Einar Örn fær ekki laun 16. apríl 2005 00:01 Einar Örn leikur með þýska úrvalsdeildarfélaginu Wallau Massenheim en félagið hefur verið í miklum fjárhagsörðugleikum í langan tíma. Forsvarsmenn félagsins lugu að almenningi síðasta sumar þegar þeir sögðust hafa bjargað fjárhag félagsins en síðar kom í ljós að samningar sem þeir þóttust hafa gert voru til að mynda við fyrirtæki sem voru ekki til. Slíkur rekstur gengur augljóslega ekki til lengdar og lygararnir hafa verið ákærðir og eiga jafnvel yfir höfði sér fangelsisvist. Eftir standa leikmennirnir án launa í marga mánuði og það kemur í ljós á mánudag hvort það tekst að bjarga félaginu frá gjaldþroti."Ég hef ekki fengið greidd laun síðan í desember," sagði Einar Örn við Fréttablaðið í gær en þrátt fyrir allt erfiðið var hann ótrúlega léttur. "Það er búið að vera mikið púsluspil að halda rekstri heimilisins gangandi en þetta hefur bjargast hingað til. Þetta minnir mann eiginlega á árin í háskólanum þegar maður átti ekki krónu. Þá var manni alveg sama en það sama á ekki við núna."Það átti að skýrast í gær hvað yrði um Wallau en félagið fékk lokafrest fram á mánudag til að safna frekara fé. Einar segir að fólk í bænum sé bjartsýnt á að hægt verði að bjarga félaginu."Það bendir allt til þess en maður fagnar ekki fyrr en allt er klárt. Annars vill maður fyrst og fremst komast úr þessu leiðinlega óvissuástandi því það er ekki gaman að búa við slíkt ástand," sagði Einar en ef tekst að bjarga félaginu verður það skikkað til þess að hafa opnara bókhald í framtíðinni svo þessi saga endurtaki sig ekki. Wallau hefur boðið Einari nýjan samning og hann býst fastlega við því að samþykkja hann leysist málin. "Reksturinn á að vera öruggari fari svo að félagið lifi. Ég vil samt helst bara semja til eins árs og sjá hvernig staðan verður eftir ár. Ég vil ekki binda mig lengi á meðan ástandið er ekki betra en það er," sagði Einar en hann hafnaði tilboði frá þýsku félögunum Nettelstedt og TuS N-Lubbecke fyrr í vetur. Íslenski handboltinn Mest lesið Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Upp á líf og dauða Körfubolti Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ Enski boltinn „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Þorleifur snýr heim í Breiðablik Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Upp á líf og dauða Í beinni: Stjarnan - Afturelding | Þurfa að svara fyrir sig Í beinni: Víkingur - Fram | Hörkuleikur í Fossvogi Í beinni: Breiðablik - KR | Meistararnir mæta læriföður Glódis Perla spöruð á bekknum „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Fékk nýjar medalíur í stað þeirra sem brunnu Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Sagður hafa kýlt fyrrum kærustu: „Þetta er misskilningur“ Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Bjarki kallaður inn í landsliðið Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Wenger á móti umbuninni sem Man. Utd og Tottenham þrá Þorleifur snýr heim í Breiðablik „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sólveig Lára hætt með ÍR Staðfestir brottför frá Liverpool Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Sendu Houston enn á ný í háttinn Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Dagskráin í dag: Oddaleikur og þrír leikir í Bestu deild karla „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands „Þetta er tilfinning sem maður nærist á“ Sjá meira
Einar Örn leikur með þýska úrvalsdeildarfélaginu Wallau Massenheim en félagið hefur verið í miklum fjárhagsörðugleikum í langan tíma. Forsvarsmenn félagsins lugu að almenningi síðasta sumar þegar þeir sögðust hafa bjargað fjárhag félagsins en síðar kom í ljós að samningar sem þeir þóttust hafa gert voru til að mynda við fyrirtæki sem voru ekki til. Slíkur rekstur gengur augljóslega ekki til lengdar og lygararnir hafa verið ákærðir og eiga jafnvel yfir höfði sér fangelsisvist. Eftir standa leikmennirnir án launa í marga mánuði og það kemur í ljós á mánudag hvort það tekst að bjarga félaginu frá gjaldþroti."Ég hef ekki fengið greidd laun síðan í desember," sagði Einar Örn við Fréttablaðið í gær en þrátt fyrir allt erfiðið var hann ótrúlega léttur. "Það er búið að vera mikið púsluspil að halda rekstri heimilisins gangandi en þetta hefur bjargast hingað til. Þetta minnir mann eiginlega á árin í háskólanum þegar maður átti ekki krónu. Þá var manni alveg sama en það sama á ekki við núna."Það átti að skýrast í gær hvað yrði um Wallau en félagið fékk lokafrest fram á mánudag til að safna frekara fé. Einar segir að fólk í bænum sé bjartsýnt á að hægt verði að bjarga félaginu."Það bendir allt til þess en maður fagnar ekki fyrr en allt er klárt. Annars vill maður fyrst og fremst komast úr þessu leiðinlega óvissuástandi því það er ekki gaman að búa við slíkt ástand," sagði Einar en ef tekst að bjarga félaginu verður það skikkað til þess að hafa opnara bókhald í framtíðinni svo þessi saga endurtaki sig ekki. Wallau hefur boðið Einari nýjan samning og hann býst fastlega við því að samþykkja hann leysist málin. "Reksturinn á að vera öruggari fari svo að félagið lifi. Ég vil samt helst bara semja til eins árs og sjá hvernig staðan verður eftir ár. Ég vil ekki binda mig lengi á meðan ástandið er ekki betra en það er," sagði Einar en hann hafnaði tilboði frá þýsku félögunum Nettelstedt og TuS N-Lubbecke fyrr í vetur.
Íslenski handboltinn Mest lesið Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Upp á líf og dauða Körfubolti Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ Enski boltinn „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Þorleifur snýr heim í Breiðablik Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Upp á líf og dauða Í beinni: Stjarnan - Afturelding | Þurfa að svara fyrir sig Í beinni: Víkingur - Fram | Hörkuleikur í Fossvogi Í beinni: Breiðablik - KR | Meistararnir mæta læriföður Glódis Perla spöruð á bekknum „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Fékk nýjar medalíur í stað þeirra sem brunnu Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Sagður hafa kýlt fyrrum kærustu: „Þetta er misskilningur“ Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Bjarki kallaður inn í landsliðið Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Wenger á móti umbuninni sem Man. Utd og Tottenham þrá Þorleifur snýr heim í Breiðablik „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sólveig Lára hætt með ÍR Staðfestir brottför frá Liverpool Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Sendu Houston enn á ný í háttinn Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Dagskráin í dag: Oddaleikur og þrír leikir í Bestu deild karla „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands „Þetta er tilfinning sem maður nærist á“ Sjá meira