Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Sjá meira
Fyrirtæki í eigu Láru Stefánsdóttur, varaþingmanns Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi, á lénið utn.is en það tengist starfi hennar við upplýsingatækni í framhaldsskólum. Netföng starfsfólks utanríkisráðuneytisins enda á @utn.stjr.is en lénið utn.is er stillt þannig að allur póstur sem sendur er á póstföng sem enda á @utn.is endar í pósthólfi Láru. Þannig berst til dæmis póstur á david.oddsson@utn.is og illugi.gunnarsson@utn.is ekki í hendur ráðherra eða aðstoðarmanns hans heldur beint í hendur varaþingmanns stjórnarandstöðunnar. Lára vill ekki upplýsa um innihald póstsendinganna en segir þær hafa borist bæði á meðan Halldór Ásgrímsson var utanríkisráðherra og eins eftir að Davíð Oddsson tók við. "Í sumum tilfellum hefur verið um að ræða afar viðkvæm mál og jafnvel mál sem snúa beint að öryggi Íslands, samskipti sendiráða við utanríkisráðuneytið og eins tölvupóstsendingar á milli starfsmanna ráðuneytisins," segir Lára. Undanfarin fjögur ár hefur Lára ítrekað látið ráðuneytið vita að henni hafi borist póstur sem ráðuneytinu var ætlaður og hún segist hafa boðið ráðuneytinu lénið utn.is til kaups gegn því að kostnaður við að flytja vefinn og kynna hann á nýjum stað yrði greiddur. „Ég nefndi enga upphæð heldur bauð ráðuneytinu að koma með einhverja tölu en ég hafði aðeins í huga nokkra tugi þúsunda. Ráðuneytið vildi einungis greiða fyrir stofnun á nýju léni sem er 12 þúsund krónur og láta mig sitja uppi með vinnuna og kostnaðinn við flutning og kynningu. Ég var ekki tilbúin til þess og því hefur ekkert verið gert í þessu máli," segir Lára. Illugi Gunnarsson, aðstoðarmaður Davíðs Oddssonar utanríkisráðherra, sagðist sleginn yfir að ekki skyldi vera búið að ganga frá þessu máli þegar Fréttablaðið bar fréttina undir hann í gær. Hafði hann strax samband við Láru og var gengið frá samkomulagi þess efnis að ráðuneytið eignaðist lénið utn.is.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Innlent Fleiri fréttir Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Sjá meira