Ótrúleg endurkoma Stjörnunnar 14. apríl 2005 00:01 Bikarmeistarar Stjörnunnar sýndu ótrúlegan karakter í Garðabænum í gær þegar þær fengu Íslandsmeistara ÍBV í heimsókn í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Íslandsmótsins. Stjarnan var með tapaðan leik þegar aðeins fimm mínútur voru eftir en heimastúlkur neituðu að gefast upp, skoruðu fimm síðustu mörk leiksins og tryggðu sér sigurinn. Sigurmarkið skoraði Kristín Guðmundsdóttir fjórum sekúndum fyrir leikslok en það var í fyrsta og eina skiptið sem Stjarnan var yfir í leiknum. Fyrri hálfleikur var mjög jafn en ÍBV var alltaf skrefi á undan og það var vel við hæfi að það leiddi með einu marki í leikhléi, 12-13. Stjarnan skoraði fyrsta mark síðari hálfleiksins en þá komu sex mörk í röð hjá ÍBV og Eyjastúlkur breyttu stöðunni úr 13-13 í 13-19. Þá loksins rankaði meðvitundarlaus þjálfari Stjörnunnar, Erlendur Ísfeld, við sér, tók Öllu Gokorian úr umferð og setti ferska leikmenn í skyttustöðurnar en skyttur Stjörnunnar höfðu verið álíka meðvitundarlausar og þjálfarinn fyrstu 45 mínútur leiksins. Fyrir vikið kom meiri kraftur í sóknarleik Stjörnunnar og þær sprungu út á síðustu fimm mínútum leiksins. Í stöðunni 19-23 skoraði Hekla úr þrem vítum í röð og svo jafnaði Anna Blöndal úr hraðaupphlaupi þegar tæp mínúta var eftir. Kristín skoraði síðan sigurmarkið eins og áður segir. Ótrúleg endurkoma hjá Stjörnunni og voru margir á því að sigurinn væri rán. "Það er aldrei búið fyrr en það er búið," sagði glaðbeittur þjálfari Stjörnunnar, Erlendur Ísfeld, í leikslok. "Við gáfumst aldrei upp. Það er rosalegur karakter í þessu liði. Við höfum verið að leika illa í úrslitakeppninni en nú er það búið. Nú ætlum við að leika vel og það verður gaman að fara til Eyja. Djöfull hlakkar mér til að koma þar aftur." Stjarnan-ÍBV 24-23 (12-13)Mörk Stjörnunnar (skot): Hekla Daðadóttir 7/4 (11/6), Anna Bryndís Blöndal 4 (5), Kristín Guðmundsdóttir 4 (6), Kristín Clausen 4/3 (8/4), Hind Hannesdóttir 2 (4), Elisabeta Kowal 1 (1), Elísabet Gunnarsdóttir 1 (1), Ásdís Sigurðardóttir 1 (6). Hraðaupphlaup: 5 (Anna 3, Hekla, Kristín). Fiskuð víti: 10 (Ásdís 3, Anna 2, Kristín, Hind, Hekla, Elísabet, Rakel Dögg Bragadóttir). Varin skot: Jelena Jovanovic 13/1. Mörk ÍBV (skot): Alla Gokorian 8/1 (12/3), Anastasia Patsiou 6 (9), Eva Björk Hlöðversdóttir 4/1 (4/1), Darinka Stefanovic 3 (4), Guðbjörg Guðmannsdóttir 2 (6). Hraðaupphlaup: 5 (Patsiou 2, Alla, Guðbjörg, Stefanovic). Fiskuð víti: 4 (Eva 3, Patsiou). Varin skot: Florentina Grecu 22/3. Íslenski handboltinn Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ Fótbolti „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Fótbolti „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Fótbolti Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen Fótbolti Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik Fótbolti „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ Íslenski boltinn „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Fleiri fréttir Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Zrinjski - Breiðablik 1-1 | Guði sé lof fyrir kaffi Hulda Clara og Karen Lind efstar Axel og Dagbjartur leiða Sævar Atli hetja Brann sem er í góðum málum Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Mega sniffa ammoníak eftir allt saman Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Leðurblökur að trufla handboltafélag Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjá meira
Bikarmeistarar Stjörnunnar sýndu ótrúlegan karakter í Garðabænum í gær þegar þær fengu Íslandsmeistara ÍBV í heimsókn í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Íslandsmótsins. Stjarnan var með tapaðan leik þegar aðeins fimm mínútur voru eftir en heimastúlkur neituðu að gefast upp, skoruðu fimm síðustu mörk leiksins og tryggðu sér sigurinn. Sigurmarkið skoraði Kristín Guðmundsdóttir fjórum sekúndum fyrir leikslok en það var í fyrsta og eina skiptið sem Stjarnan var yfir í leiknum. Fyrri hálfleikur var mjög jafn en ÍBV var alltaf skrefi á undan og það var vel við hæfi að það leiddi með einu marki í leikhléi, 12-13. Stjarnan skoraði fyrsta mark síðari hálfleiksins en þá komu sex mörk í röð hjá ÍBV og Eyjastúlkur breyttu stöðunni úr 13-13 í 13-19. Þá loksins rankaði meðvitundarlaus þjálfari Stjörnunnar, Erlendur Ísfeld, við sér, tók Öllu Gokorian úr umferð og setti ferska leikmenn í skyttustöðurnar en skyttur Stjörnunnar höfðu verið álíka meðvitundarlausar og þjálfarinn fyrstu 45 mínútur leiksins. Fyrir vikið kom meiri kraftur í sóknarleik Stjörnunnar og þær sprungu út á síðustu fimm mínútum leiksins. Í stöðunni 19-23 skoraði Hekla úr þrem vítum í röð og svo jafnaði Anna Blöndal úr hraðaupphlaupi þegar tæp mínúta var eftir. Kristín skoraði síðan sigurmarkið eins og áður segir. Ótrúleg endurkoma hjá Stjörnunni og voru margir á því að sigurinn væri rán. "Það er aldrei búið fyrr en það er búið," sagði glaðbeittur þjálfari Stjörnunnar, Erlendur Ísfeld, í leikslok. "Við gáfumst aldrei upp. Það er rosalegur karakter í þessu liði. Við höfum verið að leika illa í úrslitakeppninni en nú er það búið. Nú ætlum við að leika vel og það verður gaman að fara til Eyja. Djöfull hlakkar mér til að koma þar aftur." Stjarnan-ÍBV 24-23 (12-13)Mörk Stjörnunnar (skot): Hekla Daðadóttir 7/4 (11/6), Anna Bryndís Blöndal 4 (5), Kristín Guðmundsdóttir 4 (6), Kristín Clausen 4/3 (8/4), Hind Hannesdóttir 2 (4), Elisabeta Kowal 1 (1), Elísabet Gunnarsdóttir 1 (1), Ásdís Sigurðardóttir 1 (6). Hraðaupphlaup: 5 (Anna 3, Hekla, Kristín). Fiskuð víti: 10 (Ásdís 3, Anna 2, Kristín, Hind, Hekla, Elísabet, Rakel Dögg Bragadóttir). Varin skot: Jelena Jovanovic 13/1. Mörk ÍBV (skot): Alla Gokorian 8/1 (12/3), Anastasia Patsiou 6 (9), Eva Björk Hlöðversdóttir 4/1 (4/1), Darinka Stefanovic 3 (4), Guðbjörg Guðmannsdóttir 2 (6). Hraðaupphlaup: 5 (Patsiou 2, Alla, Guðbjörg, Stefanovic). Fiskuð víti: 4 (Eva 3, Patsiou). Varin skot: Florentina Grecu 22/3.
Íslenski handboltinn Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ Fótbolti „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Fótbolti „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Fótbolti Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen Fótbolti Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik Fótbolti „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ Íslenski boltinn „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Fleiri fréttir Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Zrinjski - Breiðablik 1-1 | Guði sé lof fyrir kaffi Hulda Clara og Karen Lind efstar Axel og Dagbjartur leiða Sævar Atli hetja Brann sem er í góðum málum Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Mega sniffa ammoníak eftir allt saman Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Leðurblökur að trufla handboltafélag Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti